Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 44

Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 44
Eurovision FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 20134 „Ég man fyrst eftir mér horfa á keppnina heima hjá vinkonu minni á Hólmavík árið 1984. Hún á stóran systkinahóp og þar á meðal eldri systur sem var þá með kassettutæki fyrir framan sjónvarpið að taka keppnina upp. Þetta var árið sem Svíþjóð fór með sigur af hólmi með laginu Digg- elo Diggeley og við sem sátum í sófanum máttum ekki segja orð á meðan á keppninni stóð. Eftir þetta tók ég keppnirnar alltaf upp á myndband og horfði á þær aftur og aftur.“ Gunnhildur segir að margir hafi farið leynt með Eurovision- áhuga sinn á þessum árum og gert grín að hennar. „Þetta finnst mér hafa breyst síðustu ár og hafa f lestir orðið einhvern áhuga á keppninni og vita heilmikið um hana.“ En hvað er það sem heillar þig svona við þessa keppni? „Það er stemningin, tískustraumarn- ir, ólík tungumál og menning sem við fáum smjörþefinn af í gegnum keppnina.“ En hefur þú skapað þér ein- hverjar hefðir í kringum keppn- ina? „Áður fyrr fór ég í partí en hin síðari ár hef ég verið að byggja upp Eurovision-hefðir heima með börnunum og er að sjálf- sögðu búin að ala þau upp í mikl- um Eruovision-anda. Við veljum okkar uppáhaldslög og höfum eitthvað gott að maula.“ En hvaða lag er í uppáhaldi í ár? „Það er án efa sænska lagið. Mér finnst söngvarinn Robin Stjern- berg flottur og laglínan grípandi.“ Gunnhildur segist þó ekki endi- lega halda með Norðurlandaþjóð- unum. „Ég kíki alltaf eftir Aser- baídsjan og Rúmeníu sem eru yfirleitt með mjög góð lög, þótt svo sé reyndar ekki í ár. Þá fylgist ég alltaf með baltnesku löndun- um, sem duttu út í fyrri forkeppn- inni á þriðjudag. Eins finnst mér fyrrverandi austantjaldsþjóðirn- ar yfirleitt gera mjög vel. Núna finnst mér úkraínska lagið virki- lega fallegt og Hvít-Rússar hafa aldrei sent betra lag í keppnina. Þvílíkt Euro-stuð.“ Gunnhildur viðurkennir þó að hún hafi oftast mjög gaman af Svíunum. „Þeir taka þetta náttúrulega alla leið. Ég er hins vegar ekki jafn hrifin af Dönunum og margir Íslending- ar og lagið í ár höfðar ekki til mín. Því er spáð góðu gengi en ég verð illa svikin ef það vinnur. Mætti ég þá frekar biðja um Anouk frá Hollandi eða Bonnie frá Bretland. Það væri frábært fyrir keppnina.“ En hvað með íslenska lagið? „Ég hef trú á því að það komist áfram. Ég er viss um að það verði vel sungið hjá Eyþóri. Við kusum lagið og eigum að vera stolt af því og fylgja því alla leið. Eins hefur verið komið til móts við f lest- ar óskir okkar. Margir vildu sjá Eyþór fara upp á hærri tóna og var laginu breytt til samræmis við það. Þá var bakröddum, sem ekki voru hluti af atriðinu í upp- hafi, bætt við. Ef marka má æfing- arnar sem ég hef horft á á netinu þá lítur atriðið bara mjög vel út.“ Eigum að fylgja laginu alla leið Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, er yfirlýst Eurovision-nörd og lengi vel tók hún allar keppnirnar upp á spólu. Í ár heldur hún mest upp á sænska lagið og hefur mikla trú á því að Eyþór komist áfram. Gunnhildur elur börn sín upp í miklum Eurovision-anda. MYND/VALLI Ýmislegt getur komið upp á í jafn stórri og fjölmennri keppni og Eurovision er. Í raun er ótrúlegt að mistökin séu ekki fleiri en þau reynast vera. Hér fyrir neðan er að finna nokkrar skondnar uppákomur úr sögu keppninnar. PILSIÐ BURT Eurovision 1985 Sænski kynnirinn Lill Lindfors vakti óskipta athygli áhorfenda þegar hún steig á pilsið sitt á leið upp á sviðið og hún stóð eftir á nærklæðunum. Eftir augnabliks hik kom í ljós að um grín var að ræða og annar kjóll leyndist undir bolnum. Þegar Lill kom að hljóðnemanum sagði hún glaðlega að hún hefði með þessu ætlað að vekja áhorfendur. GLEYPTI FJÖÐUR Eurovision 2012 Sænska söngkonan Loreen sigraði í keppninni í fyrra. Atriði hennar tókst fullkomlega á aðal- kvöldinu en ekki jafn vel á generalprufunni kvöldið áður. Í miðju lagi þeyttust fjaðrir um söngkonuna og ekki vildi betur til en að ein þeirra flaug upp í Loreen sem varð að hósta henni upp áður en hún gat sungið almennilega á ný. Þó að þessi uppákoma hafi ekki komið í veg fyrir sigur hennar hefði hún vel getað gert það enda dæma dómnefndir allra landa út frá generalprufunni. ÞÖGN Á SVIÐI Eurovision 2012 Elena, söngkona hljómsveitarinnar Mandinga frá Rúmeníu, gleymdi textanum í lagi sínu og þagnaði í eina til tvær sekúndur á sviðinu. GEGNUM GLERIÐ Eurovision 2011 Í upphafi á atriði Svíþjóðar þetta árið stóð Eric Saade í glerkassa. Hluti af atriðinu fólst í því að Eric braut glerið og kom út úr kassanum. Á general- prufunni mistókst þessi íburðarmikla sýning og Saade varð að opna dyrnar á búrinu hæversklega til að komast út. VANDRÆÐALEGT! DATT Á BOSSANN Eurovision 1999 Dana International frá Ísrael var sigurvegari keppninnar árið 1998. Ári síðar var hún mætt á ný til að koma fram og til að afhenda nýjum sigur- vegara verðlaunin. Þegar Charlotte Nilsson frá Svíþjóð kom á sviðið greip Dana verðlaunagrip- inn sem var óvenju fyrirferðarmikill það árið. Ekki vildi betur til en svo að fætur Dönu létu undan og hún pompaði á bossann. FRAKKAVANDI Eurovision 2009 Hjartaknúsarinn rússneski Dima Bilan varð í öðru sæti í Eurovision 2006 en mætti á ný tveimur árum síðar og sigraði. Ári síðar kom hann fram í keppninni, nú sem skemmti- atriði. Mikið var í lagt. Bilan sveif á línu yfir salinn og lenti á sviðinu þar sem hann reif sig úr frakkanum og kastaði frá sér. Frakkinn flæktist í línunni sem enn stóð aftan úr Bilán. Söngvarinn var lengi vel að kljást við frakkaófétið sem ekki vildi fara. Það tókst þó að lokum. ÓVELKOMINN GESTUR Eurovision 2010 Jaume Marquet Cot eða Jimmy Jump, olli nokkrum usla í keppn- inni þegar hann stökk á svið meðan Spánn var að flytja sitt atriði. Hann skók sig allan með hljómsveitinni en stökk af sviði áður en öryggisverðir náðu til hans. Þó að fæstir áhorfendur yrðu hans varir fengu Spánverjarnir að flytja atriði sitt á ný í lok keppninnar. P I P A R \ TB W A • S ÍA • 1 31 12 1 Nú eR djæf gæðaíSinn KominN í nýJar uMbúðIr. hvEr er þInn uPpáHalds Djæf? PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 31 12 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.