Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.05.2013, Qupperneq 32
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Vefjagigt (e. fibromyalgia syn- drome) er langvinnur fjölkerfa- sjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfis verkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starf- ræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðru- samdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun og/ eða depurð. Vefjagigt getur þannig haft gífurleg áhrif á heilsu, starfshæfni og lífsgæði fólks og er ein algengasta ástæða örorku meðal kvenna á Íslandi. Hvað er að í vefjagigt? Vefjagigt fellur illa að hefð- bundinni sjúkdómaflokkun vest- rænnar læknisfræði. Í grófum dráttum má segja að samkvæmt vestrænni nálgun séu sjúkdóm- ar annaðhvort af vefrænum toga (t.d. lungnabólga, krans- æðastífla, liðagigt, beinbrot og heilaslag) eða af geðrænum toga (t.d. þunglyndi, geðhvörf og kvíði). Vefjagigt fellur í hvor- ugan flokkinn; einkennin verða ekki skýrð með vefrænum skaða og einungis hluti sjúklinga upp- fyllir skilmerki fyrir geðræna kvilla. Því hefur sjúkdóms- greiningin mætt tortryggni innan heilbrigðiskerfisins og þótt hún fari minnkandi má full- yrða að fáum sjúklingahópum sé sýnt jafnmikið skilningsleysi sem vefjagigtarsjúklingum í leit sinni að sjúkdómsgreiningu og betri heilsu. En þótt vefjagigt falli ekki að hefðbundinni sjúkdómaskil- greiningu og hafi lengst af verið illmælanleg er hún ekki „ímynd- un“ eða „leti“ eins og sumir halda fram. Miklar framfarir hafa verið í rannsóknum á vefja- gigt síðustu tíu ár og nú vitum við t.d. að stoðkerfisverkirnir eru aðallega afleiðing óeðlilegar úrvinnslu verkja í taugakerfinu þannig að vægir verkir geta magn- ast upp. Einnig er vitað að mörg einkenni vefja- gigtar stafa af truflun í samþætt- ingu taugaboða í taugakerfinu án þess að vefrænn skaði hafi átt sér stað. Þessi röskun getur birst í slöku jafnvægi, svima, doða, óskarpri sjón, magnleysi í vöðvum, ristilkrömpum eða of hröðum hjartslætti. Trufluninni í taugakerfi vefjagigtarsjúk- linga má líkja við sinfóníuhljóm- sveit þar sem hljómsveitarstjór- inn og sérhver hljóðfæraleikari kann sitt hlutverk og hljóðfærin eru rétt stillt. En þegar hljóm- sveitin spilar skortir á samstill- ingu hljómsveitarstjórans og einstakra hljóðfæraleikara og tónlistin verður ekki hljómfög- ur. Í vefjagigt eru nefnilega öll líffæri í lagi sem og taugakerfið en rétta og hárnákvæma stjórn vantar. Hverjir fá vefjagigt? Konur og karlar, ungir sem aldnir, jafnvel börn og ung- lingar, geta fengið vefjagigt en konur eru þó langstærsti hópur- inn. Tíðni vefjagigtar er á bilinu 1-5% í vestrænum samfélögum, sem þýðir að á Íslandi má ætla að u.þ.b. 10.000 manns hafi vefj- agigt. Orsakir vefjagigtar má lík- lega rekja til margra sam- spilandi þátta en erfðir gegna veigamiklu hlutverki. Ein rann- sókn sýndi til að mynda að dætur kvenna með vefjagigt eru í áttfaldri hættu á að fá vefja- gigt. En margir fleiri þættir eru þekktir í meinmyndun vefja- gigtar; má þar nefna langvar- andi andlegt og/eða líkamlegt álag, áverka á hryggsúlu, lang- varandi svefntruflun og aðra samfarandi sjúkdóma t.d. ikt- sýki, sjögren og þarmabólgu- sjúkdóma. Greinum fyrr Náttúrulegur gangur vefja- gigtar er sá að einkennum fjölg- ar og sjúkdómsástandið versnar ef ekkert er að gert. Því virkari sem sjúkdómurinn er þegar fólk leitar meðferðar, þeim mun erfið ara er að ná góðum bata. Þessi staðreynd speglast í niður stöðum rannsókna sem skoða sambandið á milli virkni vefja gigtar og vinnufærni. Til að mynda sýndi nýleg spænsk rannsókn að 20% þeirra sem höfðu illvíga vefjagigt voru full- vinnufær samanborið við 62% þeirra sem höfðu væga vefja- gigt. Í annarri rannsókn var heildarkostnaður vegna ill- vígrar vefjagigtar fjórfalt hærri en vegna vægrar vefjagigtar. Það liggur því í augum uppi að mikill akkur er í að greina og meðhöndla vefjagigt á fyrri stigum sjúkdómsins. En hvernig stendur íslenska heilbrigðis- kerfið sig í snemmgreiningu vefjagigtar? Því miður er raun- veruleikinn sá að heilbrigðis- starfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt meðferðarinngrip gætu haft mikið að segja. Almennt gildir að ekki er gripið inn í sjúkdómsferlið fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þegar lam- andi verkir og þreyta leiða til tíðra forfalla úr vinnu eða skóla og sjúklingarnir eru sumir hverjir orðnir stórnotendur heil- brigðisþjónustunnar. Ert þú með vefjagigt? Formleg greining krefst mats hjá lækni þar sem farið er yfir einkennin og oftast teknar blóðprufur eða gerðar mynd- greiningar til að útiloka aðra sjúkdóma. Árið 2010 gáfu banda- rísku gigtlæknasamtökin út eyðublað sem fólk getur sjálft fyllt út og kannað líkur á því að það sé með vefjagigt. Hægt er að nálgast þetta eyðublað á vefsíðunni http://thraut.is/User- Files/Skimun%20fyrir%20vefja- gigtAV(2)(3).pdf. Við köllum eftir vitundar- vakningu um vefjagigt hjá öllum sem hlut eiga að máli; sjúklingum og fjölskyldum þeirra, heilbrigðisstarfs- mönnum, heilbrigðisyfirvöld- um og sjúkra-/lífeyrissjóðum. Eins skorum við á fjölmiðla að leggja sitt af mörkum svo að vefjagigtar sjúklingar geti losnað úr fordómafjötrum sam- félagsins. (Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á www.