Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 40
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28
BAKÞANKAR
Bergsteins
Sigurðssonar
Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í
Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því
þótt vissulega sé gaman að vera nýskædd-
ur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til
ama. Ég get að minnsta kosti ímyndað mér
margt skemmtilegra og meira gefandi en
að standa á sokkunum fyrir utan mátunar-
klefa í þriðja buxnaparinu í röð sem passar
ekki alveg meðan tvítugur afgreiðslustrák-
ur reynir að sannfæra mig í gegnum óminn
af nýjasta Daft Punk-smellinum um að
þessar séu sko akkúrat málið.
Á dögunum varð þó enn einn Kringlu-
leiðangurinn ekki umflúinn. Ég ákvað að
vitja gamals kunningja sem ég hafði ekki
hitt lengi og kenndur er við skapara sinn,
Levi Strauss. Ég fór með konunni minni
sem leið lá í Levi‘s búðina, þar sem ekki
var nokkurn mann að sjá. „Leyfið mér
að geta, þið eruð að leita að „casual“
gallabuxum á hann,“ sagði rödd
bak við afgreiðsluborðið. Upp
reis myndarlegur maður,
dökkur yfirlitum með
stimamjúkt yfirbragð og
rannsakandi augnaráð.
Ég kinkaði kolli.
„ÚR jakkanum,“ sagði hann, „og snúðu
þér hring.“ Ég hlýddi án þess að segja orð.
„Hmm … hvað erum við að vinna með,“
muldraði hann með fingur á vör meðan
hann mældi mig út með augunum. „Ekki
íhaldssamur en samt ekki of frjálslegur. Í
hvaða sniði gengurðu yfirleitt? „Straight“,
segirðu. Við þurfum tilbreytingu. Við
förum yfir í „regular“,“ sagði hann. Án
þess að spyrja hvaða númer ég notaði sneri
hann sér við og spændi sig í gegnum heilan
skáp fullum af buxum á ógnarhraða áður
en hann dró fram buxur sem hann hristi
svo small í skálmunum eins og svipu.
„Voilà!“
ÞETTA voru nákvæmlega þess konar
buxur sem ég hafði haft í huga og þær
smellpössuðu. Nú þarf svo sem ekki ófresk-
an mann til að draga þá ályktun að karl-
maður í gallabuxnabúð væri að leita sér að
að gallabuxum en allt háttalag mannsins
orkaði á mig eins og hann byggi yfir sjötta
skilningarvitinu. Þegar hann rétti mér
pokann með nýju buxunum, sem hvað sem
verðmiðanum leið kostuðu lágmarksómak,
bauð hann mig velkominn aftur. „Eftir
hverjum á ég að spyrja?“ spurði ég. „Þeir
kalla mig buxnahvíslarann.“
Brókin sem breytti lífi mínu
Garðveisla vegna 25 ára afmælis
Íslenska auglýsingastofan fagnaði 25 ára afmæli sínu með garðveislu á föstudag.
Veislan fór fram þar sem stofan er til húsa að Laufásvegi 49-51.
ÞRÍR Í VEISLU Villi, Guðmundur og Grímur voru á meðal gesta í
veislunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÖGNUÐU AFMÆLI Georg, Bjarni og Guðmundur
fögnuðu 25 ára afmælinu.
PÉTUR OG HJALTI Pétur J. Eiríks og Hjalti Jónsson
létu sig ekki vanta í partíið.
Fyrsta tónleikaröð KÍTÓN, nýstofnaðs félags kvenna
í tónlist, verður haldin í Viðey 16. og 19. júní í sam-
starfi við Reykjavíkurborg og Viðeyjarstofu.
Tónleikaröðin kallast Tónhvörf og vísar í það
ástand þegar ólíkar stefnur hverfa saman í eina. Hún
er jafnframt upphitun fyrir stóra tónleika KÍTÓN
í Hörpu í haust.
„Við erum með ágætis pakka af ungum og upp-
rennandi stelpum og öðrum sem hafa verið lengur
viðloðandi músík,“ segir formaður KÍTÓN, Védís
Hervör Árnadóttir, spurð út í tónleikaröðina.
Á fyrri tónleikunum spilar dúóið Kolka sem þær
Arnhildur Valgarðsdóttir og Heiða Árna dóttir
skipa. Á þeim síðari spila Hafdís Huld, Lára Rún-
ars, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör, Ísabella
Leifsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir. Andrea
Jónsdóttir hitar upp sem skífuþeytir.
Fleiri tónleikar úr smiðju KÍTÓN eru svo
fyrirhugaðir í Viðey í sumar. Védís hvetur fólk til
að leggja leið sína þangað. „Þetta tekur nokkrar
mínútur. Það er stutt að fara í kyrrðina og það er
alveg geggjað að vera þarna.“ - fb
Fyrsta tónleikaröðin hjá KÍTÓN
Nýstofnað félag kvenna í tónlist heldur tónleikaröð í Viðey síðar í mánuðinum.
SPILA Á TÓNLEIKARÖÐ
Ragnheiður Gröndal og Védís
Hervör spila í Viðey 19. júní.
200 Breiður hópur tónlistarkvenna
á öllum aldri myndar KÍTÓN og eru skráðar
félagskonur hátt í tvö hundruð.
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.ISÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
AFTER EARTH KL. 5.45 - 8 - 10.15 12
AFTER EARTH LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 12
EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L
FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12
STAR TREK 3D KL. 8 - 10.45 12
STAR TREK KL. 8 - 10.45 12
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L
AFTER EARTH KL. 6 - 9 12
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
FAST & FURIOUS 6 KL. 6 - 9 12
THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12
PLACE BEYOND THE PINES KL. 9 12
AFTER EARTH KL. 6 - 8 - 10 12
FAST & THE FURIOUS 6 KL. 8 - 10.20 12
EPIC 2D KL. 6 L
SIRIUS (12) 17:50, 20:00, 22:10
SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:00
IN MEMORIAM? (L) 18:00
HANNAH ARENDT (12) 20:00
ON THE ROAD (16) 22:10
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: 950 KR MIÐINN
HANNA ARENDTS I G H T S E E R S SIRIUS ON THE ROAD
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
NEW YORK DAILY NEWS
EMPIRE
FILM
T.V. - BÍÓVEFURINN
THE GUARDIAN
H.K. - MONITOR
T.V. - BÍÓVEFURINN
AFTER EARTH 5 - 8 - 10.10
EPIC 3D 4.30
HANGOVER lll 5 - 8 - 10.10
FAST & FURIOUS 7 - 10þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
New York Daily News
H.K. - Monitor
5%