Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 18

Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 18
KYNNING − AUGLÝSINGMálað í sumar MÁNUDAGUR 27. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigrún Kristinsdóttir, sigrunk@365.is, s. 512-5455 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Flügger er með keðju eigin verslana á Íslandi og eru þær sex talsins. Tvær eru í Reykjavík, ein í Hafnarfirði, ein í Keflavík, ein á Selfossi og ein á Akureyri. Auk þess er Flügger í samstarfi við fjölmargar verslan- ir á þessu sviði. „Verslanir Flügger eru fagverslanir með málningu og málningarvörur og leggjum við ríka áherslu á það. Hjá okkur starfa málarar, málarameistarar og fólk með sérþekkingu á þess- um vörum. Við viljum fyrst og fremst tryggja fagmennsku enda eru viðskiptavinir okkar aðallega úr faggeiranum. Almenningur er þó líka í viðskiptum við okkur og stendur sama þjónustan til boða fyrir alla,“ segir framkvæmda- stjórinn Vigfús Gunnar Gíslason. Flügger er málningarkeðja sem starfar á öllum norðurlöndum og víðar og rekur yfir fimm hundr- uð verslanir. „Bakland okkar er því gríðarlega sterkt og ytra koma tugir tæknimanna og efnaverk- fræðinga að framleiðslunni sem gerir það að verkum að við getum boðið upp á mikla vörubreidd,“ segir Vigfús. Hann segir því ekki skipta máli hvort ætlunin sé að mála járn, tré, stein, malbik eða gras. „Við eigum allt sem til þarf og þjónustum alla hópa. Sumir vilja til að mynda kaupa ódýrt en aðrir aðeins bestu gæði og erum við með alla flóruna Flügger bygg- ir að hluta á gömlu málningar- verksmiðjunni Hörpu Sjöfn sem margir muna eflaust eftir. „Við erum enn að selja og framleiða málningu sem er þróuð og byggð á íslensku hugviti fyrir íslenskar aðstæður eins og málningin frá Hörpu Sjöfn og heldur hún ljóm- andi vel velli.“ Í fyrra var verslunin að Stór- höfða 44 endurbyggð og opn- aði fimm hundruð fermetra sér- verslun með málningu síðastlið- ið sumar. „Þar er meðal annars svokallað „drive in“ þar sem við- skiptavinirnir geta fengið vöruna beint í bílinn. Þar er sömuleið- is ýmiss konar aðstaða fyrir við- skiptavini og má þar nefna þvotta- aðstöðu fyrir verkfæri, máln- ingarsprautur, pensla og rúllur. Fólk getur því sett óhrein máln- ingarverkfæri í poka og þvegið hjá okkur. Þá erum við með iðn- aðarþvottavél til að þvo máln- ingargalla kjósi viðskiptavinir það. Eins bjóðum við til leigu litl- ar geymslur sem henta til dæmis þeim sem þurfa að geyma verkfæri um tiltekin tíma, upplýsir Vigfús. Að Stórhöfða er einnig mötuneyti fyrir viðskiptavini. „Það er opið öllum en mælist sérstaklega vel fyrir hjá málurum sem fá sér bita um leið og þeir sækja vörur.“ Samhliða opnun nýju versl- unarinnar var afgreiðslutíman- um breytt og nú er opið sjö daga vikunnar frá sjö til sjö. „Við köll- um þetta seven, seven, seven og var ekki vanþörf á þessari breyt- ingu enda mikið um að fólk komi bæði fyrir og eftir vinnu.“ Vigfús segir sumarið sannarlega tímann þegar kemur að málningu. Salan hjá okkur þrefaldast á þessum árs- tíma enda flestir sem mála í maí, júní, júlí og ágúst. Sumarið er tíminn til að mála Flügger rekur keðju málningarverslana hér á landi. Þar er mikil vörubreidd og rík áhersla lögð á faglega þjónustu. Verslun Flügger á Stórhöfða 44 er opin frá sjö til sjö, sjö daga vikunnar. Þannig er komið til móts við þarfir viðskiptavina og hefur það mælst mjög vel fyrir. Vigfús Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger á Íslandi, segir mikið um að fólk komi bæði fyrir og eftir vinnu til að kaupa málningu og annað því tengt. MYND/VALLI Flügger opnaði nýja og endurbætta verslun að Stórhöfða 44. Verslunin er opin frá sjö til sjö, sjö daga vikunnar. 85 Húseigendur Að versla við okkar félagsmenn tryggir þér hámarksgæði Málarameistarafélagið www.malarar.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.