Fréttablaðið - 27.06.2013, Side 18
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Aðeins fjögur prósent allra
þeirra 404 reiðhjóla sem
könnuð voru í fimmtán
stærstu verslununum
á höfuðborgarsvæðinu
stóðust alveg reglugerð um
búnað reiðhjóla, að því er
segir í fréttatilkynningu frá
Brautinni – bindindisfélagi
ökumanna. Þar segir
jafnframt að í núverandi
reglugerð frá 1994 sé gert
ráð fyrir að eftirfarandi
búnaður sé á öllum
reiðhjólum: Bjalla,
glitmerki að framan
og aftan, glitmerki á
fótstigum, teinaglit,
bremsur á fram- og
afturhjóli, keðjuhlíf og
lás. Í rökkri og myrkri skal
einnig hafa ljós að framan
og aftan. Við könnun
Brautarinnar kom oft í ljós
að seljendur þekktu ekki
reglugerðina.
FJÖGUR PRÓSENT NÝRRA HJÓLA
STANDAST REGLUGERÐ
Neytendastofa ítrekar þau til-
mæli sín að forráðamenn taki
strax úr notkun trampólín með
öryggisneti sem seld voru árið
2011 í Byko. Vörunúmerið er
88040048. Enn er ekki búið að
skila 66 trampólínum af 220
sem seld voru. Á vef Neytenda-
stofu segir að mikilvægt sé að
forráðamenn bregðist við hið
fyrsta í ljósi hættunnar sem
kann að stafa af vörunni en
suðusamsetning getur gefið sig
og trampólínið þar með brotnað.
HÆTTULEG TRAMPÓ-
LÍN ENN Í NOTKUN
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir,
matgæðingur og útvarpskona,
segist fyllast hamingju þegar
fyrsta rabarbarauppskeran er
komin í hús. „Þá á maður að halda
veislu. Þetta varð svo gaman þegar
maður uppgötvaði að hægt væri að
gera eitthvað annað við rabarbara
en að stela honum úr görðum og
borða hann með sykri.“
Nú er Sigurlaug með rabarbara í
sínum eigin görðum, heima og við
sumarbústaðinn. „Þar er ég með
rabarbara frá Hesteyri fyrir vest-
an og svo tek ég líka uppskeru á
Halldórsstöðum í S-Þingeyjar-
sýslu. Báðar þessar tegundir eru
gamlar og mér líður stundum eins
og vínbónda sem er að pæla í upp-
skerunni sinni.“
Hún tímir ekki að setja fyrstu
uppskeru sumarsins í frysti. „Ég
bý þá til sultu og pæ. Svo er líka
gott að grilla rabarbara og hafa
með kjöti. Þegar maður er búinn
að gera rabarbararétti nokkr-
um sinnum yfir sumarið verður
maður rólegri. Þá er hægt að fara
saxa niður, setja kíló í poka og í
frysti.“
Uppskriftirnar hennar Sigur-
laugar eru úr ýmsum áttum.
„Fyrir mörgum árum gaf Albert
Eiríksson mér uppskrift að bestu
rabarbaraköku í heimi. Hann kom
með hana glóðvolga í þátt til mín
og við ræddum þessa köku og
borðuðum með bestu lyst. Síðan þá
hef ég ekki fundið rabarbaraköku
sem toppar hana, en ég er alltaf að
reyna, og hér er ein tilraun.
Einföld rabarbarakaka
með hindberjum
2 dl hveiti
2 msk. sykur
2 dl gróft kókosmjöl
75-90 g smjör
2 tsk. vanillusykur
350 g rabarbari (4-5 stilkar)
150 g fersk hindber
1 msk. kartöflumjöl
1/2 dl sykur
Hitið ofninn í 225 gráður. Blandið
þurrefnum saman og bætið svo
smjöri út í, vinnið deigið í mat-
vinnsluvél.
Skerið rabarbara í litla bita og
setjið í pæform ásamt hindberjum.
Stráið kartöflumjöli og sykri yfir
rabarbarann og hindberin.
Hellið blöndunni yfir og bakið í
ofni í 25 mínútur. Berið fram með ís
eða vanillurjóma.
„Listamaðurinn Þorri Hrings-
son gaf mér dásamlega uppskrift
að sultu úr rabarbara og kræki-
berjum, ég var nú eitthvað efins
með þessa blöndu, vilja ekki bara
krummarnir borða krækiberin?
En þegar þau eru bústin og falleg
og tínd t.d. í Suður-Þingeyjarsýslu
þá er þetta auðvitað algjör unaður,
sultan verður svolítið sparileg og
falleg á litinn, mjúk og ótrúlega
góð. (Sérstaklega með fransk-
brauði!)
Sulta málarans
500 g rabarbari
300-400 g krækiber
700 g sykur/hrásykur
Öllu blandað saman og soðið þar til
sultan þykknar. Setjið í vel hreinar
krukkur, geymið í kæli eða bara
borðið strax!
Rabarbarasaft (í 10 glös)
500 g rabarbari
150 g hrásykur
1 l vatn
1 sítróna lífræn
Skerið rabarbara í bita og blandið
saman sykri, vatni og sítrónu sem er
skorin í bita.
Sjóðið í 5 mínútur, slökkvið undir
og látið bíða í 30 mínútur.
Hellið í gegnum sigti og þrýstið
vel á rabarbarann svo allur safinn
skili sér.
Bætið klaka út í og nokkrum
mintulaufum og þá er kominn
sumarlegur drykkur sem minnir
kannski örlítið á gamla æsku.
Sulta málarans og aðrar kræsingar
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er hætt að stela rabarbara úr annarra manna görðum. Nú ræktar hún sjálf tröllasúruna og býr til
margs konar kræsingar. Hún lumar á uppskrift að bestu rabarabaraköku í heimi.
RABARBARABAKA Hindberjum er
blandað saman við tröllasúruna.
FYLLIST HAMINGJU Sigurlaug Margrét Jónasdóttir heldur veislu þegar rabarbarinn
er kominn í hús. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hrím Hönnunarhús á Laugavegi
25 hefur vakið mikla athygli fyrir
nýstárlega hönnun
sína síðan það var
stofnað um miðbik
árs 2011. Nú hafa þau
hafið sölu á umhverf-
isvænum töskuhlífum
fyrir ferðatöskur frá
merkinu LOQI.
Hlífarnar verja
töskuna fyrir
óhreinindum
og hjálpa
ferðalöngum
að þekkja
sína tösku á
færibandinu
en ábreiðurnar
eru til í sex
mismunandi
mynstrum.
Efnið er vatns-
helt og auðvelt
að skella því í
þvottavél.
TÖFF
TÖSKUHLÍFAR
Mikilvægasti fundur atvinnuvegar síðari hluta árs // ómis-
sandi vettvangur fyrir pantanir vetra- og jólaviðskipta //
innsýn í strauma og stefnur vorsins // mikil fjölbreytni
heimilis- og gjafavara // þekktustu merkin og mikilvægustu
alþjóðlegu sölu- og viðskiptaaðilarnir // fyrir allar tegundir
viðskipta
Sími: +45 39 40 11 22 // dimex@dimex.dk
>> Hér eru 50 mikilvægustu ástæðurnar
til að heimsækja Tendence
tendence-50reasons.com
perfect date //
perfect time
new
24 –27. 8. 2013
Saturday – Tuesday