Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 42
Eurovision FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 20132 KYNNING − AUGLÝSING Það má svo sannarlega segja að kexið frá Frón komið við sögu Íslendinga á hverjum degi. Árið 1926 var fyrir tækið stofnað árið 1926 og er fyrir löngu orðið heimilis- vinur íslenskra fjölskyldna. Undanfarin ár hefur fyrirtæk- ið staðið f yrir m i k i l l v ör u- þróun og er ein a f u r ð he n n- a r O s t a k e x- ið sem kom ný- lega á markað. Ostakexið hefur sleg- ið algjörlega í gegn að sögn Jóhannesar Baldurssonar, fram- leiðslustjóra Fróns, og fæst núna í tveimur bragðtegundum, með chili- og hvítlauksbragði. „Við hjá Fróni erum miklir áhugamenn um Eurovision enda maula landsmenn mikið af kexi frá okkur í Eurovision- partíum. Ostakexið okkar hentar þar frábærlega vel enda hægt að nýta á fjöl- breyttan hátt með ýmsu áleggi. Ég læt hér fylgja nokkrar einfaldar uppástung- ur en möguleikarnir eru endalausir og takmarkast í raun bara við smekk hvers og eins. Þetta skýrir sig nokkurn veginn sjálft. Ef það eru ostar, pestó eða sýrð- ur rjómi fer hráefnið beint á kexið og svo annað álegg þar ofan á. Fólk getur notað báðar tegundirnar af kexinu að vild.“ Tillögur Jóhannesar má sjá í box- inu hér til hliðar. Frón heldur úti lauf léttum Eurovision-leik á Facebook-síðu sinni, bæði fyrir undankeppn- ina og aðalkeppnina. „Við ætlum að gefa veglega gjafakörfu sem er hlaðin Ostakexinu ok kar, sult- u m, ost u m o g ý m s u fleira góðgæti sem er alveg dæmigert nasl í góðu partíi. Það er hægt að taka þátt á Fac ebook og þeir sem verða dregn- ir úr í undan- keppninni fá þá ostakörfu í tæka tíð fyrir aðalkeppnina sem er náttúrulega snilld. Ég hvet alla til að taka þátt í leiknum.“ Hann bendir einnig á vef fyrirtækis- ins, www.fronkex.is, þar sem finna má ýmsan skemmtilegan fróðleik og upp- skriftir. „Þar má finna mikið af upp- skriftum, til dæmis hvernig hægt er að búa til gómsætan ostakökubotn úr hafrakexinu okkar.“ Ekta Eurovision-partí með Ostakexi Kexin frá Frón eru fyrir löngu orðin heimilisvinur íslenskra fjölskyldna. Nýlega setti fyrirtækið á markað Ostakex sem hentar sérstaklega vel sem létt snakk. Hægt er að setja mikið úrval af áleggi ofan á það. Jóhannes Baldursson, framleiðslustjóri Fróns, heldur hér á ljúffengum bakka með ostakexi. MYND/GVA 1. Mygluostur og pepperóní 2. Rjómaostur, graflax og sítrónupipar 3. Kastali, St. Dalfour-sulta að eigin vali og vínber 4. Tómatar, laukur, basilíka, ólífuolía og parmesanostur 5. Sýrður rjómi 18% og rækjur sem eru marineraðar í tamarísósu 6. Súkkulaði, þeyttur rjómi og jarðarber. Passar vel með Chili Ostakexinu 7. Ora rautt pestó og kjúklingaskinka 8. Mascarpone, parmaskinka og ólífur Tillögur að áleggi Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Fimmtudagurinn 16. maí í lífi Eyþórs Inga Eurovision-stjörnu í Malmö, Svíþjóð ● Ég fer á fætur upp úr níu til að ná morg- unmatnum á hótelinu. Eftir morgun- mat fer ég yfir dagskrá dagsins með Valla umboðsmanni og því næst upp á her- bergi til að gera mig kláran fyrir daginn og myndatökur. ● Dagurinn í dag verður frábrugðinn þeim