Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 35

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 35
50 ÁRA AFMÆLI DÚMBÓ OG STEINA Hljómsveitin Dúmbó sextett heldur upp á 50 ára söngafmæli Steina, Sigursteins Hákonarsonar, og sömuleiðis 50 ára afmæli Dúmbó sextetts með tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi annað kvöld kl. 21. Hljómsveitin hefur alla tíð notið mikilla vinsælda. Ég sýni flíkurnar fyrst opin-berlega núna en ég stofnaði Black Sand í vetur,“ segir Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður. Frá því Ásdís lauk námi í fata- hönnun árið 1986 hefur hún unn- ið ullarvörur undir merkinu Diza og hannað munstur fyrir hand- prjón. Í nýju línunni hannar hún munstur og lætur prenta fyrir sig á náttúruleg efni og sækir inn- blástur til íslenskrar náttúru. „Ég geri föt fyrir konur á öllum aldri og hef að leiðarljósi að föt- in séu þægileg og að konum líði vel í þeim. Fötin eiga jafnframt að vera þægileg í umhirðu og úr góðum efnum og ég nota mikið náttúruleg efni, jersey, hör, bóm- ull og silki,“ útskýrir Ásdís. „Ég þrykki bæði sjálf og læt prenta stafrænt fyrir mig munstur með biðukollum og myndir af álfa- steinum og fleiru. Þá þrykki ég á boli sem ég hanna og sauma sjálf,“ segir Ásdís en framleiðsl- an er að mestu í hennar eigin höndum enn þá. „Enn sem komið er sé ég um framleiðsluna sjálf á vinnustof- unni minni í Vestmannaeyjum. Ég kalla hana Stúdíó 7 og þar er ég líka með verslun. Ég er mjög spennt að sjá hvernig viðtökurn- ar verða við línunni í Ráðhúsinu og hvert framhaldið verður.“ Ásdís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en fluttist þangað aftur fyrir ári og kann vel við sig á heimaslóðum. „Ég nýt þess að vera hérna og fæ innblástur í hverju spori. Sam- göngurnar mættu auðvitað vera betri, það er það eina,“ segir hún hlæjandi. ■ heida@365.is BIÐUKOLLUR OG ÁLFASTEINAR FATAHÖNNUN Ásdís Loftsdóttir sýnir nýtt merki, Black Sand, á sýningu Hand- verks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Munstrin sækir hún í íslenska náttúru, blóm og steina. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag. BLACK SAND Nýtt merki Ásdísar Loftsdóttur saman- stendur af blússum, toppum, kjólum, peysum og slæðum með munstrum úr náttúrunni. MYND/ÁSDÍS LOFTSDÓTTIR BÍÐUR SPENNT Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður er spennt að sjá hvernig viðtökur nýja línan fær. Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag í Ráðhúsinu og stendur fram á mánudag. OPNUN Í DAG Sýning Handverks og hönnunar verð- ur opnuð klukkan 16 í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin verð- ur opin milli klukkan 10 og 18 föstudag, laugar- dag og sunnudag og henni lýkur á mánudaginn. Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐ Fæst eingöngu hjá IV V ha nd un ni ð fr á Íta líu Teg 23451 - mjúkur í 80-95 C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 10-14 GLÆSILEGUR ! Vertu vinur okkar á Facebook afsláttur af öllum skóm

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.