Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 36
FÓLK|TÍSKA Þetta er gasalega mikill lúxusbátur og endalaust dekrað við okkur,“ segir Ragnheiður þar sem hún nýtur sólar á huggulegum svölum lúxuskáetu sinnar á siglingu um Miðjarðarhafið. „Maturinn um borð er fáránlega góður og þjónustan afbragð. Á skipinu eru sundlaugar, spa og fullkomin líkamsrækt- araðstaða, alls konar barir, veitingastaðir og bíó, leikhús og spilavíti, ásamt búðum sem selja gull, demanta og aðrar nauð- synjavörur,“ segir Ragnheiður í sæluvímu og getur sannarlega hugsað sér handa- vinnusiglingu aftur. „Þetta er svo miklu, miklu skemmtilegra en ég bjóst við,“ segir hún og brosir út að eyrum. Ragnheiður og vinur hennar, bandaríski prjónahönnuðurinn Stephen West, voru fengin sem gestakennarar í skemmtisigl- ingu með ferðaskrifstofunni Craft Cruises sem sérhæfir sig í handavinnuferðum víða um heim. „Við Stephen kennum hvort um sig fimm námskeið í ellefu daga siglingu. Við lögðum frá bryggju í Róm og siglum til Kaupmannahafnar með stoppi í höfnum á Spáni, í Lissabon, Brussel og St. Peters Port á Ermarsundseyjunni Guernsey,“ út- skýrir Ragnheiður á glæsifleyinu MS Euro- dam í eigu Holland America Lines. „Prjónahópurinn samanstendur af fjörutíu manns en um borð eru hundruð ferðalanga sem ekki eru á kafi í prjóni. Við sem erum hér prjónandi vekjum mikla athygli og svörum stöðugt spurningum áhugasamra um handavinnuna.“ Námskeið Ragnheiðar á siglingunni tengjast lopapeysunni og öðru íslensku prjóni og þau Stephen kenna eitt nám- skeið saman. „Það er mikill áhugi á ís- lensku prjóni og íslenskri ull svo vitaskuld hafði ég meðferðis stútfulla ferðatösku af lopa,“ segir Ragnheiður sem setur nú íslenskan blæ á prjónasiglingarnar sem notið hafa mikilla vinsælda í meira en áratug. „Í handavinnuferðunum er mikið í boði fyrir prjónara sem hér eru allir frá Banda- ríkjunum eða Kanada og djúpt sokknir í áhugamálið. Flestir hafa áður farið í prjónasiglingu eða ferðalög tengd prjóni og aðeins örfáir urðu sjóveikir fyrsta sól- arhringinn. Sjálf slapp ég alveg og finnst ruggið í sjónum voðalega þægilegt.“ PRJÓNAÐ FRÁ RÓM LOPAFLEY Ragnheiður Eiríksdóttir tók með sér fulla ferðatösku af íslenskum lopa í handavinnuferð á skemmtiferðaskipi frá Róm til Kaupmannahafnar. ATVINNUPRJÓNARI Ragnheiður segir margar hugmyndir fæðast á handavinnusiglingunni því innblásturinn sé mikill. Á myndinni hér fyrir ofan er skemmtiferðaskipið MS Eurodam sem Ragnheiður ferðast nú á með prjónana. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 GÓÐ SAMAN Ragnheiður og Stephen vinna mikið saman og kenndu í apríl á námskeiðum í Ameríku. Í sumar verður Stephen gestakennari í einni af prjónaferðum Knitting Iceland, fyrirtækis Ragnheiðar. Í haust kemur svo út bók sem þau vinna að saman og margt fleira er í bígerð. Skipholti 29b • S. 551 0770 15% afsláttur af sumarvörum Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist FöndurFöndur ærsta St ndurverslun fö ndsinsla Allt í skartgripagerðina - Frábært verð Náttúrusteinar - 1 lengjan kr. 1.490 - 40 steinar Viðarperlur - 1 lengja kr. 395 - 40 perlur Glæsilegt úrval af skartgripaefni Glerperlur crackle - 1 lengja ca 110 perlur kr. 990 LAGERSALA Skóhöllin Euroskó verður með RISA LAGERHREINSUN á skóm fyrir sumarið í Verslunarmiðstöðinni Firði 2 hæð við hlið verslunarinnar. Opið frá 13 til 18 frá föstudeginum 10 maí til laugardagins 19 maí fyrir hvítasunnu. Á sömu dögum verður TaxFree af öllum barnaskóm í versluninni Fjarðagötu 13 Afsláttur Save the Children á Íslandi Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Belladonna á Facebook
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.