Fréttablaðið - 08.05.2013, Síða 16
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 16
BANDARÍKIN, AP „Hjálpið mér. Ég heiti
Amanda Berry. Mér var rænt og mín hefur
verið saknað í tíu ár, en ég er hér, ég er
laus núna.“ Þetta sagði ung kona í samtali
við neyðarlínuna á mánudag. Hún slapp úr
haldi mannræningja í bandarísku borginni
Cleveland ásamt tveimur öðrum konum,
Ginu DeJesus og Michele Knight.
Berry var sextán ára gömul þegar hún
var numin á brott árið 2003 á leið heim frá
vinnu á hamborgarastað og er nú 27 ára,
Knight var rænt árið 2002 og er nú 32ja
ára gömul og DeJesus var fjórtán ára og
á leið heim úr skóla þegar henni var rænt
árið 2004 og er nú 23 ára.
Sex ára gömul stúlka fannst einnig í hús-
inu og segir lögreglan að hún sé að öllum
líkindum dóttir Berry, en ekki er vitað
hver faðir barnsins er.
Þrír bræður á sextugsaldri eru í haldi
vegna málsins, Ariel, Pedro og Onil
Castro.
Stúlkurnar fundust í húsi í eigu Ariels.
Nágranni Castros, Charles Ramsey að
nafni, heyrði hróp frá húsinu þar sem
Berry grátbað um hjálp við að sleppa út.
Hún gerði svo lögreglunni viðvart, en fram
að þessu hafði ekkert vakið grunsemdir
nágrannanna um að nokkuð vafasamt væri
þar á seyði.
„Það var ekkert spennandi við hann
[Ariel Castro], þangað til í dag,“ sagði
Ramsey.
Lögregla hafði að vísu verið kölluð
að húsinu einu sinni, eftir að stúlkurnar
hurfu.
Ramsey sagði að þau hefðu sparkað
niður útidyrahurðina og hafi Berry sloppið
út með dóttur sína.
Enn var flest á huldu í gær um dvöl
kvennanna í húsinu, en þær voru útskrif-
aðar af sjúkrahúsi eftir læknisskoðun í
gær. Frank Jackson, borgarstjóri Cleve-
land, sagði að mörgum spurningum þyrfti
að svara við rannsókn málsins.
Hvarf þeirra Berry og DeJesus vakti
mikla athygli í Cleveland og nágrenni á
sínum tíma. Minna fór hins vegar fyrir því
þegar Knight hvarf, enda var hún nokkru
eldri. Amma hennar sagði í viðtali við fjöl-
miðla í gær að yfirvöld hefðu gengið út frá
því að hún hefði strokið að heiman.
Aðstandendur þeirra Berry og DeJesus
gáfu aldrei upp vonina um að finna þær á
lífi. Móðir Berry vann sleitulaust að því að
hafa upp á dóttur sinni, en lést af völdum
veikinda þremur árum síðar.
thorgils@frettabladid.is
Loksins lausar úr prísundinni
Þrjár ungar konur voru frelsaðar úr haldi mannræningja í Cleveland á mánudag eftir að hafa verið um og yfir áratug í haldi þeirra. Þrír
bræður á sextugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins. Þær voru taldar af, en ein þeirra ól barn á meðan hún var í haldi.
PRÍSUNDIN Í þessu húsi í Cleveland voru konurnar
þrjár og stúlkan litla í haldi í áraraðir þar til þeim
var bjargað á mánudag. Berry sparkaði niður úti-
dyrahurðina með hjálp íbúa í nærliggjandi húsi.
NORDICPHOTOS/AFP
ENDURFUNDIR Ánægjan leyndi sér ekki þegar
Amanda Berry hitti systur sína eftir tíu ára aðskilnað.
Með þeim er sex ára dóttir Berry, sem hún átti í
haldi, en óvíst er hver faðir hennar er. NORDICPHOTOS/AFP
BJARGVÆTTURINN Charles Ramsey, nágranni
mannræningjans, aðstoðaði Berry við að sleppa út
úr húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síðustu ár hafa komið upp mörg mál þar sem
fólk hefur sloppið úr haldi mannræningja
eftir langa vist.
Natascha Kampusch (Austurríki) var rænt
þegar hún var tíu ára gömul og tókst að
sleppa átta árum síðar, árið 2006.
Jaycee Lee Dugard
(Bandaríkin) var rænt
þegar hún var ellefu
ára og var fangi dæmds
barnaníðings, Phillips
Garrido, og konu hans
í átján ár áður en hún
slapp úr haldi árið 2009.
Hún hafði eignast tvö
börn með Garrido.
Elizabeth Smart (Bandaríkin) var fjórtán ára
gömul þegar henni var rænt frá heimili sínu
í júní 2002. Hún var í haldi í níu mánuði þar
sem hún var beitt stöðugu kynferðisofbeldi
þar til henni var bjargað.
Elizabeth Fritzl (Austur-
ríki) var fangi föður síns,
Josefs, í 24 ár þar til árið
2008 þegar hún slapp úr
prísundinni. Þá hafði hún
alið föður sínum sjö börn.
Í haldi ómenna
JOSEF FRITZLJAYCEE LEE
DUGARD
Amanda Berry
Sást síðast í apríl 2003, 16 ára
Gina DeJesus
Sást síðast í apríl 2004, 14 ára
Michele Knight
Sást síðast í apríl 2002, 21 árs
Svo einkennilega vill til að
sonur Ariels Castro, manns-
ins sem átti húsið þar
sem konurnar fundust, var
blaða maður hjá staðarblaði
þegar Gina DeJesus hvarf og
skrifaði sem slíkur um málið. Í
umfjöllun hans var fjallað um
hversu íbúar væru uggandi
vegna öryggisleysis, og talaði
hann meðal annars við móður
DeJesus. Í viðtali við fjölmiðla
sagðist sonurinn vera sleginn
og varla trúa því að nokkuð
slíkt gæti átt sér stað.
➜ Sonur mannræn-
ingja skrifaði um
hvarfið
FUNDUST HEILAR Á HÚFI