Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 26
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Þegar þetta er skrifað
hafa yfir þrjátíu þúsund
manns skrifað undir mót-
mæli vegna fyrirhugaðr-
ar lækkunar veiðigjalda.
Fólkið sem tekur þátt í
þessum undirskriftum
er í raun ekki að segja að
nefnd tegund veiðigjalda sé
eina aðferðin sem komi til
greina. Það vill einfaldlega
að eðlilegt endurgjald fáist
fyrir að nýta fiski miðin.
Allir stjórnmálaflokkar
segja að þjóðin eigi auðlindina og
eru nú teknir á orðinu. Ef Alþingi
samt sem áður samþykkir þetta
frumvarp mun forsetinn, ef hann
er samkvæmur sjálfum sér, synja
því staðfestingar.
Þá þyrfti þjóðin að kjósa um óboð-
lega kosti. Annars vegar bráða-
birgðaákvæði um afar lágt gjald og
hins vegar gallað fyrirkomulag sem
ekki tryggir þjóðinni eðlilegt endur-
gjald og yrði þó ýmsum útgerðar-
formum óbærilegt. Af þessum
ástæðum get ég ekki skrif-
að undir mótmælaskjalið.
Jafnræði ekki í augsýn
Sú aðferð sem felst í núgild-
andi lögum um sérstakt
veiðigjald hentar illa til
að innheimta gjald fyrir
afnot auðlindar sem þarf á
sem frjálsustum viðskipt-
um að halda. Heildarlausn
síðustu ríkisstjórnar fólst
annars vegar í fyrrnefndu
veiðigjaldi og hins vegar
frumvarpi sem byggði á nýtingar-
samningum og flóknu potta- og
útdeilingarkerfi. Aðalgallinn við þá
leið var þó sá að ekki sá fyrir end-
ann á forgangi núverandi kvótahafa
til nýtingarinnar. Jafnræði var ekki
í augsýn. Ef lausn síðustu ríkis-
stjórnar hefði náð fram að ganga
hefðu menn staðið frammi fyrir
sömu vandamálum aftur þegar
nýtingar samningum hefði lokið.
Sú ríkisstjórn sem núna situr
virðist eftir því sem ég kemst næst
vilja byggja á hugmyndum svo-
kallaðrar „sáttanefndar“, og þar
með nýtingarsamningum, en vill
varðveita sem mest núgildandi
stjórnkerfi. Sami gallinn er við
þá leið, sá að með henni næst ekki
frambúðar lausn á aðgangi að nýt-
ingu auðlindar innar. Menn virðast
gleyma sér í umræðu um hvert skuli
vera eðlilegt endurgjald og hvernig
skuli reikna það en horfa fram hjá
því hvernig eigi að tryggja jafnræði
til að fá úthlutað veiðirétti. Ríkis-
stjórnin hefur a.m.k. ekki sett fram
hvernig jafnræði til nýtingarinnar
verði komið á.
Einföld breyting
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi
sjávar útvegsráðherra, skrifar grein
í Fréttablaðið þann 22. júní.Þar
nefnir hann þá leið að selja á mark-
aði tiltekin prósent veiði heimilda
árlega. Þessi einfalda leið getur
leyst deiluna um upphæð veiði-
gjaldsins vegna þess að þá ákveða
útgerðarmenn sjálfir upphæð
gjaldsins. Hún kemur jafnframt á
jafnræði til nýtingarinnar. Í raun
þyrfti ekki að breyta neinu öðru í
lögunum um stjórn fiskveiða til að
leysa aðaldeilurnar um eignarhald
og jafnræði til nýtingar. Deilan um
það hvernig eigi að orða stjórnar-
skrárákvæðið yrði þar með úr sög-
unni vegna þess að ágreiningsefnið
væri horfið. Menn gætu hins vegar
haldið áfram eðlilegum rök ræðum
um stjórn veiðanna sem er eðli
máls samkvæmt viðvarandi verk-
efni. Til að skera úr um þá prósentu
veiðiréttar sem setja ætti á mark-
að þyrfti vandaða umfjöllun fræði-
manna. Fimm prósent myndu jafn-
gilda tuttugu ára veiðirétti en það
er sú tímalengd sem oftast hefur
verið nefnd í umræðunni um nýt-
ingarsamninga. Prósentuna þarf
hins vegar að velja með það í huga
að langtímaveiðiréttur verði eðli-
lega verðlagður. Þetta er afar mikil-
vægt til að önnur viðskipti með
veiðirétt geti verið á réttum grund-
velli.
Ég tek ofan
Útgerðarmenn sem hafa keypt
veiðirétt hafa mótmælt þessari
aðferð harkalega og segjast fara
á hausinn verði þetta gert. Þeirra
hlut mætti rétta með endurgreiðslu
á hluta þess verðs sem fengist á
markaðnum í tiltekinn árafjölda.
Ég fagna því að fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins bendir á leið af þessu tagi og
tek ofan fyrir honum að setja hana
fram.
