Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 6
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
UTANRÍKISMÁL Samningur um gagnkvæma aðstoð
norðurskautsríkjanna vegna olíumengunar í hafi
var undirritaður á ráðherrafundi Norðurskauts-
ráðsins. Fundurinn var haldinn í Kiruna í Norður-
Svíþjóð í gær. Í sameiginlegri yfirlýsingu um
framtíðaráherslur ráðsins segir að gríðarmikil
tækifæri felist í efnahagslegri þróun norðurslóða
og samstarf á því sviði verði forgangsmál í störf-
um ráðsins. Í því ljósi verður samstarf ríkjanna
styrkt á sviði umhverfismála og borgaralegs
öryggis og segir þar að loftslagsbreytingar séu
mikið áhyggjuefni og ríkin muni vinna saman að
því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Á fundinum var samþykkt að veita Indlandi,
Ítalíu, Japan, Kína, Singapúr og Suður-Kóreu
áheyrnaraðild að ráðinu. Tekin var ákvörðun um
að ESB fái áheyrnaraðild þegar niðurstaða hefur
fengist varðandi útfærslu á undanþágum fyrir
frumbyggja á banni á sölu á selaafurðum til ESB.
Í ávarpi Íslands var fagnað þeim árangri sem
Norðurskautsráðið hefur áorkað frá stofnun þess
og ráðið hafi eflst á sviði vísinda, sem og varð-
andi stefnumarkandi umfjöllun um málefni
norðurslóða. Þar ber hæst samninga um leit og
björgun og um viðbrögð gegn olíumengun. - shá
Norðurskautsráðið veitti sex ríkjum áheyrnaraðild á ráðherrafundi í Kiruna:
Samningur gegn mengun í hafi
UNDIRRITUN Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri utanríkis-
ráðuneytisins, fór fyrir sendinefnd Íslands á fundinum.
MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Al-
þingis telur LÍN hafi ekki hafa
farið að lögum þegar stofnunin
synjaði konu um námslán, sjötta
árið hennar til BA-náms.
Synjunin var byggð á því að hún
hafi verið búin að fá lán í sex ár
til grunnnáms. Henni hafi þegar
verið veitt undanþága fyrir fimmta
árinu og engin heimild væri til að
veita frekari undanþágur. Synjun-
in leiddi til þess að hún neyddist til
að hverfa frá námi en hún átti eftir
eina önn til þess að ljúka gráðu.
Konan leitaði til umboðsmanns
Alþingis og kvartaði yfir úrskurði
málskotsnefndar LÍN. Hún hafði
verið við nám við háskóla í Eng-
landi þegar hún veiktist. Hún náði
bata og staðfest var að hún myndi
ljúka náminu ytra á tilsettum tíma.
Umboðsmaður leit til laga um
LÍN þar sem veitt er heimild til
þess að veita aukalán ef veikindi
tefja nám. Mælst er til þess að mál-
skotsnefnd taki mál konunnar upp
að nýju komi fram ósk um það.
- hó
Umboðsmaður Alþingis ályktar að úrskurður LÍN hafi ekki verið réttmætur:
Vildu ekki lána fyrir sjötta árinu
LÍN SETTUR UMBOÐSMAÐUR Alþingis
mælist til þess að LÍN taki mál konunn-
ar til meðferðar að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Uppi varð fótur og
fit í Lönguhlíð á sjötta tímanum í
gær þegar tveir bræður eltu mann
sem flúði undan þeim inn í Sunnu-
búð og faldi sig þar. Sjónar vottur
segir að þegar maðurinn hafi
komið út úr versluninni aftur hafi
hann verið vopnaður hnúajárni.
Til stympinga kom þar á búðar-
hlaðinu sem lítil börn sem efnt
höfðu til tombólu við verslunina
fylgdust með uns lögregla sem
kölluð var til mætti með fjölmennt
lið og skakkaði leikinn. - gar
Slagsmál í Lönguhlíð:
Með hnúajárn
við Sunnubúð
VEISTU SVARIÐ?
