Fréttablaðið - 11.06.2013, Síða 2
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
TÆKNI Ókeypis app fyrir íslensk
mannanöfn er komið í App Store
en appið vermdi efsta sætið í versl-
uninni þegar það kom út í lok síð-
asta mánaðar.
Höfundar appsins eru Edda Lára
Kaaber framhaldsskólakennari og
Björn Þór Jónsson forritari, en þau
Björn og Edda eru par og eignuð-
ust nýlega barn saman. „Okkur
fannst allar þessar mannanafna-
bækur svo stirðar og langaði að
búa til eitthvað skemmtilegt úr
þessu ferli sem verður til hjá ný-
bökuðum foreldrum þegar finna á
nafn á barnið,“ segir Edda og bætir
við að Björn Þór hafi unnið smá-
forritið sem lokaverkefni í tölvun-
arfræði við Háskóla Íslands.
Í appinu má finna öll íslensk
mannanöfn sem samþykkt hafa
verið af mannanafnanefnd og
þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900
stúlkna- og 1.700 drengjanöfn.
Nöfnunum er raðað eftir staf-
rófsröð, vinsældum og flokkum.
Í nafnaflokkunum er meðal ann-
ars hægt að finna biblíunöfn, land-
námsnöfn, nöfn úr Disney-kvik-
myndum og frumleg nöfn sem
eru nöfn sem enginn heitir. Einn-
ig er hægt að finna merkingu og
uppruna nafna ásamt fjölda þeirra
sem heita nafninu nú þegar.
Yfir 2.000 manns hafa sótt sér
appið og er það ókeypis eins og er.
Parið er ekki búið að ákveða hvort
það fari eitthvað lengra með verk-
efnið. „Við höfum fengið mjög já-
kvæð viðbrögð og það gæti vel
verið að það verði boðið upp á ein-
hverja aukaeiginleika síðar sem
yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“
segir Edda, sem er þó ekki von-
góð um að þau eigi eftir að græða
mikið á verkefninu.
Björn og Edda eru að flytja til
Danmerkur þar sem þau stefna
bæði á að fara í meistaranám í
leikjafræði. Þau hyggjast vinna
saman við að nýta tækni og tölvu-
leiki til að skapa þekkingu í fram-
tíðinni. „Við fáum að vita hvort
við komumst inn í námið 15. júní,“
segir Edda sem telur að leikja-
fræði séu fræði framtíðarinnar.
„Okkur langar svo að búa til eitt-
hvað skemmtilegt fyrir nemendur,
blanda saman leikjum og kennslu
til þess að ná fram meiri áhuga hjá
nemendum. Nú eru spjaldtölvur
komnar inn í skólastofur en hvað á
að gera við þetta?“ spyr Edda sem
vinnur nú að því að svara þeirri
spurningu. lovisa@frettabladid.is
App með íslenskum
nöfnum slær í gegn
Nýtt app fyrir íslensk mannanöfn kom í App Store í lok maí. Höfundar appsins
segja að hugmyndin með appinu sé að aðstoða nýbakaða foreldra við að finna
nöfn á afkomendur sína. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið.
BJÖRN ÞÓR JÓNSSON OG EDDA LÁRA KAABER Með sonunum Kára og Arnóri..
Appið innheldur 3.000 nöfn í stafrófsröð og er með lista yfir vinsælustu
nöfn á Íslandi.
Hægt er að sjá hversu margir heita nafninu og fá að vita uppruna þess
og merkingu.
Í appinu getur maður fundið flokka nafna. Þeir flokkar sem nú þegar er
boðið upp á eru Biblía, Landnám, Tré, Frumlegast, Einstök, Disney, Ísfólkið,
Blóm og jurtir, Dýr og fuglar.
Appið í hnotskurn
SUÐUR-AFRÍKA, AP Nelson Mandela, fyrrverandi forseti
Suður-Afríku, dvelur illa haldinn á sjúkrahúsi í Pret-
oríu, höfuðborg landsins. Samkvæmt stjórnvöldum
þar í landi er ástand hans stöðugt.
Mandela, sem er 94 ára, var færður á sjúkrahús
snemma á laugardag vegna síendurtekinnar sýkingar
í lungum. Seinna þann sama dag kom fram í yfirlýs-
ingu frá stjórnvöldum að ástandið væri alvarlegt.
Eftir það heyrðist ekkert varðandi líðan Mandela
fyrr en nú í morgun. „Ástand hans er óbreytt,“ segir í
stuttri yfirlýsingu Jakobs Zuma forseta. Zuma ítrekar
beiðni sína til landsmanna um að biðja fyrir Mandela
og fjölskyldu hans.
Ættingjar Mandela heimsóttu hann á sjúkrahúsið á
sunnudag. Dóttir hans, Zlenani Dlamini, sendiherra
Suður-Afríku í Argentínu, flaug til föðurlands síns til
þess að vera með föður sínum. Mandela hefur verið
lagður inn á sjúkrahús nokkrum sinnum á undanförn-
um mánuðum.
Á sama tíma og þjóðin liggur á bæn spyrja fjöl-
miðlar í landinu sig hvort ekki sé kominn tími á að
leyfa Mandela að fara. Náinn vinur hans, Andrew
Mlangeni, sagði í viðtali við fjölmiðla að nú gæti
þjóðin þurft að kveðja sinn dáða fyrrverandi þjóðar-
leiðtoga. „Þú hefur verið lagður inn á sjúkrahús of oft.
Það er augljóst að þú ert ekki heill og það er mögulegt
að þú verðir aldrei heill á ný,“ sagði Mlangeni. „Þegar
fjölskyldan leyfir honum að fara, mun þjóðin fylgja.
