Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 22
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Hluthafafundur Framtaks-sjóðs Íslands samþykkti í vikunni sérstaka arð-greiðslu upp á 5,6 millj-arða króna. Með greiðsl-unni hefur sjóðurinn greitt út til eigenda sinna 17,3 milljarða króna, meira en helming af öllu inn kölluðu hlutafé sjóðsins. Eigendur sjóðsins eru 16 lífeyrissjóðir auk Landsbanka Íslands og VÍS. „Fram til þessa höfum við fjárfest 32 milljarða og eigum eftir 22. Það eru þau loforð sem eigendurnir skuldbundu sig til að leggja til sjóðsins,“ segir Þor- kell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins. Hann bendir á að með arðgreiðslunni nú hafi sjóðurinn endurgreitt meira en helminginn af öllu innkölluðu hlutafé. „Um áramót voru eignir sjóðsins bók- færðar á 29 milljarða króna, en mats- virði þeirra var 46 milljarðar. Þannig mikið er eftir inni af verðmætum gangi áætlanir okkar um þessi fyrirtæki eftir. Við horfum á næstu ár sem mjög góð fyrir sjóðinn áfram.“ Sjóðurinn markaði tímamót Hlutverk Framtakssjóðsins segir Þor- kell fyrst og fremst hafa verið að endur- reisa íslenskt atvinnulíf og vera þátttak- andi í því eftir hrun. Koma fyrirtækjum út úr bankakerfinu og láta ekki staðar numið við að fjárfesta í fyrirtækjum, heldur breyta þeim og efla og koma þeim á hlutabréfamarkað eða selja þau. „Þetta var nýjung því lífeyrissjóðir höfðu almennt áður fjárfest án þess að beita sér mikið innan fyrirtækja með sama hætti og við höfum gert.“ Þorkell segir sjóðinn með verkum sínum hafa slegið á gagnrýnis raddir sem heyrðust í upphafi um að með stofnun hans væri búið til gríðarstórt valdabatterí. Eignir hafi verið seldar að endur skipulagningu og upp byggingu lokinni og fjármunirnir sem til hafi orðið runnið beint til eigenda sjóðsins. En vitanlega hafi ýmis mál tekið á, svo sem þegar taka þurfti afstöðu til þess hvort selja ætti Icelandic í einu lagi eða ekki. „Þá var á endanum ákveðið að selja ákveðna starfsemi og verksmiðjur sem ekki hentuðu inn í reksturinn.“ Eftir stendur traust félag auk um það bil 75 milljón evra sem nýtast geta til erlendra fjárfestinga. Eins segir Þorkell vel hafa tekist til við söluna á Húsasmiðjunni, en á sínum tíma hafi aðkoma sjóðsins að fyrir tækinu verið gagnrýnd harðlega og sumir jafnvel lýst þeirri skoðun að réttast væri að láta fyrirtækið fara í þrot. „Við hins vegar seldum félagið til erlendra aðila sem eru að byggja það upp og í samkeppni við þá sem fyrir eru á þessum markaði.“ Það er einnig mikill ábyrgðarhluti að láta félag fara í þrot til dæmis gagnvart starfsmönnum þegar aðrar leiðir eru færar. Sama hafi átt við um Icelandair og talað um það þegar sjóðurinn keypti í félaginu á genginu 2,5 að fjárfestingin væri slæm. „Um það talar enginn í dag þegar gengið er komið í 13 og félagið orðið gífurlega öflugt,“ segir Þorkell. Hlutverk sjóðsins segir Þorkell mjög skýrt. „Við erum ekki að kaupa fyrir- tæki til að eiga til langs tíma, heldur til þess að gera úr þeim verðmæti fyrir eig- endur sjóðsins.