Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 80
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is
FH–ÍBV Í KVÖLD
PEPSI-DEILDIN HEFUR ALDREI VERIÐ STERKARI
Íslandsmeistarar FH taka á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í kvöld
í Kaplakrika. Bæði liðin hafa byrjað mótið af krafti og ætla að vera með
í toppbaráttunni í sumar. Fylgstu með í leiftrandi háskerpu!
FYLGSTU MEÐ Á STÖÐ 2 SPORT
Í kvöld kl. 19:45 FH–ÍBV
Í kvöld kl. 22:00 Pepsi-mörkin
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
14
8
8
1
FÓTBOLTI Að loknum fyrstu tveimur
umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir
nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í
fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða
síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963.
Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu
deild það árið.
Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík
komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu
sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar,
sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.
Sungu enn þrátt fyrir tap
„Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta
stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í
kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að
spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn
Hafsteinsson, fyrirliði Víkings.
„En við erum samt ekki farnir að örvænta
enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar
hafa spilað í efstu deild áður og við erum
rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með
stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn
voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik
þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt
um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að
það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í
fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls
ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í
upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á
fjölmörgum sviðum.“
Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs,
missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna
meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum
mönnum.
8-0 tap í síðasta leik gegn KR
„Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu
tveimur umferðunum og mætum KR-ingum
núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi
Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar
minningar frá leik liðsins gegn KR á
undirbúningstímabilinu.
„Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór
hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur
leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissu-
lega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig
betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en
þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsan-
lega gert eitthvað í deildinni.“
Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins
gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir
aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár
vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr
leiki en það verður að hafa það.“
Hann segir góða stemningu í herbúðum
félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er
ekkert stress í okkur. Við erum með mikið
breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu
deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur
en í síðustu leikjum.“
Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var
einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir
Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt
í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð
Íslandsmeistari næsta ár á eftir. - esá, óój
Versta byrjun nýliða í 50 ár
Nýliðar Þórs og Víkings frá Ólafsvík eru enn stigalausir að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild
karla en það er í fyrsta sinn síðan 1963 sem það gerist í efstu deild. Þriðja umferðin fer öll fram í kvöld.
Stig nýliða í efstu deild karla að loknum
tveimur umferðum efstu deildar karla í knatt-
spyrnu frá árinu 1963:
0 stig 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0)
0 stig 1963 (Keflavík 0)
1 stig 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1)
1 stig 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1)
1 stig 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0)
1 stig 1974 (Víkingur 1)
1 stig 1973 (ÍBA 1)
1 stig 1972 (Víkingur 1)
Fæst stiga nýliða í fyrstu
tveimur umferðunum
ÓHRÆDDIR Guðmundur Steinn og Ingi Freyr í leik með liðum sínum í upphafi tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI/VILHELM
➜
➜
FÓTBOLTI Valsmenn eru með
sex stig (fullt hús) í Pepsi-deild
karla og það þrátt fyrir að hafa
einir liða í deildinni ekki spilað
heimaleik í fyrstu tveimur
umferðunum.
Þetta er þriðja sumarið í röð
þar sem Valsmenn eru með
fullt hús á þessum tíma en í
hin tvö skiptin hefur liðið ekki
náð að fylgja þessum sigrum
eftir og tapað leikjum sínum
í 3. og 4. umferð. Nú er að sjá
hvort Valsmenn nái að brjótast
út úr þessari hefð þegar þeir fá
Framara í heimsókn á Vodafone-
völlinn klukkan 19.15 í kvöld.
Valsmenn töpuðu 0-1 á
heimavelli á móti Val í 3. umferð
2011 og 0-1 á útivelli á móti
Breiðablik í 3. umferð 2012.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1995
sem Valsmenn fá ekki heimaleik
í fyrstu tveimur umferðunum en
mikill munur er á árangri liðsins
nú miðað við fyrir átján árum.
Þá var Valur með ekkert stig
og markatöluna 2-10 eftir þessa
tvo leiki en nú eru stigin sex og
markatalan 5-2. - óój
Breytir Valur
hefðinni?
HAUKUR PÁLL SIGURÐSSON Búinn
að skora í tveimur fyrstu leikjum Vals í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI