Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 08.05.2013, Qupperneq 56
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 44 Það var gott að þurfa ekki að fara í oddaleik. Ég er ekki viss um að það hefði farið vel fyrir okkur. Jóhann Gunnar Einarsson SPORT HANDBOLTI Mánudagurinn síð- asti rennur skyttunni örvhentu, Jóhanni Gunnari Einarssyni, seint úr minni. Hann vann þá lang- þráðan Íslandsmeistaratitil, spilaði sinn síðasta handboltaleik í bili og missti tvær tennur. „Ég var í vörn og fékk olnbog- ann á Sveini Þorgeirssyni beint í framtennurnar. Ég var með eina límda framtönn og hún fór sem og tönnin við hliðina. Það kom því ansi myndarlegt skarð. Nú er búið að líma þetta til bráðabirgða og ég þarf svo að fá gervitennur. Sumarið fer í það,“ segir Jóhann Gunnar en var þetta ekki sárt? „Sjokkið var svo mikið þegar þetta gerðist að ég fann ekki mikið til. Tannlæknirinn sagði mér samt að þetta hefði verið eitthvað það versta sem hann hefði séð. Það flísaðist upp úr tönnunum í tann- holdið og þar voru fastar flísar. Ég var í stólnum í einn og hálfan tíma og leið betur eftir það.“ Pirrandi að missa stellið Jóhann Gunnar fór inn í klefa eftir að hann meiddist en beit svo á jaxl- inn og kom aftur út í fagnaðar- lætin og verðlaunaafhendinguna. „Ég var frekar pirraður eftir að hafa misst stellið og fagnaði kannski ekki eins mikið og ég vildi gera. Ég vildi sjást á einhverri mynd svo ég gæti nú sagt barna- börnunum síðar að ég hefði tekið þátt í þessu. Þetta var furðulegt kvöld að mörgu leyti. Ég var eigin- lega ánægðari með tannlækninn en Íslandsmeistaratitilinn,“ segir skyttan. Hann vildi þó fá að fagna eitt- hvað um nóttina með félögunum og fékk leyfi til þess frá tannlækn- inum. „Ég spurði hann að því hvort ég mætti ekki fá mér einn. Hann gaf grænt ljós á það ef ég myndi sleppa því að lenda í slagsmálum. Það slapp því til,“ segir Jóhann og hló dátt. Íslandsmeistarinn hefur glímt við þrálát meiðsli lengi og nú er mál að linni. Hann ætlar að taka sér ársfrí til þess að ná sér góðum. „Ég tek í það minnsta eitt ár í frí. Svo getur vel verið að ég bæti á mig einhverjum kílóum og komi ekkert aftur. Ég vil samt ekki vera einn af þeim sem segist vera hættur og standa svo ekki við það. Það er kjánalegt. Ég ætlaði að taka frí í vetur en Siggi Eggerts plataði mig til þess að halda áfram. Það gekk svo allt upp.“ Ég var alveg búinn Vinstri öxlin hefur verið að plaga Jóhann lengi og hún þarf nauðsyn- lega að fá hvíld. „Ég fór í reddingu fyrir Hauka- einvígið því ég var alveg búinn í öxlinni. Átti að hvíla í viku en hvíldi í tvo daga. Það er ömurlegt að vera skytta og geta ekki skotið almennilega á markið. Svo ég upp- ljóstri leyndarmáli þá var auðveld- ara fyrir mig að fara yfir vinstra megin og skjóta þaðan í vetur. Þá gat ég notað líkamann meira og létt álaginu af öxlinni. Þess vegna var ég að gera það í allan vetur.“ Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á Fram fyrir tímabilið. Liðinu var spáð sjötta sæti og sérfræð- ingar áttu almennt frekar von á því að liðið yrði í botnbaráttu en toppbaráttu. „Í fyrra komumst við ekki í úrslitakeppnina og vorum á papp- írnum með sterkara lið þá en núna. Þá skitum við á okkur. Nú var allt- af létt yfir þessu og Einar þjálf- ari á stóran þátt í þessu. Hann bjó til ákveðinn ramma og gerði þetta mjög einfalt fyrir okkur. Svo blómstra menn eins og Siggi Eggerts og Maggi Erlends mark- vörður í vetur. Það gekk margt upp hjá okkur.