“ Starfsemin skipti líka máli fyrir hlutabréfamarkaðinn og þar með fyrir almenning sem sé eigandi að sjóðnum í gegnum lífeyrissjóðina og Landsbankann. Með starfsemi sinni hafi sjóðurinn átt þátt í því að bjarga líf- vænlegum fyrirtækju, efla þau og koma um leið í veg fyrir að þrotabú bankanna seldu þau, mögulega á hrakvirði, til erlendra fjárfesta. Annað hlutverk í sjónmáli Hvað framtíðina varðar segir Þorkell ljóst að fjárfestingatímabil sjóðsins renni sitt skeið og síðan þurfi að vinna úr þeim eignum sem sjóðurinn hafi á hendi sér. „En síðan erum við kannski að koma líka inn í nýja bylgju. Að lokinni endur- reisn eftir hrun er verkefnið fram undan að losna út úr gjaldeyrishöftum, skapa trúverðugleika á alþjóðavísu og fjárfesta þannig að hagvöxtur aukist.“ Núna segir Þorkell að við taki upp- byggingarstarf og fjárfestar, lífeyris- sjóðir sem aðrir, þurfi að horfa til þess hvaða tæki henti til starfans. „Lífeyrissjóðir verða að geta treyst því að félögum sem þeir fjárfesta í sé vel sinnt og má nefna að fjárfestingar þeirra erlendis eru gjarnan í gegnum svona private equity-sjóði. Þeir kaupa ekki endilega beint í Microsoft, Apple eða Facebook og þess konar fyrir- tækjum, heldur oft í framtakssjóðum sem eru sérfróðir á ákveðnum sviðum.“ Þorkell segist telja slíkt fyrirkomulag ekki síður mikilvægt á heimavelli, sér í lagi í ríkjandi aðstæðum innan hafta, mikilli nálægð og þrýstingi á að selja á einum stað og kaupa á öðrum. Eins segir Þorkell tækifæri fólgin í því að erlendir fjárfestar kaupi í fram- takssjóðum hér. „Þeir kunna að vera vilj- ugri til að kaupa í private equity-sjóði en að leggja fé sitt beint í einhverjar fram- kvæmdir. Með því að fjárfesta í svona sjóði, með íslenskum lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum, er áhættan minni fyrir erlenda fjárfesta og þeir geta betur réttlætt það að fjárfesta á Íslandi.“ Áhersla á góða stjórnarhætti Þá segir Þorkell eignir og starfsemi sjóðsins skipta máli innan hafta því um 70 prósent af veltu eigna sjóðsins séu erlendar tekjur. Sjóðurinn hlíti skil málum laga um gjaldeyrishöft en fyrirtæki í eigu hans og hann sjálfur hafa tækifæri til að skila verðmætum eða fjárfesta erlendis í þágu lífeyris- sjóðanna. „Og þar sem þeir hafa tak- markaða fjárfestingargetu erlendis má segja að þarna séu þeir óbeint með erlendar eignir sem ekki koma fram sem slíkar í reikningum þeirra.“ Vegna hafta og fæðar fjárfestingar- kosta segir Þorkell nær óhjákvæmilegt, þegar sjóðurinn selur eignir, að meðal kaupenda séu eigendur sjóðsins eða aðrir lífeyrissjóðir. „Við höfum haft þá reglu við eignasölu að fela öðrum að sjá um hana.“ Um leið er í starfsemi sjóðsins mikið lagt upp úr góðum stjórnarháttum og þeir innleiddir í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn á í. Þá eru stjórnarmenn Framtakssjóðsins að sögn Þorkels óháðir stjórnarmenn. „Svo höfum við til dæmis þá reglu að stjórnarmenn Framtaks- MAÐUR MEÐ REYNSLU Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, hefur átt sæti í stjórnum fjölda fyrirtækja, jafnt stórra sem smárra, og um áratugaskeið látið sig varða þróun íslensks atvinnulífs með ritun greina og bóka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Úr endurreisn í uppbyggingu Kaflaskipti eru fram undan hjá Framtakssjóði Íslands. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir nú komið að því að byggja upp til framtíðar. Sjóðir á borð við Framtakssjóðinn geti liðsinnt við að afla erlendra fjárfesta, auka trúverðugleika og aflétta gjaldeyrishöftum. HAGNAÐUR FRAMTAKS- SJÓÐS ÍSLANDS EFTIR REKSTRARÁRUM Þorkell Sigurlaugsson er fæddur 2. maí árið 1953. Hann er stúdent frá MR 1973 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1977. Hann hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi frá útskrift og ritað fjölda greina og bóka um íslenskt viðskiptalíf, síðast bókina „Ný framtíðarsýn“ árið 2009. Frá 2009 hefur Þorkell verið framkvæmdastjóri fjármála- og fasteignareksturs Háskólans í Reykjavík (HR). 