Fréttablaðið - 08.05.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 08.05.2013, Síða 50
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 38 Pönkað ball hjá fræga fólkinu Hið árlega Costume Institute Gala fór fram í Metropoli- tan Museum of Art í New York á mánudagskvöldið. Fræga fólkið, á borð við Beyoncé, Önnu Wintour, Tiger Woods og Söruh Jessicu Parker, fl ykktist þangað klætt í hönnun frá toppi til táar. Þemað í ár var pönk og margir rokkuðu sig upp í tilefni kvöldsins. Kanye West tróð upp og söng þar ástaróð til tilvonandi barnsmóður sinnar, Kim Kardashian, sem að sjálfsögðu var viðstödd. SÍÐKJÓLL Blake Lively klæddist Gucci-kjól. APPELSÍNUGUL Ashley Olsen í kjól úr eigin smiðju. GULL Leikkonan Ginnifer Good- win í kjól frá Tory Burch. PARIÐ Kim Kardashian og Kanye West voru bæði í fatnaði frá Givenchy. FLOTT Beyoncé í Givenchy-kjól. Söngkonan Rihanna kom mörgum á óvart þegar hún setti mynd af fyrrverandi raunveruleikastjörn- unni og núverandi fatahönnuð- inum Nicole Richie inn á Twitter- síðuna sína í gær. Á myndinni skartaði Richie nýjum, gráum hárlit og skrautlegum kjól og við- brögð Rihönnu voru á þessa leið: „Þessi tík fær mig til að langa til að kasta upp!“ Það furðulega er að Rihanna var í rauninni að hrósa Richie með þessum um- mælum. Hún átti við að hárgreiðslan og heildarútlitið væri „veikt“, eða „flott“, og því til staðfestingar bætti hún við að Richie væri best klædda konan í dag. Undarlegt hrós frá Rihönnu Íslensku EGF-húðvörurnar frá Sif Cosmetics hlutu á dögunum dönsku snyrtivöruverðlaunin í flokki lúxushúðvara fyrir líkam- ann. Verðlaunin, sem voru afhent í síðustu viku, eru eins konar upp- skeruhátíð bransans í Danmörku og í dómnefnd sitja meðal annarra ritstjórar tímaritanna Elle og Eurowoman og snyrtifræðingur danska konungsfólksins. Þessar íslensku húðvörur hafa verið að láta til sín taka á er- lendum mörkuðum undanfarið en í kjöl- farið á verðlaun unum fékk merkið góða umfjöllun í dönsku dagblöðunum Börsen og Berlingske Tidende. Hlutu dönsku snyrtivöru- verðlaunin UNNU VERÐLAUN EGF- húðvörurnar slá í gegn í Danmörku. Hljómsveitin Mosi frændi ætlar að frumflytja sigurtextann sem einn af hlustendum Popplands á Rás 2 samdi við lag hennar Nakin nótt, á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár. Mosi frændi var stofnuð af sex nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta lag hennar er Katla kalda sem kom út 1988. Það samdi hún eftir að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem þá var útvarpsmaður á Bylgjunnar, fékk hlustendur til að semja með sér texta sem átti að sameina allt það versta í íslenskri textagerð. Mosi frændi setti sig í samband við Þorstein og bauðst til að semja lag við textann. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn frá því í gamla daga og fá hlustendur Popplands til að senda inn sína útgáfu af texta við prufu- upptöku af lagi Mosa frænda. Heiða Eiríksdóttir úr hljómsveit- inni Hellvar lánaði sveitinni rödd sína til að laglínan kæmist til skila. Á meðal þeirra sem voru í dómnefnd til að velja besta text- ann voru Þorsteinn J., Ólafur Páll Gunnarsson og Páll Óskar Hjálm- týsson. Auk Mosa frænda spila á tón- leikunum í kvöld hljóm sveitirnar Fræbblarnir, Hellvar, Sakt móð- igur og Skelkur í bringu. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22. Sigurtextinn fl uttur Mosi frændi spilar á sínum fyrstu tónleikum í fj ögur ár. MOSI FRÆNDI Textinn við lagið Nakin nótt verður frumfluttur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stemming og sumar í bænum stuðið er þar sem ég er minkur í búri með hænum ég titra því þú ert hér kvöldið er klárlega að líða nóttin hún tekur nú við sumarkvöld velur mér eina hver fer heppin með mér? vitleysa að hanga inni í sumarnóttinni þegar mig langar í þig fiðringur fyllir mig alla flestir hér stara á mig að velja, ég nenni því varla skelli mér bara á þig Hluti textans við lagið Nakin nótt Hryllingsmyndaleikstjórinn Wes Craven hefur svarað á Twitter- síðu sinni orðrómi um að hann ætli að leikstýra prufuþætti fyrir hugsanlega sjónvarpsþætti á MTV byggða á myndum hans Scream. „Mörg ykkar hafa spurt út í sjónvarpsþáttaröðina Scream. Það er rétt að það er búið að ræða við mig. Ég svaraði að það færi eftir handritinu. Ef það er virkilega gott gæti þetta orðið gaman, annars ekki,“ sagði Cra- ven, sem hefur leikstýrt fjórum Scream-myndum. Tjáir sig um Scream-þætti SCREAM Wes Craven hefur áhuga á að leikstýra prufuþætti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.