Fréttablaðið - 08.05.2013, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGStór eldhús MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20136
Vöruúrvalið hjá BAKO ÍS-BERG ehf. er breitt og fram-leiðendurnir margir. Mikið
úrval er af postulíni frá þekktum
framleiðendum, svo sem Vill-
eroy&Boch, Steelite, Ziehr og
Brönnum. „Einnig erum við með
vönduð hnífapör frá WMF og Pint-
inox sem og mikið úrval af gler-
vöru frá Libbey. Við erum ákaf-
lega stolt af vöruúrvalinu og er
það mjög aðgengilegt í sýningar-
sal okkar að Kletthálsi 13,“ segir
Guðmundur Kr. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Eitt sterkasta vörumerki BAKO
ÍSBERG er R ATIONAL-gufu-
steikingarofnar. „RATIONAL eru
mest seldu gufusteikingarofnar í
heiminum og er Ísland þar engin
undan tekning. Fremstu veitinga-
hús landsins nota slíka ofna og
má sem dæmi nefna Bláa lónið,
RadissonBlu, Hótel Sögu, Hilton,
Hótel Geysi, Grand Hótel, Munn-
hörpuna og f leiri,“ segir Guð-
mundur.
Af öðrum vörumerkjum nefnir
hann Winterhalter uppþvotta-
vélar, Electrolux eldhústæki,
Blanco stálvörur og Alto Shaam
hægsteikingarofna, Viessmann
kæli- og frystiklefa, Jöni velti-
potta, veltipönnur og eldavélar,
Northmace vörur fyrir hótelher-
bergið og margt fleira.
Stór hluti af starfi BAKO ÍS-
BERG felst í ráðgjöf til hönn-
uða, matreiðslumanna, veit-
ingamanna, bakara og annarra
fagmanna sem starfa í matvæla-
geiranum. „Starfsfólk BAKO ÍS-
BERG hefur á undanförnum 26
árum hannað og sett upp hundr-
uð eldhúsa og veitingarýma þann-
ig að reynslan er gríðarlega mikil.“
Helstu verkefni BAKO ÍSBERG
ehf. um þessar mundir eru bakarí
og þjónustueldhús Kaffitárs, Salts,
nýs veitingastaðar á Egilsstöðum,
tæki og innréttingar fyrir Bláa
lónið, breytingar á eldhúsi utan-
ríkisráðuneytisins og búnaður
í matsal Alcoa á Reyðarfirði svo
dæmi séu nefnd.
Þjónustudeild BAKO ÍSBERG
er vel mönnuð. Þar starfar raf-
iðnfræðingur og löggiltur raf-
virkjameistari ásamt faglærðum
rafvirkjum sem sækja reglulega
námskeið hjá framleiðendum sem
BAKO ÍSBERG ehf. hefur umboð
fyrir.
Mesta úrval
borðbúnaðar fyrir
veitingahús
Hjá Bako Ísberg er mesta borðbúnaðarúrval fyrir veitingahúsageirann sem
völ er á. Þar fást einnig mest seldu gufusteikingarofnar í heimi, uppþvottavélar,
hægsteikingarofnar, kæli- og frystiklefar og margt fleira.
Stór hluti af starfi BAKO ÍSBERG felst í ráðgjöf til hönnuða, matreiðslumanna, veitingamanna, bakara og annarra fagmanna sem starfa í
matvælageiranum. MYND/GVA
Joel Houghton fékk fyrsta einka-
leyfið á uppþvottavél í Bandaríkj-
unum árið 1830. Vél Houghtons
var smíðuð úr tré og handknúin.
Vatn sprautaðist á leirtauið meðan
því var snúið í hálfgerðri tromlu.
Vélin var bæði hægvirk og óáreið-
anleg.
Árið 1865 fékk L.A. Alexand-
er einkaleyfi á uppþvottavél sem
var ekki ósvipuð vél Houghtons.
Vél Alexanders var handknúin,
en leirtauinu var raðað í grindur.
Hvorki vél Houghtons né Alexand-
ers náðu vinsældum.
Árið 1887 fann Josephine Coc-
hrane upp uppþvottavélina
sem nútíma uppþvottavélar eru
byggðar á. Vél Josephine var hand-
knúin eins og fyrri vélarnar og var
frumsýnd á Heimssýningunni
í Chicago árið 1893. Josephine
var af auðugum ættum, barna-
barn Johns Fitch sem fann upp
gufu bátinn. Sjálf hafði hún aldrei
þvegið upp einn einasta disk en
hún fann upp vélina þar sem
henni fannst þjónustulið hennar
rispa postulínið.
Uppþvottavélar með innbyggðum
vatnslögnum komu á markaðinn
árið 1920. Englendingurinn William Howard Livens fann upp litla
uppþvottavél fyrir heimiliseldhús árið 1924 en sú vél var að mörgu
leyti eins samsett og uppþvottavélar eru í dag, með opnanlegum
hlera að framan, vírgrindum sem leirtauinu var raðað í og vatns-
úðara sem snerist. Vél Lievens náði þó ekki vinsældum á markaði.
Þó var rafknúnu þurrkkerfi bætt við árið 1940.
Fyrstu uppþvottavélarnar voru frístandandi tæki. Með tilkomu
eldhúsbekkja veggja á milli og staðla um vinnuhæð borða og
bekkja þróuðust uppþvottavélarnar einnig í staðlaðar stærðir og
hurfu undir vinnuborðin.
Í kringum árið 1970 voru uppþvottavélar orðnar algengar á
heimilum. Heimild: Wikipedia.org
Uppþvottavélar urðu
algengar upp úr 1970
Ill meðferð á spari-
stelli Josephine Coc-
hrane varð til þess að hún
fann upp uppþvottavél.
Joel Houghton fékk einkaleyfi á
handknúinni uppþvottvél úr tré árið
1830. Vélin þótti hægvirk og óáreiðan-
leg og náði ekki vinsældum.
Snemma á nítjándu öld fóru menn að
þróa vélar til að losna við uppvaskið.
NORDICPHOTOS/GETTY
kstrarvörur
- vinna með þér
Re