2004 til 2008 var hann framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR og þar áður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips og Burðaráss, sem var fjárfestingafélag Eimskips. Að auki hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, stórra sem smárra. Þorkell hefur verið í stjórn Fram- takssjóðs Íslands frá upphafi og stjórnarformaður frá sumri 2011. Á LANGA SÖGU Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI EIGNIR SJÓÐSINS Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is sjóðsins sitja ekki í stjórnum þeirra fyr- irtækja sem við eigum í.“ Sama á við um framkvæmdastjóra sjóðsins. Þess í stað taka starfmenn sjóðsins sæti í stjórnum félaga auk þess sem valdir eru fagaðilar til stjórnarsetu. „Við leggjum mikla áherslu á að starfs- menn séu tengdir þessum félögum, því hlutverk þeirra er að fylgja eftir stefnumörkun og áherslum sjóðsins. Hjá sjóðnum starfar öflugur og skil- virkur, en lítill hópur starfsmanna þar sem liðsheildin er afar mikilvæg og það er þeim fyrst og fremst að þakka hve vel hefur gengið.“ Sjóðurinn er þolinmóður „Við höfum líka lagt áherslu á að byggja félög þannig upp að eigið fé þeirra sé nægilega sterkt áður en kemur að sölu eða skráningu á mark- að. Við höfum enga hagsmuni af öðru en að þau félög sem við seljum standi undir nafni og standi undir fjárhags- legri getu. Okkur liggur ekkert á.“ Þorkell bendir á að sjóðurinn sé ekk- ert skuldsettur, með 96 prósenta eig- infjárhlutfall. „Við eigum núna nokk- ur félög sem fólk kannast við og eru í umræðunni, svo sem N1, Advania, Icelandic, Promens og Icelandair og horfum bara á hvenær þau eru tilbúin; hvenær stjórnendur þeirra og rekstur er orðinn það góður að forsvaranlegt sé og skynsamlegt að selja þau.“ „Allt sem við seljum fer beint til eig- enda okkar. Við greiðum arð, en megum ekki endurfjárfesta samkvæmt reglum sjóðsins.“ Vilji sjóðurinn hins vegar fjárfesta sé jafnóðum kallað inn nýtt hlutafé. Síðan þegar kemur að sölu þá sé fyrsti kostur að skrá félög á hlutabréfa- markað hér heima. „En það er auðvitað alls ekki sjálfgefið. Sum félög sem við eigum eru þess eðlis að ekki er víst að skynsamlegt sé að skrá þau á markað hér heima, svo sem vegna eðlis starf- semi þeirra, sem kannski fer fyrst og fremst fram erlendis,” segir Þorkell. Verkefni sjóðsins segir Þorkell hafa verið skemmtileg, spennandi og krefj- andi. „Ég verð var við að aðkoma okkar að fyrirtækjum, jafnvel þótt henni hafi ekki fylgt fjárframlag, hefur ýtt undir jákvæðni og sjálfstraust innan þeirra.” Starfsfólkið viti þá að þarna sé kom- inn eigandi sem ætli sér að vinna með fyrir tækinu og hjálpa því inn í fram- tíðina en geri líka miklar kröfur. 100% 45% 49,5% 7%* Búið er að selja Húsasmiðjuna, Plastprent og Vodafone, sem skráð var í Kauphöllina. *Upphafl eg eign var var 30%2010 2011 2012 701 2.344 6.111 M ill jó ni r kr ón a 75% Að lokinni endurreisn eftir hrun er verkefnið fram undan að losna út úr gjald- eyrishöftum, skapa trúverðug- leika á alþjóðavísu og fjárfesta þannig að hagvöxtur aukist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.