Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 2
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Mér finnst frábært að Leif- ur sé að prófa þessa leið. Ástæður þess að ég valdi suðausturleiðina á sínum tíma eru þær að ég hef allt- af haft áhuga á menningu Nepals, á sjerpum, og svo fannst mér sú leið hreinlega meira heillandi. Norður- hliðin er meiri háslétta, flatari og hrjóstrug. Á suðausturleiðinni eru djúpir dalir og meira ísklifur, en þar er ég á heimavelli,“ segir Har- aldur Örn Ólafsson, en í dag eru ell- efu ár liðin síðan hann stóð á tindi hæsta fjalls heims, Everest. Hann bætir við að suðausturleiðin sé þess eðlis að auðveldara sé að fá aðstoð, komi eitthvað upp á. Þeir Íslendingar sem hafa hing- að til klifið Everest hafa allir farið suðausturleiðina frá Nepal, þá leið sem Ingólfur Gissurarson kemur til með að klífa. Norðurhliðin er almennt fáfarnari, en þá er farið frá Tíbet. Kínverskur leiðangur náði fyrst á toppinn eftir norðurhliðinni árið 1960 en síðan var leiðin lokuð fram til 1980. Leifur Örn Svavarsson stefnir á að verða fyrstur Íslend- inga til að klífa norðurhliðina. Leifur stefnir á að komast á topp- inn á bilinu 19. til 29. maí. Hann hefur klárað aðlögunarferlið og bíður eftir veðurglugga til að tak- ast á við toppinn. Nú hvílir hann sig og gefur líkamanum tækifæri til að jafna sig fyrir lokahnykk ferðarinn- ar – að komast á toppinn. Ingólfur sagði í samtali við Í bítið á Bylgjunni að hann hefði klárað aðlögunarferlið fyrir viku. Þá voru farnar tvær ferðir upp í fjallið og yfir ísfallið, skriðjökul og hæsta dal í heimi. Áætlað er að hann komist á toppinn eftir rúma viku, 21. eða 22. maí. Hann var í gær staddur í grunnbúðunum, sem eru í 5.400 metra hæð. Aðspurður sagðist Ingólfur ætla að reyna að staldra við á toppnum í um það bil hálftíma, þó að það færi eftir umferð, sem getur orðið töluverð á toppinn. Nú eru um 250 fjallagarpar frá öllum heims- hornum skráðir í göngu eftir suð- austurleiðinni. Talsvert færri eru skráðir í göngu upp norðurhliðinni. Fjallið Everest er 8.848 metra hátt yfir sjávarmáli og er nyrsti tindur í Himalajafjöllunum, á landa- mærum Nepal og Tíbet. Norður- hliðin og suðausturleiðin eru helstu leiðirnar upp á fjallið þótt vitað sé til þess að menn hafi farið aðrar leiðir. olof@frettabladid.is Fyrstur Íslendinga up norðurhlið Everest Ingólfur Gissurarson stefnir á topp Everest eftir suðausturleiðinni en Leifur Örn Svavarsson eftir norðurhliðinni, fyrstur Íslendinga. Ráðgert er að báðir komist á tindinn í mánuðinum. Ellefu ár eru síðan Haraldur Örn Ólafsson stóð á tindinum. GÖNGUGARPAR Leifur Örn hyggst fyrstur Íslendinga klífa norðurhlið Everest. Ellefu ár eru í dag síðan Haraldur Örn stóð á toppnum. Á myndina vantar Ingólf Gissurarson. SAMSETT MYND LEIFUR ÖRN SVAVARSSON HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON Finnbogi, dreymir þig um góðar móttökur? „Já, enda var ég vakandi-sofandi yfir verkinu.“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður um nýjan hljóðskúlptur sem inniheldur hljóð- upptökur af nætursvefni borgarstjóra. ATVINNULÍF Hvalur 9, skip Hvals hf., er nú í slipp í Reykjavík þar sem verið er að gera hann kláran á veiðar sem ráðgerðar eru í sumar eftir tveggja ára hlé. Systurskipið Hvalur 8 mun einnig halda til veiða í júní- byrjun. Kvótinn sem Hvalur hf. hefur til að vinna með eru 154 langreyðar auk 26 dýra sem leyfilegt er að veiða sem eftirhreytur frá síðustu ver- tíð. Veiðitímabilið getur teygt sig inn í septembermánuð, eða á meðan birtuskilyrði leyfa veiðarnar. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að um 150 manns fái vinnu við veiðar og vinnslu. Afurðirnar verða unnar í Hvalstöðinni í Hvalfirði, í frystihúsi Hvals í Hafnarfirði og mögulega einnig í Heimaskagahúsinu á Akranesi. - shá Hvalur 9 í slipp í Reykjavík vegna veiða sumarsins: Verið að gera klárt fyrir veiðar Í SLIPP Skipin hafa legið við bryggju í tvö ár og þurfa viðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son atvinnuvegaráðherra furðar sig á yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, um fjármál ríkis- ins. Hann telur í raun ekkert hæft í fullyrðingum Sigmundar að sam- kvæmt nýjustu upplýsingum sé útlitið miklu verra en stjórnvöld héldu fram í aðdraganda kosninga. „Þetta er kostulegur