Fréttablaðið - 27.05.2013, Side 56

Fréttablaðið - 27.05.2013, Side 56
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Ferðaskrifstofa 1 „Gæti samið þetta á klukkutíma” 2 Lýst eft ir Aroni Geir 3 Tugir kysstust á lestarstöð 4 Tim Duncan að skilja við eiginkonuna 5 Íslendingar drepa langreyðar í útrýmingarhættu og nota í hunda- fóður 6 Fleiri Vals-martraðir hjá Kefl víking- um? Fékk vegstiku í gjöf frá flokksbræðrum Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk fyrstu gestina frá heimaslóðunum til sín í ráðuneytið á föstudag. Gestirnir voru bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, og formaður bæjar- ráðs, Böðvar Jónsson. Þeir færðu ráðherranum heldur óvenjulega gjöf, gula vegstiku ásamt blómum. Stikunni fylgdi einnig limra í mörgum erindum, sem samin var um Ragnheiði. Það er nefnilega þannig að í upphafi ársins lenti Ragnheiður í því óhappi að keyra út af í Suður- sveit. Þá ók hún niður stikuna, sem þeir félagarnir hafa nú fært henni á nýjan leik og segja hana hafa verið vegvísi góðan í kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins. - þeb Árlegt búningapartí Útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hélt sitt árlega búningapartí um helgina og er óhætt að fullyrða að gestirnir hafi lagt mikinn metnað i búningaval fyrir kvöldið. Gestgjafinn sjálfur og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann voru klæddir sem Fróði og Sámur úr Hringadróttinssögu. Sverrir Þór Sverrisson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, en hann mætti ásamt konu sinni í gervi Bósa ljósár og Vidda úr teiknimynd- unum Toy Story. Það var hins vegar markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem vann búninga- keppnina í ár er hann klæddi sig upp sem Tom Cruise úr myndinni Rock of Ages. -áp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.