Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 15

Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 15
FRÁBÆR TÍMI „Hugarfar allra var svo jákvætt og gott andrúmsloft á staðnum. Þetta var líklegast það besta sem við hjónin höfum gert heilsulega séð,“ segja hjónin Ingvar Berndsen og Ólína Hansdóttir. MYND/VALLI LÍÐUR BETUR Ingvar Berndsen hefur misst 22 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. MYND/VALLI Ingvar Berndsen hafði að eigin sögn lifað nokkuð heilsusamlegu líferni undanfarin ár. Þrátt fyrir það var hann búinn að velta því fyrir sér í tvö ár að heimsækja Heilsuhótel Íslands enda lesið áhugaverðar frásagnir um hótelið í fjölmiðlum. „Þessi umfjöllun vakti mig til umhugsunar og ég taldi dvölina á hótelinu geta nýst mér. Mér fannst þó að ef ég færi á Heilsuhótelið yrði konan mín að koma með en henni fannst hug- myndin ekki eins áhugaverð. Þá tók ég til ráða minna og ákvað að bjóða henni í óvissuferð. Hún fékk þó að vita daginn áður hvert ferðinni væri heitið en þá var ekki aftur snúið.“ Dvöl þeirra hjóna stóð yfir í tvær vikur og var tíminn mjög fljótur að líða. „Við kynntumst ótrúlega hressu og skemmtilegu fólki sem átti eftir að fylgja okkur næstu daga. Hugarfar allra var svo jákvætt og gott andrúmsloft á staðnum. Þetta var líklegast það besta sem við hjónin höfum gert heilsulega séð.“ Hjónin dvöldu á hótelinu í janúar og í lok tímans höfðu þau bæði misst sjö kíló. „Við ákváðum strax að tileinka okkur ýmislegt sem við höfðum lært á hótelinu, til dæmis varðandi mataræði og hreyfingu. Konan mín var þá komin í þá þyngd sem hún vill vera í en ég mátti missa aðeins meira. Mér leið vel og liðverkir voru alveg horfnir. Nú rúmlega fjórum mánuðum síðar hef ég misst 22 kíló.“ Hann segist vera virkilega ánægður með dvöl sína á Heilsuhótelinu. „Ég á örugglega eftir að fara þangað aftur. Og ég veit að alls konar fólk getur haft gott af því að fara þangað. Konan mín orðar þetta reyndar á mjög einfaldan hátt þegar hún talar um tímann okkar þarna. Hún segir hann einfaldlega hafa verið algjöra snilld.“ ÓVISSUFERÐ Á HEILSUHÓTELIÐ HEILSUHÓTELIÐ KYNNIR Ingvar Berndsen bauð eiginkonu sinni í óvissuferð á Heilsuhótel Íslands. Dvölin gerði þeim mjög gott og þau kynntust hressu fólki og skemmtu sér mjög vel. 7. - 21. júní 5. – 19. júlí www.heilsuhotel.is Sími: 512 8040 Heilsunámskeið sumarið 2013 SÖNGVASKÁLDIN OG SINFÓ Stórtónleikar verða á fimmtudagskvöldið, 30. maí, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands og flestir þekktustu söngvarar landsins sameinast í Hörpu. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Félag tónskálda og textahöfunda, FTT, sem heldur upp á 30 ára afmæli á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.