sem á undan eru gengnir og fá ef nokkur viðtöl sem annars hafa verið stanslaust frá klukkan 11 til 14. Eftir viðtölin hefur mér þótt gott að nærast og melta hvað ég var að segja. ● Í gær voru tvær generalprufur með áhorf- endum og dómnefndin notaði seinni um- ferðina til að gefa sínar einkunnir. Í dag verða einnig tvær generalprufur með áhorfendum og svo seinni undanúrslit í kvöld. Dagurinn fer því meira og minna í æfingar á sviði, bið, hvíld og enn meiri æf- ingar og bið, inn og út af sviðinu. ● Hvíld og kvöldmatur verður frá klukkan 17.15 til 19.45, að sænskum tíma. Þá þykir mér gott að leggjast út af með heyrnartól, hlusta á tónlist og einhverja aðra en sjálf- an mig. ● Klukkan 21 að sænskum tíma hefst söngvakeppnin í Malmö Arena og ég verð áttundi í röðinni á svið. Eftir flutninginn förum við í Græna herbergið til að bíða og sjá hvort Ísland verði eitt af tíu löndum sem komast áfram í aðalkeppnina á laug- ardag. Ef Ég á líf kemst áfram verður lagið tekið í Euro-klúbbnum á eftir en svo fer ég í háttinn, rotaður eftir daginn. Stór dagur í lífi Eyþórs og þjóðar Í kvöld kemur í ljós hvort Eyþór Ingi syngur sig inn í hjörtu Evrópubúa og áfram í aðalkeppnina á laugardag með hjartnæmu framlagi Íslands í Malmö. Að baki eru skemmtilegir dagar, þrotlausar æfingar og dagskrá en dagurinn í dag verður öðruvísi. Eyþór Ingi að syngja Ég á líf í gleðskap Norðurlandanna í Malmö. MYNDIR/VALGEIR MAGNÚSSON „Ég hef talsverða trú á því að Ísland komist áfram, miðað við viðbrögðin hér og sölu lagsins á iTunes,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður Eyþórs Inga. „Við erum nú í mun líklegri stöðu en áður þegar veð- bankar og íslenskir fjölmiðlar voru neikvæðir. Það hefur nú breyst og í augnablikinu finnum við meðbyr,“ segir Valgeir sem fylgir Eyþóri Inga hvert fótmál í Malmö. „Eyþór Ingi vekur hvarvetna athygli enda heimsklassa- söngvari og raddlega séð einn af sterkustu keppend- um söngvakeppninnar. Útlitslega er hann auðþekkjan- legur og fólk tengir sig hratt við hann því margir kepp- enda líta eins út. Eyþór Ingi er einstakur og hefur sitt eigið vörumerki og kvenfólk fær í hnén þegar það sér hann. Þá er lagið með mjög grípandi melódíu, Eyþór Ingi syngur það vel og allt leggst þetta á eitt.“ Valgeir segir að á tímabili hafi verið í tísku meðal Ís- lendinga að segja íslenska lagið leiðinlegt. „Það hefur snúist hjá ansi mörgum og meira að segja hörðustu andstæðingum. Ef það gengur svo ekki vel í kvöld munu þeir eftir sem áður segja: „Já, hvað sagði ég ekki.““ Að sögn Valgeirs mun Eyþór Ingi undirbúa sig í góðu næði áður en hann stígur á svið frammi fyrir Evrópu og löndum sínum heima. „Þá fer Eyþór Ingi inn í sjálfan sig eins og flestir listamenn gera; þeir verða eins og dofnir því líkami og hugur undirbýr átökin. Þetta eru líffræðileg viðbrögð þegar líkaminn lokar sig inni og hugurinn til að hugsa um aðeins eitt en eftir það mun stjarna hans skína.“ Eyþór Ingi og Valgeir Magnússon umboðsmaður, honum á vinstri hönd, á blaðamannafundi. Fjölmiðlar ytra hafa sýnt Eyþóri Inga mikinn áhuga í Malmö. KVENFÓLK FÆR Í HNÉN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.