Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 29
 | FÓLK | 3HEILSA Mexíkóski veitingastaðurinn Culiacan kynnir nú þrjá nýja og spennandi rétti á matseðli sínum. Réttirnir eru lágkolvetna-réttir en slíkt fæði nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og víða um heim. Í lágkolvetnaréttum er lögð áhersla á að minnka kolvetni og aðaláherslan er á fitu og prótein, að sögn Sólveigar Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Culiacan. „Um er að ræða þrjá virkilega spennandi og góða rétti sem við höfum þróað í samvinnu við hönnuðinn Maríu Kristu, sem meðal annars heldur úti vinsælu lífsstílsbloggi. Við erum virkilega spennt að sjá hvernig viðskiptavinir okkar taka þessum skemmti- legu nýjungum,“ segir Sólveig. Réttirnir þrír eru lágkolvetna. „Hot plate“ er sterkur og ljúffengur réttur sem byggir á grilluðu eggaldini og kjúklingi eða nautakjöti. Nýtt og ferskt salat er einnig á listanum og svo dýrindis eftirréttur en Culiacan hefur aldrei áður boðið upp á eftirrétt. María Krista, sem þróaði nýju réttina í samvinnu við Culiacan, er mikill ástríðukokkur og segist nýlega hafa fengið áhuga á lágkol- vetnisfæði. „Ég var orðin eitthvað þreytt á þessu týpíska heilsufæði til að reyna að halda mér á réttu róli. Svo kom í ljós hveitióþol innan fjölskyldunnar sem ýtti enn frekar undir áhuga minn. Lágkolvetnis- fæðið var því tilraun til að breyta til og hefur hún virkað mjög vel. Öll fjölskyldan hefur tekið vel á móti nýjungunum úr eldhúsinu.“ Lágkolvetnamatreiðsla hefur notið mikilla vinsælda að undan- förnu. Hún snýst í stuttu máli um að minnka kolvetni í fæðu og auka fitu þannig að mesta orkan komi úr próteinum og fitu. „Það gerir að verkum að blóðsykur hækkar ekki eins mikið og með kolvetnum því prótein og fita hafa engin áhrif á blóðsykurinn. Því kemur ekki þrálát sætuþörf sem margir kannast við og með innihaldi réttanna viljum við meina að líkaminn brenni frekar fitu- forða þegar hann er ekki upptekinn við að brenna kolvetnum,“ segir María Krista. FJÖLBREYTTIR RÉTTIR Eggaldin er fremur óalgengt á borðum landsmanna en María Krista segist lengi hafa verið spennt fyrir því hráefni. „Grillað eggaldin hentar vel með sterkum og bragðgóðum mexíkóskum mat. Viðskiptavinir geta ýmist fengið sér réttinn með kjúklingi eða nautahakki. Við höfum einnig bætt chorizo- pylsu í réttinn sem gerir hann ljúffengari og saðsamari. Margir karlmenn vilja eitthvað meira en kjúkling og salat og þá hent- ar þessi réttur mjög vel; að minnsta kosti finnst manninum mínum hann alveg frábær. Nýja salatið er kjúklingasalat með osti, gvakamóle og macadamia-hnetum og að lokum bjóðum við upp á ljúffengan eftirrétt sem er einfaldur rjómabúðingur með dökku súkkulaði og hindberjum.“ María Krista segir lágkolvetnafæði henta flestu fólki afar vel og að réttirnir á Culiacan séu hollir og í hæfilegum skammti. Þeir innihalda hollt og gott grænmeti eins og eggaldin og lárperur sem takmarki kolvetni og auki hlutfall góðrar fitu. „Neysla á slíku fæði virkar líka vel á fólk sem á til að rjúka upp og niður í blóðsykri og á þar af leiðandi erfitt með að hemja sig, til dæmis í lok dags. Það eru nokkur ár síðan ég sneri blaðinu við og náði mjög góðum árangri með bættu mataræði og hreyfingu en þessi nýi lífsstíll er sá allra skemmtilegasti hingað til, enda matur sem bragð er af og fjölskyldan elskar.“ Culiacan er til húsa að Suðurlandsbraut 4a í Reykjavík. Sjá culiacan.is og Facebook. Heimasíða Maríu Kristu er www.kristadesign. is og lífsstílsblogg hennar er mariakristahreidarsdottir.blogspot.com LÁGKOLVETNA LÍFSNAUTNIR CULIACAN KYNNIR Nú geta viðskiptavinir Culiacan bragðað á þremur nýjum og gómsætum lágkolvetnisréttum. Kolvetni er lág- markað í réttunum og mesta orkan kemur úr próteinum og fitu. Lágkolvetnafæði hentar flestu fólki mjög vel og réttirnir á Culiacan eru hollir og í hæfilegum skömmtum. LJÚFFENGT SALAT Nýja salatið er kjúklingasalat með osti, gvakamóle og macadamia-hnetum. HOLLT OG GOTT Gómsætur og seðjandi lágkolvetna „hot plate“ sem er einn þriggja nýrra rétta hjá Culiacan. KUNG FU DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína-Capital Institute of Physical Education ITR Sumarnámskeið Fyrir börn og unglinga SUMARSKRÁNING HAFIN Save the Children á Íslandi Einfalt er að baka ljúffengar korn- stangir í eldhúsinu heima til að eiga í nestispakkann. Eftirfarandi uppskrift er fengin af síðunni www.granolamom4god.com. HAFRASTYKKI MEÐ DÖÐLUM ½ bolli bráðið smjör ½ bolli hunang 4 bollar haframjöl 1 bolli saxaðar möndlur 1 bolli saxaðar döðlur 1 msk. kanill 3 egg Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið eldfast mót með kókos- olíu eða smjöri. Hrærið saman hunangi og bráðnu smjöri yfir vægum hita. Blandið haframjölinu, möndl- unum, döðlunum og kanil saman í skál og hellið smjörblöndunni yfir. Veltið öllu saman vel til á meðan. Hrærið eggin saman í skál og hrærið þau svo saman við hafra- blönduna. Hellið í eldfast mót og pressið blönduna vel ofan í mótið, til dæmis með því að nota botninn á litlum potti. Bakið í ofni við 180 gráður í 25 til 30 mín- útur. Látið kólna og skerið niður í hæfilega stór stykki. HEIMAGERT OG HOLLT Í NESTISBOXIÐ HOLLARA MILLIMÁL Sumrinu fylgir langþráð útivera með lautarferðum og labbitúrum. Þá er gott að geta pakkað hollum millibita í nestistöskuna og sneitt hjá aukaefnum. Ljúffengar kornstangir er auðvelt að útbúa heima. GOTT Í NESTISPAKKANN Heimalöguð kornstykki eru góður kostur í lautarferðina. HAFRASTYKKI MEÐ DÖÐLUM Einfalt og fljótlegt millimál. NORDIC PHOTOS/GETTY NAMMI GOTT María Krista heldur hér á fyrsta eftirrétti Culiacan, rjómabúðingi með dökku súkkulaði og hindberjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.