Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 6
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
ORKUMÁL Árni Finnsson, for-
maður Náttúruverndarsamtaka
Íslands, telur ljóst að Hellis-
heiðarvirkjun var byggð upp allt
of hratt og gegn ráðleggingum
þeirra vísindamanna sem vinna
fyrir Orkuveitu Reykjavíkur um
að farið yrði hægar í sakirnar.
„Aðrir vísindamenn hafa
einnig varað við því að jarð-
varmavirkjunum megi líkja við
námagröft því þær endast ekki
nema í örfáa áratugi. Ég bendi
á yfirlýsingar um að auðlindin
muni endast næstu hálfa öld að
minnsta kosti. Málið er að um
þetta er erfitt að fullyrða nokk-
uð og stjórnmálamenn sem sátu
í stjórn Orkuveitunnar sýndu
mikið fyrir hyggjuleysi, jafnvel
ábyrgðarleysi, þegar þeir lögðu
að veði fyrirtæki í almannaþjón-
ustu til að selja Norðuráli ódýra
raforku; OR er almannaþjón-
ustufyrirtæki sem á að tryggja
höfuðborgar búum vatn og raf-
magn,“ segir Árni.
Í ljósi þessa telur Árni að
stöðva verði öll áform um frek-
ari uppbyggingu allra jarðvarma-
orkuvera. „Meginniðurstaðan
hlýtur að verða sú að jarðvarma-
orka hentar ekki fyrir álfram-
leiðslu sem þarf tryggða orku um
áratuga skeið. Endurskoða ber þá
þætti Rammaáætlunar sem snúa
að jarðvarmavirkjunum.“
- shá
Megin-
niðurstaðan
hlýtur að
verða sú að
jarðvarma-
orka hentar
ekki fyrir
álframleiðslu sem þarf
tryggða orku um áratuga
skeið
Árni Finnsson
formaður Náttúruverndarsamtaka
Íslands
Göngutjald T empest 200
2,9 kg - 5000mm vatnsheldni
Venom 300
dúnpoki, 900gr
Vat hns eldar Cargo töskur
frá Vango 45 -120L
verð frá
20% afsláttur af
Mammut fatnaði
Margar gerðir
af prímusum
Verð frá
Vango og Mammut
göngudýnur
Verð frá
Vango bakpoki-
Transalp 30L
Göngustafir frá
Allir gönguskór
með 20% afslætti
ORKUMÁL Hugsanlegt
tekjutap Orkuveitu Reykja-
víkur vegna sex mega-
vatta minni afkastagetu
Hellisheiðarvirkjunar er
tæplega fjórtán milljónir
króna á mánuði ef ekki
er gripið til aðgerða. Það
eru tæplega 163 milljónir
á ársgrundvelli en sú upp-
hæð tvöfaldast á hverju ári
án aðgerða.
Þetta kemur til vegna nauðsyn-
legra kaupa Orkuveitunnar á orku
frá Landsvirkjun til að vega upp
framleiðslutapið.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær þá telja vísindamenn
Orkuveitunnar að afköst Hellis-
heiðarvirkjunar muni falla um
sem jafngildir sex megavöttum á
ári að meðaltali. Því til viðbótar
gæti frekari samdráttur komið til
vegna vandkvæða við niðurdæl-
ingu á vatni.
Samkvæmt útreikningum
Fréttablaðsins eru verðmæti sex
megavatta á ári, miðað við raf-
orkuverð Landsvirkjunar, tæplega
14 milljónir á mánuði. Því þarf
Orkuveitan að kaupa af Lands-
virkjun viðbótarrafmagn
fyrir 163 milljónir í eitt
ár. Sú upphæð tvöfaldast
á hverju ári, án aðgerða.
Hugmynd Orkuveitunn-
ar er hins vegar að leggja
gufulögn frá Hverahlíð til
að halda uppi afköstum, en
sú framkvæmd er ýmsu
háð. Hún gæti þó verið
komin í gagnið haustið
2014 ef stjórn ákveður að fara þá
leið, og tafir verða ekki vegna nýs
umhverfismats svo dæmi sé tekið.
Haraldur Flosi Tryggvason,
stjórnarformaður Orkuveitunnar,
segir rekstur og orkuöflun fyrir
jarðgufuvirkjanir vera flókið lang-
tímaverkefni. Nú liggi fyrir nei-
kvæðar vísbendingar um vinnslu-
getu þess svæðis sem ætlað var að
stæði undir Hellisheiðarvirkjun.
Það kalli á að leitað verði lausna
sem miða að frekari orkuöflun. Til
bráðabirgða virðist það góð lausn
að leggja gufulögn frá Hvera-
hlíð að Hellisheiðarvirkjun og fá
þannig samtímis vinnslusögu til að
meta hvort mögulegt er að virkja
þar frekar.