STJÓRNMÁL Málefnavinnu er að
mestu lokið í viðræðum Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugs sonar,
formanns Framsóknarflokks-
ins, og Bjarna
Benedikts-
s o n a r, for -
manns
Sjálfstæðis-
flokksins. Síð-
ustu tvo daga
hafa þeir farið
yfir reynsluna
af sameiningu
ráðuneyta.
Heimildir
Fréttablaðsins
herma að ráðherrum verði fjölgað
um tvo og verkefnum ráðuneyta
skipt upp á ný.
Jóhannes Þór Skúlason,
aðstoðar maður Sigmundar Davíðs,
segir að á þriðjudag hafi viðræð-
urnar að mestu snúist um reynsl-
una af sameiningu ráðuneyta og
því hafi verið haldið áfram í gær.
Verið sé að skoða hvað sé fýsilegt
varðandi uppskiptingu verkefna
og fjölgun ráðherra.
„Það er verið að skoða hvort það
sé skynsamlegt og hvernig verk-
efnin hafa unnist eftir samein-
inguna. Verið er að skoða reynsl-
una í þessum stóru ráðuneytum
sem hafa verið sameinuð.“
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um uppskiptingu, en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er nán-
ast öruggt að verkefnum velferð-
arráðuneytisins verði skipt á milli
tveggja ráðherra. Þá yrði heil-
brigðisráðherra og ráðherra ann-
arra málefna, hver svo sem titill
hans verður, innan sama ráðu-
neytisins.
Atvinnuvegaráðuneytið er hitt
stóra ráðuneytið sem verið er að
skoða, þegar kemur að fjölgun
ráðherra, en einnig innanríkis-
ráðuneytið.
Jóhannes segir að ekki sé byrj-
að að ræða skiptingu ráðuneyta á
milli flokka.
Formennirnir hafa kallað til
sín embættismenn og fengið upp-
lýsingar um stöðu mála. Tvenn-
um sögum fer af því hvort þeir
hafa þegar rætt við einhverja úr
atvinnulífinu, en það mun vera á
dagskrá.
kolbeinn@frettabladid.is
Skipting ráðuneyta
eftir en málefnin frá
Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fara nú yfir reynsluna af sameiningu
ráðuneyta. Nánast öruggt að verkefnum tveggja verður skipt upp og ráðherrum
fjölgað. Málefnavinnu er lokið. Formennirnir halda spilunum mjög þétt að sér.
GENGUR VEL Sigmundur og Bjarni voru ánægðir við upphaf viðræðnanna. Líklegast
er að þeim ljúki um eða eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
JÓHANNES ÞÓR
SKÚLASON
Þegar náðst hefur saman um stjórnarsáttmála þurfa formennirnir að velja
ráðherra. Venjan hefur verið sú að formaður ræði við alla þingmenn síns
flokks áður en valið er. Valdið er þó hans. Flokksstofnanir þurfa síðan að
samþykkja stjórnarsamstarfið, byggt á fyrirliggjandi stjórnarsáttmála. Í
tilviki Framsóknarflokks er það miðstjórnin sem hefur valdið en flokksráð
í tilfelli Sjálfstæðisflokks.
Eftirtektarvert er að varaformenn flokkanna hafa ekki verið með í
viðræðunum hingað til. Formennirnir tveir halda spilunum þétt að sér,
þó að þeir hafi kallað sérfræðinga til sín. Ekki er búist við því að flokks-
stofnunum verði kynntur sáttmálinn fyrr en um eða eftir helgi.
Miðstjórn og flokksráð ráða
www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Útskriftarstjarnan
er komin.
Glæsileg útskriftargjöf.
Okkar hönnun og smíði
Cross hybrid 6,
2
89.995 kr.
Herra og dömustell
24 gírar
Dempari að framan
Dempun í sæti
1. Hrotur hvers munu hljóma í hljóð-
skúlptúr eftir Finnboga Pétursson
myndlistarmann á laugardag?
2. Hversu mörg eintök af bókum
sínum hefur Arnaldur Indriðason selt
í Frakklandi?
3. Hvað átti fjórða mynd Sveppa, Sverr-
is Þórs Sverrissonar, að heita sem ekki
hlaut styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands?
SVÖR
1. Jóns Gnarr. 2. Tvær milljónir. 3. Al-
gjör Sveppi og Gói bjarga málunum.