þraut.is, www. vefjagigt.is og www.gigt.is) Seinni grein Arnór Víkingsson gigtarlæknir Eggert S. Birgisson sálfræðingur Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur Vefjagigt í 20 ár – vitundarvakningar þörf HEILBRIGÐISMÁL Það er gott þegar borg- arar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vega- gerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðar ljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla. Í Fréttablaðinu þann 4. apríl fjallar Jakobína Ingunn Ólafs- dóttir stjórnsýslufræðingur um útboð á rútuakstri um Reykja- nes og Suðurland, en þar með talin er flugrútan í Leifsstöð auk skólaaksturs á Suðurlandi (þ.e. áætlunarakstur á sérleyfis- leiðum á Íslandi, skólaakstur á Suðurlandi, skólaakstur á Snæ- fellsnesi og skólaakstur á Suður- nesjum á árunum 2006-2008). Hún nefnir þó einungis skóla- aksturinn en deilan fyrir dóm- stólum snerist ekki um þann hluta heldur um aksturinn með ferðamenn í og úr utanlands- flugi, auk sérleyfisaksturs um Suðurnes og Suðurland. Útboðið fór fram árið 2005. Jakobína Ingunn sparar ekki stóru orðin og talar um van- hæfni og staðhæfir að seilst hafi verið í vasa skattgreið- enda vegna þess að ríkið tapaði máli fyrir dómstólum og þarf að greiða tæpar 249 milljónir króna vegna meints tapaðs hagnaðar. Ríkiskaup buðu þetta verk út fyrir Vegagerðina og þrjá fram- haldsskóla. Sá sem bauð lægst var nýtt og algerlega reynslu- laust fyrirtæki, Hópbílaleigan ehf., sem hafði til umráða tvær hópbifreiðar, sem myndu duga skammt fyrir akstur hundruð þúsunda farþega til og frá Leifsstöð og fyrirtækið þar að auki skuldbundið í önnur verk- efni. Til þessa verks hafa menn hingað til notað tugi hópferða- bifreiða. Vegagerðin gerir þá eðlilegu kröfu að þeir sem bjóða í verk geti sýnt fram á að þeir geti sinnt verkinu enda er sú krafa gerð að bjóðandi hafi unnið sambærilegt verk áður. Ekki fylgdi tilboði samningur Hópbílaleigunnar ehf. við undir- verktaka en eigendur tengdust Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Fram kom í tilboðinu að Hóp- bílaleigan hygðist sinna verkinu með bifreiðum frá öðrum. Ekki fékkst staðfesting frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. um að fyrir- tækið stæði þannig að baki Hóp- bílaleigunni ehf. að tryggt væri að þeir gætu sinnt verkinu, og var því ekki annað hægt í stöð- unni að mati Vegagerðarinnar en að hafna tilboðinu. Ómakleg orð Vegagerðin hefur farið yfir reksturinn á þessum leiðum og sér ekki að hagnaður af verk- efninu sé nálægt því sem dóm- kvaddir matsmenn töldu Hóp- bílaleiguna hafa misst af og liggur til grundvallar því fé sem nú hefur tapast. Ef það reynist rétt að þessar 249 millj- ónir séu smámunir einir miðað við hugsanlega hagnað af þess- um akstri, líkt og haldið hefur verið fram, hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir ríkið að styrkja almenningssamgöngur á landi. Hitt er öllu alvarlegra fyrir Vegagerðina, ef tekið er mið af þessum dómum, að samkvæmt þeim getur Vegagerðin ekki hafnað verktaka þótt hann geti á engan hátt sýnt fram á að hann geti unnið verkið. Vegagerðin hefur lent í því að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfið frá verki, og það getur haft mik- inn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóðanda, sem stenst ekki kröfur. Kostnaður við gjaldþrot og endurútboð getur orðið mik- ill og þá tapast skatttekjur sem okkur er umhugað um að fara sem best með. Það er því nauðsynlegt að fara enn betur yfir útboðsskil- mála í útboðum Vegagerðar- innar því að tryggja verður að besti tilboðsgjafinn verði ætíð fyrir valinu. Þ.e.a.s. sá sem til lengri tíma litið muni fara best með skattfé okkar allra sem er ekki endilega sá sem býður lægst. Ómakleg orð sem beinast, án þess að nefna það beint, að starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeim er jafnvel líkt við búðarþjófa eru ekki svaraverð. Að fara vel með fé ríkisins ➜ Því miður er raunveru- leikinn sá að heilbrigðis- starfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt með- ferðarinngrip ggætu haft mikið að segja. SAMGÖNGUR G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ➜ Vegagerðin hefur lent í að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfi ð frá verki, og það getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóð- anda, sem stenst ekki kröfur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.