Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 10
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Erum með frábær eintök af bílum í öllum stærðum og gerðum. Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN X-TRAIL SE Nýskr. 01/11, ekinn 67 þús. km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.690 þús. VW POLO COMFORTLINE Nýskr. 05/11, ekinn 24 þús. km, bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.080 þús. SUBARU LEGACY WAGON Nýskr. 01/12, ekinn 25 þús. km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.480 þús. PEUGEOT 208 Nýskr. 11/12, ekinn 8 þús. km, bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.690 þús. HYUNDAI i10 Nýskr. 05/11, ekinn 24 þús. km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.550 þús. NISSAN QASHQAI+2 SE Nýskr. 07/12, ekinn 5 þús. km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.190 þús. KIA CEED EX Nýskr. 12/12, ekinn 2 þús. km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.580 þús. Rnr. 280524 Rnr. 151926 Rnr. 170330 Rnr. 200914 Rnr. 130544 Rnr. 120180 Rnr. 280549 VIÐ EIGUM BÍLINN HANDA ÞÉR! MENNTUN „Þetta hefur verið alveg frábært, og það er svo gaman að sjá hvað krakkarnir taka vel í þetta,“ segir Áslaug Traustadóttir, kennari í Rima- skóla. Gleðin var við völd á upp- skeruhátíð skólans sem haldin var í Gufunesbæ í Grafarvogi í gær. Lífsstíl sem valgrein í Rima- skóla er skipt í fjóra hluta sem eru næringarfræði, svefnvenj- ur og slökun, heilsumatreiðsla og hreyfing. Áslaug er annar umsjónarmaður átaksins og segir það hafa gefið góða raun. Á uppskeruhátíðinni kenndi ýmissa grasa, meðal annars fór fram klifurkennsla í turni, FOLF, íslenska frisbígolffélagið leið- beindi nemendum í frisbígolfi og taekwondo-deild ÍR sýndi bar- dagalistir og braut spýtur. Námskeiðinu er ætlað að stemma stigu við síversnandi heilsu íslenskra ungmenna. Umræða um heilsufar og líkams- ástand íslenskra ungmenna hefur verið áberandi undanfarin ár. Æ fleiri eiga við heilsufarsvanda að stríða og yfirþyngd íslensku þjóð- arinnar mælist vaxandi, ekki ein- göngu meðal ungmenna. Nemendur fá að spreyta sig á eldamennsku eftir uppskrifta- bók sem umsjónarmenn hafa útbúið með heilsusamlegum réttum. Þeir fá líka að prófa sem flestar íþróttagreinar, nokkuð sem vakti mikla lukku og flest- ir fundu eitthvað við sitt hæfi. „Það kom fljótlega í ljós að mörg barnanna höfðu aldrei haft tæki- færi til að prófa þessar íþróttir og finna þannig hreyfingu við sitt hæfi,“ segir Áslaug og bætir við að íþróttaiðkun barna sé kostnað- arsöm og því ekki hægt um vik fyrir barna fjölskyldur að prófa sig áfram þar til rétt íþróttagrein eða form hreyfingar sé fundin fyrir börnin. „Það var einnig gaman að sjá hvað nemendurnir voru áhuga- samir um djúpslökun og svefn- venjur, en þessi hugmynd okkar Eyrúnar Ragnarsdóttur spratt út frá því hversu algengt brottfall úr íþróttum er meðal unglinga.“ Þetta segir Áslaug meðal annars stafa af því að margir unglingar Börnin áhugasöm um slökun og svefn Efri bekkjum Rimaskóla er kennt að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Uppskeruhátíð lífsstílshópa var í gær. Umsjónarmenn námskeiðsins eru hæstánægðir með árangur- inn og telja hann mikilvægan lið í því að stuðla að almennu heilbrigði á Íslandi. HÁTT UPPI Markmið kennslunnar er að allir nemendur finni hreyfingu sem hentar hverjum og einum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hráefni 250 grömm döðlur ¾ dl kalt vatn 4 dl kókosmjöl 3 tsk. kakó 110 grömm af smjöri við stofuhita 4 dl haframjöl Aðferð Setjið döðlur og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Látið malla við vægan hita þar til vatnið er næstum allt gufað upp. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið þær vel. Setjið maukið í skál og látið mesta hitann rjúka úr því. Blandið hinu hráefninu saman við döðlumaukið og hnoðið vel saman. Búið til fallegar litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Geymið í vel lokuðu boxi í kæli. Geymist í um það bil mánuð. UPPSKRIFT KÓKOS- OG DÖÐLUKONFEKTKÚLUR séu í tölvum langt fram á nætur. „Með því að segja þeim hvaða áhrif ónægur svefn og hvíld hafa vonum við að þau tileinki sér heilbrigðari svefnvenjur.“ Umsjónarmenn átaksins, þær Áslaug og Eyrún, hafa útbúið námsbók, kennsluáætlun, ítar- efni, uppskriftir og vinnubækur fyrir nemendur og vona þær að með því að vekja athygli á þessu muni fleiri grunnskólar fylgja á eftir. Átakið er styrkt af Land- læknisembættinu. olof@frettabladid.is GRJÓTHARÐIR Taekwondo-deild ÍR sýndi spýtubrot með handafli. LIÐUG Dans-fitness vakti mikla lukku meðal þessara krakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.