Fréttablaðið - 11.06.2013, Page 27

Fréttablaðið - 11.06.2013, Page 27
BÍLARÞriðjudagur 26. mars 2013 FRÉTTABLAÐIÐ Volkswagen High up! fær frítt í stæði Innréttingin er merkilega lagleg í svo ódýrum bíl. ● Góðir aksturseiginleikar ● Lág eyðsla ● Gott verð Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera- og Cayenne-bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfi rbygging Cayenne-jeppans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bra- tislava í Tékklandi og þaðan kemst hún ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche fer á fullt að nýju. Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Röskun í atvinnulífi nu er víða staðreynd í Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY Fríður frá öllum hliðum, líka að aftan. Upplýsingaskjárinn ofan á mælaborðinu setur punktinn yfi r i-ið lega gott fótapláss og höfuðrými er aftur í, enda bíllinn upphár. Inn- réttingin er einföld en skilvirk. Efnisnotkun er í ódýrari kantinum en notagildi og hönnun hífir hana upp. Ytri litur bílsins er á nokkr- um berum flötum innréttingar- innar. Reynsluakstursbíllinn var dökkblár og spilaði það vel með svörtum lit hennar. Mælaborðið er einstaklega einfalt, með stórum hraðamæli fyrir miðju og bensín- mælinum litlum hægra megin og snúningshraðamæli vinstra megin. Eitt var það þó í mælaborðinu sem mikla kátínu vakti og minnti miklu fremur á dýrari bíl, en það var skjár sem festur er ofan á mæla- borðið. Hann gagnast sem leið- sögutæki og upplýsinga- og aðger- ðaskjár. Er hann aukahlutur í up! en ferlega góð kaup. Til marks um að up! sé samt einfaldur bíll og ódýr er ekki rúðuupphalari í aftur- hurðum heldur smella sem leyfir opnun upp á nokkra sentimetra. Að framan eru samt rafdrifnar rúður. Hentugur borgarbíll High up! er talsvert fríðari en venjulegur up!. Mestu máli skipta þar flottar 15 tommu felgur, lit- aðar afturrúður og þokuljós, svo eitthvað sé nefnt. Að innan fær hann líka leðurklætt stýri, MP3- spilara í hljóðkerfið, hita í fram- sætum og fína miðstöð. Meira er lagt í innréttinguna og notk- un króms aukin. Sæti í ofuródýr- um bílum eru oft helsti ókostur þeirra en það á ekki við í þessum bíl og reyndust þau hin bestu þótt dvalið væri lengi í bílnum. Skott- rými er að sjálfsögðu ekki stórt en dugar þó í ferð í matvörubúð- ina. Margir hafa sagt að Volkswa- gen up! sé besti borgarbíllinn sem fá má þessa dagana og svei mér þá hvort ekki sé rétt að taka undir það. Tilfinningin við akstur þessa bíls er þannig að maður gleymir fljótt að ekið sé einum af minnstu bílunum sem bjóðast og eigin- leikarnir minna miklu fremur á stærri og dýrari bíla. Skoda Octavia 1,9l dísil Árgerð 2004- Heildarverð, varahlutir og vinna: 66.048 kr. Renault Kangoo 1,6l 16V Árgerð 2006- Heildarverð, varahlutir og vinna: 89.737 kr. Chevrolet Lacetti 1,8l Árgerð 2006- Heildarverð, varahlutir og vinna: 57.632 kr. Volkswagen Golf 1,6l Árgerð 2004- Heildarverð, varahlutir og vinna: 76.965 kr. Subaru EJ20 2,0l Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutir og vinna: 81.999 kr. Er tímareimin komin á tíma? Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Verðdæmi um tímareimaskipti Vélaland: Vagnhöfða 21, sími 515 7170 I Dalshrauni 5, sími 515 7181 I Jafnaseli 6, sími 515 7193 I velaland@velaland.is Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Gerðu verðsamanburð - Pantaðu tíma Vara þessa tilboðs er eftirmarkaðsvara (non-OEM/ekki original) Jafnaseli 6, við hliðina á Krónunni og Sorpu. Við erum í Dalshrauni 5, við hliðina á Actavis. Við erum í Vagnhöfða 21, rétt hjá Húsgagnahöllinni. Við erum á Við erum á 3 stöðum! Við erum á Bíldshöf 8 við hliðina á Citroen og Mazda

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.