“ Lið Fram var orðið mjög lemstrað í leiknum á mánudag og margir sem settu spurningamerki við hvort þeir hefðu átt möguleika ef rimman hefði farið í oddaleik. „Ég var alveg búinn og hefði ekki getað mætt í annan leik. Ég gat ekki hugsað mér það og hefði verið búinn að tapa honum í hausnum. Það hefði allt verið með Haukum þá en ekkert með okkur. Við erum þekktir fyrir að tapa úrslitaleikjum og því var gott að þurfa ekki að fara í oddaleik. Ég er alls ekki viss um að það hefði farið vel fyrir okkur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. henry@frettabladid.is Tannlausi Íslandsmeistarinn Jóhann Gunnar Einarsson átti ekki kost á því að fara beint í að fagna eft ir að hann varð Íslandsmeistari með Fram á mánudag. Báðar framtennur hans brotnuðu í leiknum gegn Haukum og hann fékk sér því sæti í tannlæknastólnum eft ir að hafa tekið við medalíunni sinni. Hann ætlar að taka sér frí frá boltanum. BROSAÐ Í GEGNUM SÁRSAUKANN Jóhann Gunnar beit á jaxlinn og brosti í gegnum brotnu framtennurnar eftir leik. Skömmu síðar var hann sestur í tannlæknastólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Landsliðsþjálfar- arnir Peter Öqvist og Sverrir Þór Sverrisson hafa valið tuttugu manna æfingahópa fyrir komandi verkefni landsliðanna í sumar. Kvennalandsliðið spilar þrjá leiki á Smáþjóðaleikunum um næstu mánaðamót en karla- landsliðið spilar alls sextán leiki í sumar, fjóra á Smáþjóðaleik- unum, sex í keppnisferð til Kína í júlí, tvo æfingaleiki gegn Dan- mörku og svo í það minnsta fjóra leiki í Evrópukeppninni í haust. Sverrir Þór er með tíu nýliða í landsliðshópnum sínum en það eru fimm nýliðar í hópnum hjá körlunum. KKÍ tekur það fram á heimasíðu sinni að nokkrir leik- menn hafi ekki gefið kost á sér í ár. - óój LANDSLIÐSHÓPUR KVENNA: Bergdís Ragnarsdóttir - Fjölnir Nýliði Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell Nýliði Bryndís Guðmundsdóttir - Keflavík 20 leikir Gunnhildur Gunnarsdóttir - Haukar 4 leikir Hallveig Jónsdóttir - Valur Nýliði Helena Sverrisdóttir– Kosice 42 leikir Helga Einarsdóttir - KR 8 leikir Helga Rut Hallgrímsdóttir - Grindavík Nýliði Hildur Björg Kjartansdóttir - Snæfell Nýliði Hildur Sigurðardóttir - Snæfell 70 leikir Ingunn Embla Kristínardóttir– Keflavík Nýliði Kristrún Sigurjónsdóttir - Valur 25 leikir Margrét Rósa Hálfdanardóttir - Haukar Nýliði María Ben Erlingsdóttir - St. Gratien 34 leikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Keflav. 19 leikir Petrúnella Skúladóttir - Grindavík 22 leikir Salbjörg Sævarsdóttir - Njarðvík Nýliði Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík Nýliði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - KR 24 leikir Unnur Lára Ásgeirsdóttir– Valur Nýliði LANDSLIÐSHÓPUR KARLA Axel Kárason - Værlöse 15 leikir Brynjar Þór Björnsson - KR 26 leikir Elvar Már Friðriksson - Njarðvík Nýliði Finnur Atli Magnússon - KR 19 leikir Haukur Helgi Pálsson - Manresa 14 leikir Helgi Már Magnússon– KR 77 leikir Hlynur Bæringsson - Sundsvall 64 leikir Hörður Axel Vilhjálmsson - MBC 20 leikir Jakob Sigurðarson - Sundsvall 60 leikir Jóhann Árni Ólafsson - Grindavík 14 leikir Jón Arnór Stefánsson– CAI Zaragoza 64 leikir Jón Ólafur Jónsson– Snæfell 2 leikir Justin Shouse - Stjarnan Nýliði Logi Gunnarsson– BC Angers 90 leikir Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík 73 leikir Martin Hermannsson - KR Nýliði Pavel Ermolinskij– Norrkoping 29 leikir Ragnar Nathanaelsson - Hamar Nýliði Stefán Karel Torfason - Snæfell Nýliði Ægir Þór Steinarsson - Newberry 13 leikir 40 æfa með A- landsliðunum YNGST Í A-LANDSLIÐINU Sara Rún Hinriksdóttir frá Keflavík er aðeins sextán ára gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik unnu öll í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í gær. