Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 8
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
VIÐSKIPTI Ráðgjafarhópur iðnaðar-
ráðherra um lagningu raf-
sæstrengs til Evrópu leggur til að
hafnar verði viðræður við breska
aðila um tengingu á raforku kerfum
landanna. Ráðgjafarhópurinn skil-
aði í gær skýrslu til ráðherra með
tillögum sínum og niðurstöðum
greiningar á þjóðhagslegri hag-
kvæmni slíkrar framkvæmdar.
Í skýrslu um heildstæða orku-
stefnu fyrir Ísland er sett fram
það markmið að einangr-
un íslenska raforku-
k e r f i s i n s v e r ð i
rofin með lagningu
sæstrengs til Evrópu
ef og þegar slík fram-
kvæmd reynist þjóð-
hagslega hagkvæm.
Með hliðsjón af
því markmiði skipaði
Oddný G. Harðar-
dóttir, þáverandi iðn-
aðarráðherra, í júní
2012 ráðgjafarhóp
sem kanna átti nánar
þjóðhagslega hag-
kvæmni slíkrar fram-
kvæmdar auk þess
að fjalla um tæknileg
álitaefni og umhverfis-
áhrif verkefnisins.
Fékk hópurinn Hagfræðistofn-
un Háskóla Íslands (HHÍ) til þess
að vinna úttekt á þjóðhagslegum
áhrifum rafsæstrengs og var sú
úttekt kynnt í gær.
Niðurstaða úttektarinnar er
sú að tenging raforkumarkaða
Íslands og Evrópu leiði til hag-
kvæmari vinnslu og dreifing-
ar en ella. Þá telur HHÍ að nettó
útflutnings tekjur þjóðarbúsins
geti aukist um 4 til 76 milljarða
króna með sölu á raforku til Evr-
ópu en vegna þess að stærst-
ur hluti íslenskra raforkufyr-
irtækja er í opinberri eigu
geta verulegar skatt- og arð-
greiðslur runnið frá raforku-
fyrirtækjum til ríkisins.
Þá er heildarávinningur
þjóðarbúsins tal-
inn jákvæður þó
að raforkuverð
á Íslandi gæti
hækkað.
Þessar
niður stöður
eru þó mikilli
óvissu háðar
þar sem þær
byggja á for-
sendum um
orkuverð,
orkumagn, lengd raforkusölusamn-
inga, eignarhald og fleira. Óvissa
ríkir um alla þessi þætti og því
varasamt að draga of miklar álykt-
anir af niður stöðunum.
HHÍ og ráðgjafarhópnum sömu-
leiðis finnast þær vísbendingar um
að framkvæmdin geti verið hag-
kvæm þó nægjanlega sterkar til að
halda áfram könnun á verkefninu.
Þannig leggur ráðgjafarhópur-
inn meðal annars til að greiningu
á þjóðhagslegri hagkvæmni verk-
efnisins verði haldið áfram og að
upplýsinga sem varpað geti skýr-
ara ljósi á málið verði aflað. Þá
verði metin áhrif þess á rekstrar-
skilyrði atvinnugreina sem ætla
má að verkefnið hefði áhrif á.
Hópurinn telur einnig að
iðnaðar ráðuneytið eða Orku-
stofnun ættu að greina sviðs-
myndir mögulegrar orkuöflunar
og að leiðir til fjármögnunar verk-
efnisins verði kannaðar. Þá telur
hann að hefja ætti viðræður við
breska aðila um málið.
Í því felst annars vegar að
Landsnet, ásamt Landsvirkjun, fái
heimild til viðræðna við rekstrar-
aðila raforkukerfis Bretlands og
bresku orkustofnunina, Ofgem,
um tenginu raforkukerfa land-
anna. Og hins vegar að ráðuneytið
hefji könnunarviðræður við bresk
stjórnvöld með hvaða hætti sala
á íslenskri orku gæti fallið undir
breska löggjöf um ívilnanir fyrir
endurnýjanlega orku.
magnusl@frettabladid.is
Raforkusala um sæstreng
hagkvæm en óvissa mikil
Ráðgjafarhópur iðnaðarráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu leggur til að hafnar verði viðræður við breska
aðila um tengingu raforkukerfa landanna. Hagkvæmniskýrsla bendir til að tenging sé arðbær en óvissa er mikil.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að niður-
stöður og tillögur ráðgjafarhópsins verði nú teknar til vandlegrar skoðunar.
