Fréttablaðið - 08.05.2013, Page 62

Fréttablaðið - 08.05.2013, Page 62
8. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 50 Tómas Ingi Tómasson, álitsgjafi í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport og fyrrverandi fótbolta- maður, vakti mikla athygli er hann mætti dökkhærður í fyrsta þátt tímabilsins, en Tómas Ingi er allajafna ljóshærður. Auk þess hefur verið skerpt á augabrúnum Tómasar, eins og hann orðar það. „Ég ákvað að koma inn í mótið með pompi og prakt. Ég veit að fólki leiðist ekki að tala um aðra og mér skilst að Twitter hafi logað eftir þáttinn. Helsta ástæðan fyrir því að ég litaði hárið er sú að mig langaði að líkjast Loga Bergmann, hann er mentorinn minn og mín fyrir- mynd á skjánum. Ég þekki hann vel og fallegri karlmaður finnst ekki,“ segir Tómas Ingi og hlær. Hann viðurkennir að breyting- arnar hafi ekki fallið í kramið hjá hans nánustu og átti hann sjálfur erfitt með að venjast þeim í fyrstu. „Þetta var hræðilegt til að byrja með. Ég fékk nett áfall þegar ég vaknaði daginn eftir og leit í spegil og við mér blasti dökkhærður maður. Fólkið í kringum mig var frekar ósátt við breytinguna og ætli mamma hafi ekki verið svekktust.“ Óráðið er hvort Tómas Ingi verði dökkhærður fram á haust og segist hann ætla að láta áhorfendur Stöðvar 2 um að ákveða framhald- ið. „Ég ætla að fylgjast með Twitter og sjá hvað fólk hefur að segja. Ætli ég verði ekki svona fram á mitt mót,“ segir hann að lokum. - sm Ég veit að fólki leiðist ekki að tala um aðra og mér skilst að Twitter hafi logað eftir þáttinn. „Þar sem ég er með brennandi áhuga á hönnun þá blöskraði mér hvað verðlauna- gripir eru stundum leiðinlega hefðbundnir, stórir og óspennandi. Ég bauðst því til þess að hanna verðlaunagrip fyrir Íslandsmeist- aramótið í klassískum kraftlyftingum og reyndi að hafa hann bæði fallegan og not- hæfan,“ segir vöruhönnuðurinn Sig- ríður Heimisdóttir sem hannaði þrjá farandbikara úr áli fyrir Íslandsmeistaramótið í klass- ískum kraftlyftingum sem fram fer á laugardag. Verðlaunagripirnir líta út eins og handlóð og má nota þá sem slíka. „Þeir vega ekki nema 6,2 kíló þó þeir líti út fyrir að vera þyngri. En pælingin er að fólk geti notað lóðin,“ segir hún. Sigríður hóf sjálf að stunda kraftlyfting- ar fyrir rúmu ári og segir íþróttina vera hina mestu skemmtun. Hún kveðst þó ekki ætla að taka þátt í mótinu sjálfu. „Ég tek ekki þátt en ég ætla að fylgjast með því. Ég fylgdist með móti í fyrsta sinn í mars og fannst það alveg hryllilega gaman. Ég hvet fólk til þess að mæta á laugar- dag.“ - sm Verðlaunagripinn má nota sem handlóð Sigríður Heimisdóttir vöruhönnuður hannaði verðlaunagripi fyrir Íslandsmeistaramótið í kraft lyft ingum. HANNAR VERÐLAUNAGRIP Sigríður Heimis dóttir hannaði farandgripi fyrir Íslandsmeistaramótið í kraft- lyftingum. Gripurinn lítur út eins og lóð og má nota hann sem slíkan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er gott að hafa gaur með okkur sem er með áratugareynslu í þessu,“ segir Ágúst Freyr Krist- insson, annar af hugmynda smiðum teiknimyndaþáttanna Space Stall- ions sem eru í undirbúningi. Bandaríkjamaðurinn Andy Rheingold, sem hefur samið hand- ritið að fjölda Beavis and Butt- head-þátta og unnið við þróun teiknimyndanna Svampur Sveins- son fyrir sjónvarpsstöðina Nic- kelodeon, hefur verið ráðinn til að hjálpa Ágústi Frey og Þorvaldi Gunnarssyni með handritið að Space Stallions. „Við Þorvaldur erum aðallega teiknigaurar og handritsgerð er ekki okkar sterkasta hlið. En við erum búnir að koma þessu mjög langt á veg,“ segir Ágúst Freyr. Hann og Þorvaldur gerðu á sínum tíma samning við íslenska framleiðslufyrirtækið GunHil. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá landaði það samningi við breska fyrirtækið Cake Dist- ribution, auk þess sem mark- aðsfyrirtækið Fuel hefur bæst í hópinn. Í gegnum þau náðust samningar við Rheingold. „Þetta er allt klíkuskapur þegar þetta er komið á svona stórt „level“. Það þekkjast allir á einhvern hátt. Bara með því að tengjast þessum stóru fyrirtækjum erum við að komast í góð sambönd,“ segir hann. Búast má við að ferlið við að koma Space Stallions að í sjónvarpi taki nokkur ár og kosti mikið fé. Strákarnir hafa þegar fengið þró- unarstyrk frá Evr- ópusambandinu upp á um tíu millj- ónir króna. Í fyrra kynntu þeir teiknimyndina á Cartoon Forum í Toulouse og fengu mjög góð við - brögð. „Þá var þet t a á frekar hráu stigi en eftir sumarið verðum við búnir að vinna þetta betur.“ Í haust ætla Ágúst Freyr og Þor- valdur á sölurúnt um Bandaríkin en draumurinn er að koma Space Stallions að á þarlendum sjón- varpsstöðvum. „Þetta er allt eða ekkert-verkefni. Við viljum vera þar með þáttaröð.“ freyr@frettabladid.is Réðu til sín höfund Beavis and Butthead Hugmyndasmiðir teiknimyndaþáttanna Space Stallions hafa fengið liðsstyrk. Nafn seríunnar útleggst sem Geimfolarnir á íslensku og fjallar um hóp sem heldur út í geim til að bjarga alheiminum. Þættirnir eru í anda níunda áratugarins og eru ætlaðir fullorðnum. Þeir eru í raun skopstæling á teiknimyndum á borð við ThunderCats og He-Man en samt takast þeir á við nútímavandamál með nútímahúmor. Söguþráður Space Stallions Sæktu þér nýja appið og hlustaðu á FM957 hvar og hvenær sem er! Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. Fáðu FM95BLÖ í símann þinn! Ný tt ap p „Ég er að flytja út til Danmerkur í júlí. Ég verð ekkert að vinna þangað til, þannig að ég ætla að njóta mánaðarins sem ég fæ í sumarfrí og njóta Íslands.“ Stella Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í hand- bolta með Fram. SUMARFRÍIÐ Vildi líkjast Loga Bergmann Tómas Ingi Tómasson í Pepsi-mörkunum mætti til leiks með nýtt útlit í ár. NÝTT ÚTLIT Tómas Ingi Tómasson, fyrr- verandi fótboltakappi, lét lita hár sitt fyrir fyrsta fótboltaleik tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁGÚST FREYR KRISTINS- SON Annar af hugmynda- smiðum Space Stallions er ánægður með nýja liðsstyrkinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.