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu tveimur stigum á heimavelli á móti FH. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk og gaf að auki tvær stoðsend- ingar þegar Valur vann 7-0 stór- sigur á Aftureldingu og Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu og átti að auki tvö sláarskot þegar Stjarnan vann ÍBV 3-0. Nýliðar HK/Víkings töpuðu niður 3-1 forystu á móti Blikum sem skoruðu þrjú á síðasta hálf- tíma leiksins. - óój Elín og Harpa í stuði Pepsi-deild kvenna byrjaði með látum í gærkvöldi. ÞRENNA Í FYRSTA LEIK Harpa Þorsteinsdóttir fór á kostum með Stjörnunni í öruggum sigri á ÍBV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson lagði upp mark Fylkis í 1. umferð Pepsi- deildar karla á sunnudagskvöldið en þetta var tímamótamark fyrir þennan síunga 38 ára gamla leikmann. Tryggvi er nefnilega með því kominn í 200 marka klúbbinn því hann hefur skorað 129 mörk og gefið 71 stoðsend- ingu í efstu deild karla. Samtals gerir þetta tvö hundruð mörk í efstu deild þar sem Tryggvi hefur annaðhvort skorað sjálfur eða gefið stoðsendingu á félaga sinn. Tryggvi komst í 200 marka klúbbinn í 233 leikjum en hann hefur skorað eða gefið stoðsendingu fyrir fimm lið í efstu deild: ÍBV (75 mörk + 34 stoðsendingar), KR (3+1), FH (51+35) og Fylki (0+1). Tölfræði um stoðsendingar hefur verið tekin saman frá og með sumrinu 1992 sem er einmitt fyrsta tímabil Tryggva í efstu deild. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann vantar enn sextán stoðsendingar til að jafna met Guðmundar Benediktssonar yfir flestar stoðsendingar. - óój Tryggvi er nú tvö hundruð marka maður í efstu deild TRYGGVI GUÐMUNDSSON Kom að enn einu markinu í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs KR en þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu frá Körfuknattleiksdeild KR í gær. Finnur var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar á lokasprettinum í vetur en tekur nú að fullu við liðinu. Stjórnin og Finnur hafa í meginatriðum komist að samkomulagi um að Finnur verði þjálf- ari meistaraflokks karla næstu fimm árin. Finnur þjálfaði kvennaliðið í vetur en mun nú hætta með stelpurnar. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla mun Finnur vera yfirþjálfari yngri flokka. Finnur Freyr er 29 ára gamall Vesturbæingur, æfði körfu- knattleik með yngri flokkum KR en hann er að hefja sitt fjórtánda ár sem þjálfari hjá félaginu. Finnur fær 5 ára samning Úrslitin í gær: STJARNAN - ÍBV 3-0 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir 3 (15., 25., 90.+2) ÞÓR/KA - FH 1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.) -Teresa Rynier (88.). ÞRÓTTUR - SELFOSS 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir 2 (33. og 78.) HK/VÍKINGUR - BREIÐABLIK 3-4 Berglind Bjarnadóttir 2, Hugrún María Friðriks- dóttir - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir (90.+1). VALUR - AFTURELDING 7-0 1-0 Elín Metta Jensen 4 (3., 25., 76., 84.), Rakel Logadóttir (42.), Hildur Antonsdóttir (58.), Katrín Gylfadóttir (70.).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.