Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 68

Fréttablaðið - 16.05.2013, Síða 68
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 ?  Ég er í sambandi með stelpu og bara mjög hamingjusam- ur og kynlífið okkar er yfirleitt frekar gott. Um daginn vorum við að kela og hún fer að totta mig. Mér finnst tott allt í lagi en ég næ ekki að fá fullnægingu og það pirrar okkur bæði. Hún tekur þetta ótrúlega nærri sér og finnst þetta leiðin legt og mér líka. Ég veit bara ekki hvað ég á að gera því þetta er alveg gott en ég bara kemst ekki alla leið, er til einhver ákveðin tækni sem virkar fyrir alla eða eigum við bara að sleppa þessu? ● ● ● SVAR Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér. Eins og ég hef oft sagt er klám ekki leiðarvísir að kynlífi og ætti alls ekki að nota það sem slíkt. Í klámi virðist markmiðið vera að gleypa liminn eins og sá sem veiti mökin sé slanga sem gæti skotið sér úr kjálkalið. Þá las ég um dag- inn pistil sem gekk manna á milli á vefnum um að typpið væri eins og maísstöngull og ekki ætti að óttast að nota tennurnar og narta í það. Nú veit ég um þó nokkra limi sem hefðu engan áhuga á narti og óttast það jafnvel. Það er engin ein tækni sem á við um alla limi því við erum öll einstaklingar með mismunandi smekk og lang- anir. Hins vegar er hægt að vita hvernig líffræði typpisins er og grunnverkferlar við örvun þess. Næmasti staður limsins er fremsti hluti hans, þar sem kóngur inn er. Í munnmökum er ekki markmiðið að gleypa og kyngja heldur einmitt að nýta tvær frjálsar hendur og sam- hæfa hreyfingar þeirra við munn, slef og tungu. Svo er það ein- staklingsbundið hvað hverjum þykir gott. Sumir vilja láta toga í punginn en aðrir vilja alls ekki láta snerta hann. Í munnmökum, sem og öðru í lífinu, er mikilvægt að tala saman um hvað þér þykir gott. Þú þarft að geta gefið leið- beiningar, og tekið við þeim, svo að þetta verði sem ánægjulegast fyrir ykkur bæði. Að því sögðu þykir ekkert öllum munnmök vera heillandi eða frábær og það má alveg. Fólk fílar mismunandi hluti og það er algjörlega leyfilegt en þú þarft að láta kærustu þína vita og útskýra að þetta sé ekki spurning um tæknilega útfærslu. Kynlíf má líka bara vera gott þótt það leiði ekki til fullnægingar og á það vel við um tott því margar dömur ótt- ast einmitt að fá upp í sig milljónir syndandi frumna svo þetta gæti verið lán í óláni fyrir ykkur bæði. Talið hreinskilnislega saman og þá komist þið að niðurstöðu um hvað hentar ykkur. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Tvær frjálsar hendur, slef og tunga www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 Servíettur, dúkar, kerti og kertastjakar Tilboð 1.190kr. 1.937 Borðdúkur – 40x2400 cm, verð 1.190 kr. Kerti – 12 cm, verð frá 369 kr. Kertavasi – egglaga, verð frá 890 kr. Servíettur – 40x40, 3ja laga, verð frá 199 kr. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 31 55 9 Fólk sem æfir seint á kvöldin sefur verr á nóttunni. Þetta kemur fram í dagblaðinu Huffington Post sem vísar í rannsóknir stofnun- arinnar Sleep to Live. Ástæðan fyrir þessu er að líkamshitinn hækkar meðan á æfingu stendur og þarf líkaminn að kæla sig niður á kvöldin fyrir nóttina til að ná sem bestri hvíld. „Það að stunda líkamsrækt gerir það að verkum að maður á erfiðara með að sofna vegna þess að líkaminn er of heit- ur,“ segir dr. Robert Oexman hjá stofnuninni og bætir við að best sé að æfa um fjórum tímum áður en lagst sé til hvílu. Henti það ekki er gott að enda sturtuna eftir æfingu á kaldri gusu til að kæla líkamann. Óhollt að æfa á kvöldin Samkvæmt rannsóknum skemmirðu nætursvefninn með því að æfa of seint. LÍKAMINN OF HEITUR Óhollt að æfa of seint á kvöldin. NORDICPHOTOS/GETTY Nú þegar farið er að birta til og voranganin liggur í loftinu fá sífellt fleiri löngun til að skella sér í góðan göngutúr til að njóta blíðunnar og birtunnar sem sífellt stendur lengur. Fréttablaðið tók saman fimm góða staði á höfuðborgar- svæðinu þar sem fólk getur skellt sér í göngutúr. Göngum sumarið inn Með hækkandi sól eykst löngun landans til útiveru og þægilegra gönguferða. HEIÐMÖRK Skógræktar- og friðlandið við Elliða- vatn er góður staður til að fara með fjölskylduna á sunnudegi. Þar er hægt að fara í gönguferðir, bæði auðveldar og erfiðari, og njóta náttúrunnar. Þar er einnig að finna níu svæði þar sem hægt er að leika sér í alls kyns leikjum og grilla á þar til gerðum steyptum útigrillum. ÚLFARSFELL Fyrir þá sem eru í stuði fyrir létta fjallgöngu er Úlfars- fellið kjörinn áfangastaður. Fjallið er á landamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og því stutt að fara. Gangan frá bílastæðinu við skógræktarsvæðið í Hamrahlíðarskógi er 4,6 kílómetrar og tekur um einn og hálfan tíma í þægilegri göngu. Hægt er að fylgja vegslóða upp á hæsta tindinn sem er 295 metra hár. KLEIFARVATN Það verður sífellt vinsælla meðal manna að ganga hringinn í kringum Kleifarvatn og þykir það víst hin ágætasta ganga. Vatnið er það stærsta á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er 9,1 ferkílómetri að stærð og 97 metrar að dýpt, sem gerir það að einu dýpsta vatni landsins. Gangan tekur rúma þrjá tíma í þægilegri göngu. ÆGISÍÐAN/GRÓTTA Ægisíðan hefur lengi verið þekkt sem einn rómantískasti staður landsins og þeir eru ófáir elskendurnir sem verja fallegum kvöldstundum á röltinu þar. Ef sjávarföllin leyfa er svo hægt að kíkja yfir á Gróttu og virða fyrir sér vitann sem þar hefur staðið frá árinu 1947. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur gefið út göngukort með gönguleiðum á Ægisíðunni og víðar um nesið sem er vel þess virði að kíkja á. ESJAN Auðvitað er aldrei hægt að taka saman svona lista án þess að minnast á klassíkina Esjuna, sem er eitt helsta einkenni höfuðborgarsvæðisins. Það eru nokkrar gönguleiðir upp á fjallið, sem er líklegast vinsælasta gönguleið landsins. Hæsti tindur þess er 914 metra yfir sjávarmáli og gangan þangað upp þægileg og fljótleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.