„Við munum nú fara yfir efni skýrslunnar hér í ráðuneytinu– en í henni
koma fram ýmsar spurningar sem leita þarf svara við. Nefndin telur til
dæmis ekki hægt að fullyrða á þessu stigi hvort verkefnið sé þjóðhagslega
hagkvæmt og því þurfi augljóslega að kanna þau mál frekar áður en lengra
væri haldið. Eins eru atriði varðandi orkuöflun og orkunýtingu, virkjanir og
raflínur, verð til íslenskra heimila og fyrirtækja, umhverfisþætti og fleira
sem þarf að kanna frekar,“ segir Ragnheiður Elín.
Leita þarf svara við ýmsum spurningum
RAGNEIÐUR ELÍN
ÁRNADÓTTIR
ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd vann
sigur í óvæntu leiðtogakjöri ástr-
alska Verkamannaflokksins, sem
Julia Gillard forsætisráðherra
efndi til í gær.
Gillard ákvað að efna til leið-
togakjörs eftir að henni barst
til eyrna að Rudd myndi reyna
að endurheimta leiðtogasætið
fyrir þingkosningar, sem haldnar
verða í haust.
Rudd tók áskoruninni fegins
hendi og tókst að sannfæra
flokksfélaga þeirra um að flokks-
ins biði hroðalegt tap í þingkosn-
ingunum ef Gillard yrði áfram
við stjórnvölinn.
Rudd hlaut 57 atkvæði en
Gillard 47. - gb
Leiðtogakjör í Ástralíu:
Rudd vann
sigur á Gillard
KEVIN RUDD OG JULIA GILLARD
Hafa þrisvar áður barist um
leiðtogasætið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÝRLAND, AP Borgarastyrjöldin í
Sýrlandi hefur kostað meira en
100 þúsund manns lífið undan-
farna 27 mánuði, að því er
aðgerðasamtök er fylgjast grannt
með mannfallinu fullyrða.
Samtökin nefnast Sýrlenska
mannréttindaeftirlitið og hafa
höfuðstöðvar í Bretlandi. Sam-
kvæmt heimildum þeirra hafa
nærri 37 þúsund almennir borg-
arar látið lífið í þessum hildar-
leik.
Fyrr í mánuðinum sögðust
Sameinuðu þjóðirnar hafa heim-
ildir fyrir því að í það minnsta 93
þúsund manns hefðu látist í átök-
unum, þar af að minnsta kosti
6.300 börn. - gb
Mannfall eykst í Sýrlandi:
Yfir hundrað
þúsund látnir
UPPREISNARMENN Í SÝRLANDI
Átökin hafa staðið yfir í 27 mánuði.
NORDICPHOTOS/AFP
ÞÝSKALAND „Það væri okkur mikil
ánægja að geta boðið Ísland vel-
komið sem hluta af Evrópu-
sambandinu.“ Þetta sagði Joachim
Gauck, forseti Þýskalands, í borð-
ræðu sinni í hátíðarkvöldverði með
forseta Íslands í fyrrakvöld.
Gauck sagði Þýskaland hafa stutt
aðild Íslands „af fullum þunga“.
Hann tók þó fram að hann vissi að
Íslendingar væru klofnir í afstöðu
sinni til ESB-aðildar og að fram
undan væri ákvörðun um framhald
viðræðnanna.
Í niðurlagi sagðist Gauck von-
ast til þess, hvernig sem ákvörðun
ríkis stjórnarinnar yrði, að haldið
yrði áfram uppbyggilegu sam-
starfi við Ísland, „hvort sem það
verður undir formerkjum aðild-
ar að Evrópu sambandinu eða sem
áframhaldandi samstarf innan nú-
verandi ramma evrópska efnahags-
svæðisins.“ - þj
Forsetahjónin í veislu hjá forseta Þýskalands:
Væri mikil ánægja
að fá Ísland í ESB
Á GÓÐRI STUND Forsetahjónin hittu þýsku forsetahjónin í opinberri heimsókn til
Berlínar. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR
NOREGUR Sumarbústaðareigandi
í Søgne fyrir utan Kristiansand
í Noregi verður að greiða 800
þúsund norskra króna í bætur og
140 þúsund krónur í málskostnað,
jafngildi um 20 milljóna íslenskra
króna, fyrir að hafa fellt 14 furu-
tré án leyfis. Trén felldi hann til
þess að tryggja sér betra útsýni
frá bústaðnum sínum.
Samtök sumarbústaðaeigenda
á svæðinu höfðuðu einkamál og
kröfðust bóta, að því er greint er
frá í norskum fjölmiðlum. - ibs
Felldi fjórtán furutré:
Gert að greiða
20 milljónir