málflutn- ingur því það má ætla að maður- inn viti ekkert um hvaðan Ísland er að koma; út úr hverju við erum að vinna okkur. Það hefur ekki nokkur maður haldið því fram að staðan sé auðveld,“ segir Steingrímur. „Ég sit í ráðherranefnd um efnahagsmál og er því áskrifandi að þessum tölum og leyfi mér að fullyrða að þar er ekkert nýtt nema aðeins minni tekjur sem hljóta að teljast innan skekkjumarka. Frávikið er lík- lega fjórir til fimm milljarðar yfir árið,“ segir Steingrímur og minn- ir á að þetta sé sama þróun og um alla Evrópu. Hann segir þetta ekki síst vekja undrun í ljósi kosninga- baráttu Framsóknar flokksins. „Loforðaflaumurinn hlýtur að hafa verið settur fram í trausti þess að hann teldi stöðuna góða.“ Steingrímur segir að málflutn- ingurinn í byrjun viku slái sig, og líklega flesta, sem undanhald. „Og þá með stórkarlaleg kosninga loforð eða uppgjöf af einhverju öðru tagi. Það er snemma fram komið; að menn geti ekki myndað ríkisstjórn áður en þeir afsaka sig með við- skilnaði þeirra sem eru að fara frá,“ segir Steingrímur. - shá Steingrímur J. furðar sig á fullyrðingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um fjármál ríkisins: Telur fullyrðingar undanhald frá loforðum RÁÐHERRA Segir ekkert hæft í fullyrð- ingum formanns Framsóknar og segir þær vekja furðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Ariel Castro, sem er sakaður um að hafa haldið þremur konum föngnum í tíu ár, ætlar að lýsa yfir sakleysi sínu þegar mál hans verður dómtekið, segir í frétt BBC. Castro, sem er 52 ára gamall, hélt konunum í kjallara húss síns í Cleveland. Einni þeirra tókst að flýja, eins og frægt er orðið, með aðstoð nágranna. „Hann er ekki skrímsli,“ er haft eftir lögfræðingi Castro, Jaye Schlachet. Í viðtali við AFP- fréttastofuna segir Schlachet að sannanir fyrir sakleysi skjólstæð- ings síns verði kynntar við fram- gang málsins. - shá Segir Castro ekki skrímsli: Ætlar að lýsa sig saklausan SKIPULAGSMÁL Margir mættu á upplýsinga- og samráðsfund um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðborginni, sem haldinn var í Tjarnarbíói í gær. Meðal annars stendur til að bæta Hverfisgötu og gera að breiðgötu eða „boulevard“ eins og fram kom á fundinum. Deilur hafa sprottið vegna framkvæmdanna, sem þykja stórtækar, og óttast ákveðinn hópur fasteigna- og verslunareigenda að framkvæmdirn- ar, ásamt opnun Laugavegar sem göngugötu, muni skaða rekstur þeirra. Björn Jón Bragason, formaður Samtaka kaup- manna og fasteignaeigenda við Laugaveg, gagn- rýndi meðal annars hugmyndir um hjólreiðastíga við Hverfisgötu og sagði slíka stíga ekki hafa verið notaða. Borgar stjóri sagði eðlilegt að undir- búa vaxandi áhuga borgarbúa á hjólreiðum sem samgöngumáta og gaf lítið fyrir gagnrýnina. Flestir fundargesta voru þó ánægðir með fram- kvæmdirnar og fundinn. Allir íbúar og verslunar- eigendur sem blaðamaður ræddi við eftir fundinn voru ánægðir með framhaldið. „Við erum langflest mjög ánægð, enda blómstrar mannlífið í kringum verslanirnar á þessum tíma,“ segir Þura Hauksdóttir, eigandi Spútnik og Nostalgíu. Hörður Ágústsson, eigandi Macland, tók í sama streng og fagnaði einnig göngu götunni. - mlþ Fundur um framkvæmdir í miðbænum mæltist vel fyrir hjá flestum: Hverfisgata verði búlevarður FJÖLMENNI Á FUNDI Fyrirhugaðar breytingar í miðbænum mæltust vel fyrir hjá flestum. Hópur verslunareigenda lét þó í ljós óánægju sína með samráðsleysi og Laugaveginn sem göngugötu. BANGLADESS Fyrirtækin Zara, Benetton, Primark og H&M skrifuðu undir samning þar sem þau heita því að tryggja öryggi starfsmanna í fatafyrirtækjum í Bangladess. Stórfyrirtækin Sears, Gap og Wall Mart ákváðu að gera það ekki en frestur til þess að skrifa undir rann út í gær. BBC sagði frá. Þess er skemmst að minnast að fataverksmiðja í höfuðborginni Dakka hrundi til grunna og yfir eitt þúsund verkamenn létu lífið. Atburðurinn hefur valdið mikilli ólgu og hefur fjölda svipaðra verk- smiðja þegar verið lokað. - shá Sears, Gap og Wall Mart: Skrifuðu ekki undir samning SPURNING DAGSINS www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á BRAGÐ AF SUMRI Peru- og ananasboost 1 lítið Peruskyr.is 1 dl ananassafi 50 g frosnir blandaðir melónubitar 0,5 dl kókosmjólk 6-8 ísmolar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.