Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2013, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 16.05.2013, Qupperneq 60
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Þessi samvinna Útvarpsleikhússins, Listahátíðar og Borgarbókasafns- ins er ákaflega skemmtileg,“ segir Viðar Eggertsson útvarpsleikhús- stjóri. „Þetta er á vissan hátt fram- hald af tilraun sem við gerðum í fyrra. En Borgarbókasöfnin, sem er sex í mismunandi hverfum, komu inn í þetta með okkur núna og það var ákveðið að leyfa áhorfendum og njótendum Útvarpsleikhússins að komast í smiðju leikskáldanna sem eru að vinna verk sem flutt verða í Útvarpsleikhúsinu næsta vetur.“ Verkin sex eru sérpöntuð af Útvarpsleikhúsinu og leikskáldin eru af þremur kynslóðum, fjórar konur og tveir karlar. „Við höfum verið í átaki til að örva konur til að skrifa útvarpsleikrit og næsta vetur verða hlutföll kynjanna jöfn hjá okkur, fimm konur og fimm karlar með ný verk,“ segir Viðar. „Þar að auki verða það sex konur og fjórir karlar sem leikstýra þessum tíu verkum. Við höfum leitast við að fá verk sem endurspegla reynslu- heim kvenna, enda hef ég þá trú að við eigum alveg jafngóða höfunda meðal þeirra.“ Verkin sem sýnd verða á Listahá- tíð eru öll enn í vinnslu og verða sviðsettir leiklestrar á þeim. „Hver leikstjóri um sig hefur sjálfdæmi um það hvernig hann kemur verk- inu fyrir á bókasöfnunum og síðan hafa skáldin í samvinnu við leik- stjórana tækifæri til að endurskoða verkin eftir að hafa mátað þau við áhorfendur og fullvinna þau fyrir útvarpsupptöku með öllum þeim möguleikum sem hún býður upp á,“ segir Viðar. Flutt verður eitt verk á dag frá þriðjudegi til fimmtudags næstu tvær vikur á mismunandi bóka- söfnum og á laugardögunum verða síðan öll verkin sem flutt hafa verið þá vikuna flutt hvert á eftir öðru. Allar upplýsingar um staðsetning- ar og tíma eru á heimasíðu Lista- hátíðar. fridrikab@frettabladid.is Við höfum verið í átaki til að örva konur til að skrifa útvarpsleikrit ... Sex leikskáld af þremur kynslóðum Fjórar konur og tveir karlar munu á Listahátíð bjóða áhorfendum á bókasöfn borgarinnar til að kynnast verkum sem þau eru að vinna fyrir Útvarpsleikhúsið. Leitast er við að endurspegla reynsluheim kvenna. JÖFN KYN- JAHLUTFÖLL Viðar Eggertsson útvarpsleikhússtjóri leitast meðvitað við að flytja jafnmörg verk eftir konur og karla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ■ Lán til góðverka eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leik- stjórn Kristínar Eysteinsdóttur. ■ Rökrásin eftir Ingibjörgu Magnadóttur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. ■ Páfuglar heimskautanna eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal. ■ Gestabókin eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar. ■ Slysagildran eftir Steinunni Sigurðardóttur í leik- stjórn Hlínar Agnarsdóttur. ■ Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. NÝJU ÚTVARPSLEIKRITIN SEX Sýningar á leikritinu Gesta- boð Hallgerðar hefjast að nýju á laugar dag í Sögusetrinu á Hvols- velli. Hlín Agnarsdóttir skrifaði og leikstýrði en Elva Ósk Ólafsdóttir fer með hlutverk Hallgerðar. Verkið segir frá Hallgerði sem býr á Hlíðarenda og rekur þar menningartengda ferðaþjón- ustu. Hún og eiginmaður hennar, Gunnar hrossabóndi, hafa inn- réttað söguskála í gamalli hlöðu og þar taka þau á móti gestum. En í þetta sinn hefur gleymst að bóka gestina, engar veitingar að hafa og Gunnar staddur á hesta- mannamóti á Þingvöllum. Hall- gerður grípur þá til sinna ráða og sendir pólska vinnumanninn sinn Melkó í kaupfélagið á Hvolsvelli og á meðan gestirnir bíða eftir veitingunum segir Hallgerður þeim skrautlega sögu sína. Gestaboð Hallgerðar var frum- sýnt í Njálusetrinu í fyrra. Gagn- rýnandi Fréttablaðsins kallaði verkið eftirminnilega kvöldstund þar sem Elva Ósk ljáði „einni frægustu konu bókmennta- sögunnar líf af miklum styrk“. Fjórar aukasýningar verða á Gestaboði Hallgerðar í Sögu- setrinu núna í maí. Laugardaginn og sunnudaginn 18. og 19. og 25. og 26. maí kl. 17. Boðið verður upp á erindi um Njálu og súpu að sýningu lokinni, fyrir þá sem það kjósa. Gestaboð Hallgerðar aft ur á svið í Sögu- setrinu á Hvolsvelli Elva Ósk Ólafsdóttir hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Hallgerði í fyrra. Nú er hún aft ur á fj ölunum. Tónleikar í Lindakirkju annan í hvítasunnu 20. maí kl. 17 og kl. 20 Kór Lindakirkju ásamt hljómsveit Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson Sérstakur gestur tónleikanna er BUBBI MORTHENS MIÐAVERÐ 3.000 kr Miðar seldir í Lindakirkju eða á lindakirkja@lindakirkja.is DÝRÐIN ER ÞÍN ➜ Fjórar aukasýningar verða á Gestaboði Hall- gerðar í Sögusetrinu í maí. FRÆG PERSÓNA Gagnrýn- endur hrifust af túlkun Elfu Óskar á Hallgerði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.