„Rekstur jarðgufuvirkjunar er
ofurseldur áhættu af þessum toga,
auðlindin er jú neðanjarðar og háð
duttlungum náttúrunnar. Það á
eftir að koma í ljós hvort sú staða
sem uppi er núna hafi varanleg
áhrif á tekjumyndun virkjunar-
innar. Alla kosti verður að skoða af
yfirvegun í þessu sambandi, þetta
er úrvinnslumál.“
Um kaup á raforku frá Lands-
virkjun segir Haraldur Flosi að
hagstæðir samningar séu í gildi á
milli fyrirtækjanna. Þeir samning-
ar eru í gildi næstu árin. Spurður
um skuldbindingar Orkuveitunn-
ar vegna Hellisheiðarvirkjunar
segir Haraldur Flosi að „enn sem
komið er sé ekkert uppi á borð-
inu sem kippi stoðunum undan
rekstri þessara virkjana“ og nefn-
ir í því samhengi orkuríkt svæði
við Gráuhnúka sem nú er nýtt til
niðurdælingar á vatni úr virkjun-
inni. „En gagnvart Norðuráli vil
ég segja að við ætlum okkur að
standa við gerða samninga. Gagn-
vart almenningi vil ég ítreka að
unnið verður að umhverfislegum
og fjárhagslegum hagsmunum
eins og mögulega er hægt.“
svavar@frettabladid.is
Hagur almennings
mun verða varinn
Vegna minni afkastagetu þarf Orkuveita Reykjavíkur að kaupa orku frá Lands-
virkjun. Fyrsta árið kostar það 163 milljónir. Stjórnarformaður segir að staðið
verði við gerða samninga við Norðurál og hagsmunir almennings varðir.
HARALDUR FLOSI
TRYGGVASON
HELLISHEIÐAR-
VIRKJUN Enn á eftir
að koma í ljós hvort
frekar þurfi að draga
úr framleiðslu vegna
vanda við niðurdæl-
ingu jarðhitavatns.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Telur að endurmeta þurfi rammaáætlun:
Stjórn OR sýndi
mikið fyrirhyggjuleysi Landvernd lýsir þungum áhyggj-um af stöðu jarðhitasvæðisins í
Henglinum eftir fréttir af því að
núverandi vinnslusvæði Hellis-
heiðarvirkjunar standi ekki
undir væntingum. Landvernd
hefur ítrekað varað við ágengri
nýtingu jarðvarmaauðlind-
arinnar.
Landvernd telur að hætta eigi
rafmagnsframleiðslu á jarð-
hitasvæðum til álvera og ann-
arrar orkufrekrar stóriðju þar
sem orkuþörf slíkra iðjuvera er
gríðar mikil, eins og segir í harð-
orðri fréttatilkynningu vegna
stöðunnar á Hellisheiði.
Þá telur Landvernd mikilvægt
að í vinnu við 3. áfanga ramma-
áætlunar um vernd og orkunýt-
ingu landsvæða verði sérstak-
lega litið til sjálfbærrar nýtingar
jarðvarmans og áhrifa mengun-
ar, m.a. brennisteinsmengunar,
á heilsu fólks og vandamála við
förgun affallsvatns frá virkj-
unum. Allar háhitavirkjanir á
Íslandi eru ótímabærar meðan
fullnægjandi lausnir á þessum
þáttum eru ekki fyrir hendi eða
þykja of dýrar, segir Landvernd.
- shá
Landvernd harðorð:
Hætta verður
framleiðslunni
„Það er auðvitað ljóst að í nýtingarflokki
nýrrar rammaáætlunar eru margar
jarðvarmavirkjanir, og þetta gefur auð-
vitað tilefni til þess að skoða það hvort
að þar séu einhver ný gögn eða nýjar
upplýsingar að koma fram um sjálf-
bærni þessarar nýtingar.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna. Visir.is
„Það eina sem við verðum að gera er að
endurskoða virkjanaáformin öll eins og
þau leggja sig.“
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og
stjórnarmaður OR. Stöð 2
„Besta ákjósanlega nýtingin á orkuauð-
lindum landsins er að blanda saman
jarðvarmavirkjunum og vatnsaflsvirkj-
unum. Þess vegna tel ég meðal annars
rétt að endurskoða rammaáætlun með
því markmiði að athuga hvort ekki megi
færa ákjósanlega vatnsaflsvirkjunarkosti
í nýtingarflokk til að draga úr þrýstingi á
jarðvarmavirkjanirnar.“
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-
ráðherra. Stöð 2
VANDI STEÐJAR AÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
RAGNHEIÐUR E.
ÁRNADÓTTIR