Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 8
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Chrysler Aspen 4x4 (YH817) 4,7i V8 233 hö bensín sjálfsk. Skráður 8/’07. Ek. 67.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Afsláttur: 500.000 kr. Sumartilboð: 2.790.000 kr. Ford Mondeo Trend (UVE85) 1,6i 115 hö dísil beinsk. Skráður 3/’12. Ek. 66.000 km. Verð: 3.890.000 kr. Afsláttur: 400.000 kr. Sumartilboð: 3.490.000 kr. Mazda3 Advance (TKJ19) 1,6i 105 hö bensín beinsk. Skráður 4/’12. Ek. 39.000 km. Verð: 2.590.000 kr. Afsláttur: 200.000 kr. Sumartilboð: 2.390.000 kr. Söludeildir Brimborgar eru opnar virka daga frá kl. 9-17 og frá kl. 12-16 á laugardögum Ford Escape Limited (LTA45) 2,5i 171 hö bensín sjálfsk. Skráður 6/’11. Ek. 51.000 km. Verð: 4.830.000 kr. Afsláttur: 740.000 kr. Sumartilboð: 4.090.000 kr. Citroën C3 SX (SER92) 1,6i 92 hö dísil beinsk. Skráður 6/’11. Ek. 58.000 km. Verð: 1.990.000 kr. Afsláttur: 240.000 kr. Sumartilboð: 1.750.000 kr. Opel Corsa Enjoy (YUE67) 1,2i 100 hö bensín beinsk. Skráður 8/’07. Ek. 94.000 km. Verð: 1.390.000 kr. Afsláttur: 200.000 kr. Sumartilboð: 1.190.000 kr. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Býður allt að 75% fjármögnun www.lykill.is Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6 , sími 515 7000 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 JAFNRÉTTI Aukinn hlutur kvenna í fjölmiðlum er nýtt átaksverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA). Þetta var kynnt á aðalfundi félagsins í fyrradag, en tímarammi átaksins er til ársins 2017. Verkefninu er ætlað að auka hlut kvenna í fjölmiðlum þannig að konur verði sem sýnilegastar í frétt- um og þjóðfélagsumræðu. Á þann hátt stuðlar félagið að því að mann- auður sé nýttur sem best og þekk- ing kvenna jafnt sem karla njóti sín í allri umræðu. Mat félagsins er að verkefni um fjölgun kvenna í stjórnum félaga hafi borið óumdeilanlegan árang- ur, en á aðalfundi FKA vorið 2009 kynnti félagið verkefni til fjögurra ára sem laut að þessu. Þó verkefninu teljist formlega lokið af hálfu félags- ins mun FKA áfram beita sér fyrir því að fjölbreytni í stjórnum félaga verði ávallt í heiðri höfð. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri og fjárfestir, var kosin nýr formaður FKA á fundin- um í gær. Hafdís Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri World Class, lét af störfum eftir fjögurra ára starf. - shá FKA fagnar árangri átaksverkefnis við fjölgun kvenna í stjórnum félaga: Konur í fjölmiðlum næsta verk FORMANNSSKIPTI Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir er nýr formaður FKA og tók við keflinu úr hendi forvera síns, Hafdísar Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANNI SAMGÖNGUR „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglinga- sambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjóla brú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Foss- vog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grund- vallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasamband- ið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og ung- lingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreyt- ingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum högg- um og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemend- ur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstak- lingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Foss- vogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja tals- menn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæl- ing á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggð- um sunnan Reykjavíkur að Land- spítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kíló- metra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnslu- atriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströnd- ina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á líf- ríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. gar@frettabladid.is Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Siglingafélög segja hættu á að börn í siglingaklúbbum rekist á stólpa brúar yfir Fossvog og bátar þeirra brotni og sökkvi. Boðuð leiðarstytting sé „skrumskæling á sannleikanum“, kostir séu ofmetnir en gallar og kostnaður stórlega vanmetinn. ÚLFUR H. HRÓBJARTSSON Formaður Siglingasambands Íslands segir Reykjavík og Kópavog byggja áform um brú yfir Fossvog á skýrslu þar sem láðst hafi að geta neikvæðra áhrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna. Siglingafélögin Brokey og Ýmir SJÁVARÚTVEGSMÁL Rétt náðist að bræða síðasta kolmunnatonnið á Vopnafirði áður en verksmiðja HB Granda á staðnum var svipt orku til bræðslunnar. „Við höfum keyrt fiskimjölsverksmiðjuna á svokall- aðri ótryggri raforku en aldrei lent í teljandi vandræðum fyrr en nú. Við fengum að halda rafmagn- inu fram yfir hádegi síðast liðinn mánudag og það munaði ekki miklu að við næðum að bræða síð- asta kolmunnaaflann um svipað leyti,“ segir Sveinbjörn Sigmunds- son, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði, í frétt á vef fyrir- tækisins. Þar segir að vatns búskapur í uppistöðulónum virkjana á Norður landi sé mun lakari en menn hafi átt að venjast undan- farin ár og því hefur þurft að grípa til skerðingar á raforku til stóriðju og fyrirtækja sem verið hafa með samninga um kaup á ótryggri raf- orku. Að sögn Sveinbjörns er þetta í fyrsta sinn sem raforkuskortur bitnar að einhverju marki á fisk- mjölsverksmiðjum á Norðaustur- og Austurlandi. Tekið var á móti rúmlega 19.000 tonnum af kolmunna á Vopnafirði á þeim rúma mánuði sem veiðarn- ar stóðu yfir en tvívegis lönduðu skip HB Granda afla í Færeyjum vegna veðurs. - shá Spennufall varð staðreynd í fyrsta skipti hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda: Þurfti að loka fyrir rafmagnið Á VOPNAFIRÐI Tekið var á móti rúmlega 19.000 tonnum af kolmunna á Vopnafirði. MYND/HB GRANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.