Við komum til með að segja þakka þér Guð, þú hefur
gefið okkur þennan mann og við sleppum nú af honum
takinu.“ - ne
Nelson Mandela, sem orðinn er 94 ára, berst fyrir lífi sínu á spítala í Pretoríu:
Biðja fyrir heilsu Mandela
NELSON
MANDELA
Fyrrver-
andi forseti
Suður-Afríku
og Nóbels-
verðlaunahafi
berst fyrir lífi
sínu á sjúkra-
húsi í Pretoríu.
NORDICPHOTOS/AFP
FÓLK Róðrarkapparnir Einar Örn Sigurdórsson,
Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og
Svanur Wilcox lögðu af stað á sérútbúnum róðr-
arbáti yfir Atlantshafið frá Noregi til Íslands í
gærmorgun. Þetta hefur aldrei verið gert áður
og ef þeim tekst ætlunarverkið verður afrek
þeirra skráð í heimsmetabók Guinness.
„Þeir voru frekar þreyttir klukkan sex
þegar þeir lögðu af stað en mjög sprækir að
öðru leyti og bara tilbúnir í slaginn. Þeir höfðu
náttúrulega þurft að bíða í tæpar þrjár vikur
eftir hagstæðum veðurskilyrðum, það hefur
verið norðvestanátt síðan þeir lögðu af stað frá
Kristianstad 17. maí þannig að þeir hafa bara
getað tekið svona dagleiðir meðfram strönd-
inni,“ segir Ingrid Kuhlman, fjölmiðlafulltrúi
leiðangursins.
Á næstu vikum ætla þeir sér að róa um 2.000
kílómetra leið yfir Atlantshafið, með viðkomu
í Orkneyjum og Færeyjum. Ásamt því að setja
heimsmet vilja fjórmenningarnir vekja athygli
á tengslum Íslands við Noreg, Orkneyjar og
Færeyjar.
„Sem betur fer þá rættist spáin og það lítur
vel út næstu daga þannig að þeir gera ráð fyrir
því að vera komnir til Orkneyja vonandi í lok
vikunnar.“ - þeb
Fjórir Íslendingar róa yfir Atlantshafið frá Noregi til Íslands á næstu vikum:
Ætla að komast í heimsmetabók Guinness
FERÐIN UNDIRBÚIN Fjórmenningarnir stefna á að
verða komnir til Orkneyjar í lok vikunnar.
Gísli, á ekki að hjóla í Breiðholt?
„Jú, enda er Breiðholtið í góðum gír,
nú sem endranær.“
Gísli Marteinn Baldursson segir Breiðholtið
munu breytast mikið á næstu árum og spáir
því að ungir „trendsetterar“ flytji í Breiðholt
vegna hás fasteignaverðs vestar í borginni.
NOREGUR Meirihluti norskra
þingmanna vill takmarka betl á
opinberum stöðum en ekki banna
betl, að því er segir á vef Aften-
posten.
Hægri flokkurinn og Framfara-
flokkurinn vilja að sektum verði
beitt við betli eða allt að tveggja
mánaða fangelsi.
Þótt stjórnarflokkarnir vilji
ekki banna betl viðurkenna þeir
að aðgerða sé þörf. Tilkynninga-
skylda er meðal þess sem lagt
hefur verið til. Vísað er til þess
að af þeim löndum sem Nor-
egur ber sig saman við séu það
bara Danmörk og Bretland sem
hafa sett bann við betli. Hin beiti
ýmsum takmörkunum. - ibs
Meirihluti norska þingsins:
Vill takmarka
betl úti á götu
LÖGREGLUMÁL Tveir karlar, 19 og
20 ára, voru í gær úrskurðaðir
í áframhaldandi gæsluvarðhald
til 8. júlí að kröfu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir, sem hafa báðir
kært úrskurðinn til Hæstaréttar,
voru handteknir í síðustu viku
í tengslum við rán og frelsis-
sviptingu í Grafarvogi í byrjun
mánaðarins. Tveir aðrir karlar,
18 og 23 ára, sátu um tíma einnig
í gæsluvarðhaldi í þágu rann-
sóknarinnar, en þeim var sleppt
úr haldi lögreglu í síðustu viku.
Allnokkrir til viðbótar hafa verið
kallaðir í skýrslutöku hjá lög-
reglunni í þágu rannsóknarinnar,
sem miðar vel. - hó
Rán í Grafarvogi:
Tveir áfram í
gæsluvarðhaldi
KÍNA Kínverjar senda geimfarið Shenzhou tíu út í geiminn í dag. Þrír
geimfarar, Nie Haisheng, Zhang Xiaoguang og Wang Yaping, verða í
áhöfn geimfarsins. Wang er kona og verður önnur kínverska konan til
að fara út í geim.
Geimfararnir munu fara um borð í geimstöðina Tiangong og gera
ýmsar tilraunir þar næstu fimmtán daga, sem gerir ferðina lengstu
geimferð Kínverja hingað til. Tíu ár eru um þessar mundir síðan Kín-
verjar sendu menn út í geiminn í fyrsta skipti. - þeb
Ein kona verður í þriggja manna áhöfn geimfars:
Kínverjar senda geimfar út í dag
Í KÍNA Geimfarið Shenzhou tíu mun halda til geimstöðvarinnar Tiangong.
NORDICPHOTOS/AFP
SPURNING DAGSINS
kynntu þér
málið!w w w . s i d m e n n t . i s
Þann 3. maí fékk Siðmennt formlega skráningu
sem veraldlegt lífsskoðunarfélag
Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is
– sk ráð l í f s skoðunar fé lag
Siðmennt