Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 82

Fréttablaðið - 16.05.2013, Side 82
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62 Tíu stórir titlar á fimm tímabilum sem þjálfari Kiel FLOTTUR Á ÞVÍ Alfreð Gíslason sést hér með uppskeru síðasta tímabils, en Kiel er á góðri leið með að endurtaka leikinn á þessu tímabili. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS Hágæða pokalausar ryksugur, mjög öflugar handryksugur og hljóðlátar glæsilegar viftur. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Sem verkfræðingar verðum við að sjá handan við núverandi tækni og spyrja hvort til séu betri lausnir. Það er í raun drifkrafturinn hjá Dyson – ný hugsun sem leysir hversdagsleg vandamál. „Ég fann upp og þróaði Dyson Cyclone tæknina á þessum forsendum. Ég vissi að það hlyti að vera betri leið en gamla stíflaða tæknin. Einhverjum 5.127 frumgerðum síðar, hafði ég lausnina.“ JAMES DYSON uppfinningarmaður cyclone vacuum tækninnar HANDBOLTI Kiel vann í fyrra- kvöld sinn fjórða Þýskalands- meistaratitil undir stjórn Íslend- ingsins Alfreðs Gíslasonar og hefur nú alls unnið tíu mikil- væga titla síðan hann tók við lið- inu sumarið 2008. Sigurganga Kiel ætlar engan enda að taka og liðið á nú möguleika á að vinna þrennuna annað tímabilið í röð. Tveir titlanna eru þegar komn- ir í hús, Þýskalandsmeistara- titilinn á þriðjudagskvöldið og bikarmeistara titilinn í apríl. Fram undan er síðan úrslita- helgi Meistaradeildarinnar þar sem Kiel-liðið getur endað erfitt tímabil með sögulegri þrennu. Fimmfaldur meistaraþjálfari Alfreð hefur nú gert fimm lið að Þýskalandsmeisturum, því sjö árum áður en hann kom til Kiel vann SC Magdeburg titilinn undir hans stjórn, fyrst liða frá Austur-Þýskalandi eftir samein- ingu landsins. Alfreð fór þaðan til Gummers- bach en fékk síðan tækifærið sumarið 2008 til að taka við sigur sælu liði Kiel af Zvonimir Serdarusic sem var þá nýbúinn að gera Kiel að meisturum í ell- efta sinn. Misst heimsklassaleikmenn Kiel-liðið hefur ekkert gefið eftir síðan Alfreð settist í þjálfara- sætið og það þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gegnum mikl- ar breytingar á þessum tíma. Alfreð hefur meðal annars þurft að fylla skörð heimsklassa leik- manna eins og Frakkans Nikola Karabatic og Svíans Kims Anders son og í sumar hverfa á braut franski markvörðurinn Thierry Omeyer og franski leik- stjórnandinn Daniel Narcisse. Að þessu sinni var Alfreð með tvo landa sína í liðinu. Aron Pálmarsson var að vinna sinn þriðja Þýskalandsmeistara- titil með Kiel en Guðjón Valur Sigurðs son er á sínu fyrsta tíma- bili og varð nú loksins Þýska- landsmeistari eftir ellefu ára spilamennsku í þýsku deildinni. Kiel hefur leikið 167 deildar- leiki undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar á þessum fimm tímabilum og aðeins tapað tólf þeirra. Guðmundur sá eini Það eru aðeins ellefu þjálfarar sem geta stært sig af því að hafa unnið Alfreð Gíslason hjá Kiel og bara einn þeirra, Guðmundur Guðmundsson, hefur afrekað það tvisvar sinnum. Guðmundur stýrði Rhein- Neckar-Löwen til sigurs í báðum leikjunum á móti Kiel tímabilið 2010-11. Löwen vann þá fyrri leikinn á heimavelli í desember, 29-26, og seinni leikinn á útivelli í apríl, 33-31. Það var reyndar nóg af Íslendingum sem hjálpuðu Guð- mundi að landa þessum tveimur sigrum því Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson léku þá allir með Ljónunum. Alfreð hefur reyndar hefnt vel fyrir þetta því Kiel hefur unnið fjóra síðustu leiki sína á móti Rhein-Neckar-Löwen, þar af þrjá þá síðustu með samtals 25 marka mun. ooj@frettabladid.is Kóngurinn í Kiel Alfreð Gíslason vann á þriðjudagskvöldið sinn tíunda stóra titil sem þjálfari þýska stórliðsins Kiel. Aðeins fi mm tímabil eru síðan hann tók við og á þeim tíma hefur liðið náð í meira en 91 prósent stiga í boði í bestu deild í heimi. HIN MÖRGU ANDLIT ALFREÐS GÍSLASONAR 2008-2009 95,6% 32 1 1 ➜ Meistari & bikarmeistari 2009-2010 91,2% 30 2 2 ➜ Meistari & Evrópumeistari 2010-2011 80,9% 27 1 6 ➜ Meistari & bikarmeistari 2011-2012 100% 34 ➜ Meistari & bikarmeistari & Evrópumeistari 2012-2013 88,7% 27 1 3 ? ? ? ➜ Meistari & bikarmeistari ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Tap ■ Ólokið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.