Fréttablaðið - 08.05.2013, Síða 47

Fréttablaðið - 08.05.2013, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 8. maí 2013 | MENNING | 35 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 08. MAÍ 2013 Tónleikar 20.00 Þóra Einarsdóttir sópran og píanóleikarinn Jónas Ingimundarson flytja glæsilega söngdagskrá með söngvum eftir Mozart, Schubert og frönsku meistarana Massenet, Hahn, Fauré og Debussy, auk fjögurra nýlegra laga eftir tónskáldið Þorkel Sigurbjörns- son í Salnum í Kópavogi. 20.00 Vortónleikar Reykjalundarkórsins verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stjórnandi er Íris Erlingsdóttir. Píanó- leikari er Anna Rún Atladóttir. Fundir 17.30 Sirrý Gunnarsdóttir les á Bóka- safni Seltjarnarness og kynnir söguna Lítil saga um latan unga eftir Guðrúnu Helgadóttur, myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. 20.00 Ljóðahópur Gjábakka verður með Hagyrðingakvöld í Gjábakka, Fann- borg 8. Málþing 12.00 Hádegisumræður og kynningar á rannsóknum um málefni innflytjenda í Aðalsafni Borgarbókasafns. Tónlist 12.00 Ómkvörnin verður gangsett. Henni hefur verið fundinn staður í iðrum tónlistarhússins Hörpu, þar sem hún mun mala fram á fimmtudag. Ómkvörnin frumflytur tónverk tón- smíðanema við Listaháskóla Ísland. Hægt er að kynna sér dagskrá Ómkvarnarinnar á lhi.is og harpa.is. 21.00 Þjóðlagapoppsveitin Bad Days, með söngkonunni Bryndísi Ásmundsdóttur og laga- og textahöfundinum Eyvindi Karlssyni í broddi fylkingar, og balkan- blúsbandið Contalgen Funeral sameina krafta sína á Café Rosenberg. 21.00 Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Munnhörpunni í Hörpu kemur fram spuna- og þjóðlagasveitin Veröld fláa. Þar leiða saman hesta sína bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson og saxófónleikarinn Stefán S. Stefánsson. Tónlistin byggir á íslensku þjóðlaga- hefðinni en í hana blandast áhrif frá spunatónlist djassins og Austurlanda. 22.00 Ojba Rasta og vinir á Volta. Fram koma Ojba Rasta, Mammút, Geimfarar, Birkir B, Baddi, og RVK Soundsystem. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Þær Margrét Sesseljudóttir og Solveig Thoroddsen myndlistar- menn sýna verk sín í undir- göngunum undir Miklubraut við Lönguhlíð næsta laugardag. Upp- ákomuna kalla þær Avant-garð- inn og er þetta í þriðja sinn sem þær sýna undir þeim merkjum. „Við sýndum í garði við Miklu- braut einu rigningarhelgina síð- asta sumar og svo í bakgarði Kex Hostels í nóvemberskamm deginu, nú er komið að undirgöngunum,“ segir Solveig sem lofar spenn- andi sýningu. „Við reynum að sýna á óvenjulegum stöðum og undirgöngin falla inn í það. Þar er maður við mestu umferðaræð landsins en þegar komið er niður í göngin þá ertu komin í aðra ver- öld, þar sem þögnin ríkir.“ Sýningin stendur yfir frá klukkan fjögur til sex laugar- daginn 11. maí. - sbt Sýna í undirgöngum Avant-garður verður undir Miklubraut á laugardag. SOLVEIG OG MARGRÉT Hafa sýnt saman í görðum en færa sig í undirgöngin undir Miklubraut um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.