Ég skora á alla alþingismenn að
sameinast um að fresta afgreiðslu
á frumvarpi sjávarútvegsráðherra
og leita sátta á þeim grundvelli sem
Þorsteinn bendir á.
Tækifæri til sátta
Í aðdraganda kosninga
og á síðustu vikum hefur
verið mikið rætt um list-
og verknám í framhalds-
skólum. Má á mörgum
skilja að skortur á slíku
námi standi nemendum
fyrir þrifum og sé jafn-
vel meginorsök brottfalls
og vanlíðunar nemenda á
þessum aldri.
Nú er alls ekki ætlun
mín að gera lítið úr alvar-
leika brottfalls en bendi
þó á að nauðsynlegt er að
rýna vel í þær tölur til að átta sig
á umfangi vandamálsins í heild.
Þegar kemur að framboði á
list- og verknámi þá er það svo
að framboðið á því á er umtals-
vert. Tækniskólinn og Iðnskólinn í
Hafnarfirði hafa öflugar listnáms-
brautir, ásamt því að bjóða
upp á fjölbreytt verknám.
Borgarholtsskóli, Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti
og Fjölbrautaskólinn í
Garðabæ bjóða allir upp á
öflugar listnámsbrautir og
útskrifa á hverri önn hóp
nemenda sem hafa öðl-
ast góðan grunn í hinum
ólíku listgreinum. Verk-
menntaskólinn á Akur-
eyri og Menntaskólinn á
Tröllaskaga bjóða einn-
ig báðir upp á listnám og
fleiri skóla mætti nefna.
Í bráðabirgðahúsnæði
Þegar rætt er um að stofna sér-
stakan listamenntaskóla vill
gleymast að listaskólar eru þegar
til og hafa umtalsverða kosti
umfram sérstaka listamennta-
skóla, sem er að allir nemendur
þessara skóla geta auk bóknáms
eða verknáms bætt við sig áföng-
um í listgreinum. Í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ getur nemandi á
náttúrufræðibraut lokið námi af
þeirri braut ásamt því að hafa að
baki 21 einingu í listnámi sem er
tæplega einn sjöundi af námi hans
í skólanum.
Framboð af listnámi er í raun
fjölbreytt. Í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ er boðið upp á listnám í
fata- og textílgreinum, leiklist og
myndlist, auk þess sem skólinn
býður upp á hönnunar- og mark-
aðsbraut. Á þessu ári verður lokið
við að hanna styttri útgáfur af
öllum þessum brautum, sem nem-
endur geta brautskráðst af eftir
tveggja til þriggja ára nám.
Framboð af listnámi, og verk-
námi einnig, er því talsvert á
framhaldsskólastigi. Það sem
vantar er að gera því hærra undir
höfði í umræðunni og í sam-
félaginu í heild. Foreldrar verða
að átta sig á að námsferill í list-
og verk greinum er ekki síðri en í
bóknámi.
Stjórnvöld verða að setja nægj-
anlegt fjármagn í listnám. Fjöl-
brautaskólinn í Garðabæ hefur
frá upphafi boðið upp á listnám í
bráðabirgðahúsnæði. Árið 2008
var búið að teikna viðbyggingu
við skólann sem átti að hýsa list-
og verknám. Þau áform voru lögð
á hilluna í kjölfar hrunsins. Nú
er tækifæri til að blása rykið af
þessum teikningum og hefja fram-
kvæmdir við nýja viðbyggingu við
Fjölbrautaskólann í Garðabæ og
sýna þannig í verki áhuga á að efla
list- og verknám á Íslandi.
Það þarf ekki að stofna sérstakan
listamenntaskóla á Íslandi. Þessir
skólar eru til nú þegar og hafa fjöl-
breytt úrval og öflugt nám upp á
að bjóða. Við þurfum að efla veg
og virðingu þessa náms ásamt
því skapa listaskólum þessa lands
aðstöðu og tæki til að efla þetta
nám enn frekar.
List- og verknám í framhaldsskólum
SJÁVARÚTVEGS-
MÁL
Jóhann
Ársælsson
fv. alþingismaður
➜ Ef lausn síðustu ríkis-
stjórnar hefði náð fram að
ganga hefðu menn staðið
frammi fyrir sömu vanda-
málum aftur þegar nýtingar-
samningum hefði lokið.
MENNTUN
Kristinn
Þorsteinsson
skólameistari
Fjölbrautaskólans í
Garðabæ
➜ Framboð af listnámi er í
raun fjölbreytt. Í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ er
boðið upp á listnám í fata-
og textílgreinum, leiklist og
myndlist auk þess að vera
með hönnunar- og markaðs-
braut.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17.
citroen.is
Einstaklega sparneytinn, lipur og þægilegur. Notar einungis frá 3,4 l/100 km í blönduðum akstri. Há sætisstaða,
gnótt rýmis og ríkulegur staðalbúnaður veita þér hámarks notagildi og frelsi. Auk þess fær hann frítt í stæði í Reykjavík.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu