Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 HERRATÍSKAN Í TÖSKUM TÍSKA Veski og hliðartöskur hafa verið ómissandi fylgihlutur kvenna gegnum tíðina en karlarnir eru að færa sig upp á skaftið. Hliðar töskur í yfirstærð hafa notið mikilla vinsælda hjá konum og það virðist einnig vera uppi á teningnum hjá körlunum. Á ný- liðinni tískuviku í Mílanó sýndu tískuhúsin herralínur sínar fyrir vor og sumar 2014 og spiluðu stórar hliðartöskur þar stórt hlutverk. GUCCI EMPORIO ARMANI GUCCI FENDI FENDI FENDI Vöruhönnuðurinn Sruli Recht er ekki í uppáhaldi hjá einum höfunda lífstíls- síðunnar Sharperliving. co.uk, ef marka má grein sem birtist þar 12. júní síðastliðinn. Umer Sharif tekur þar saman lista yfir það sem hann kallar „fimm verstu“ vörur Sruli undir yfirskriftinni „Sruli Recht: Sá klikkaðasti í tískubransanum.“ Af hverju Sharif birtir einungis lista yfir fimm verstu vörurnar, en ekki líka fimm bestu, segir hann skýrast af því að hann hafi ekki fundið vörur eftir hönnuð- inn sem fyllt gætu slíkan lista. Á listanum er meðal annars hanski úr hákarlaskinni með göddum að innan, kápa úr lambaskinnum og hring- urinn Forget me not, sem er klæddur mannshúð, af Sruli sjálfum, sem Sharif er lítt hrifinn af. Sruli virðist þó ekki láta umfjöllun sem þessa slá sig út af laginu. „Það er gaman að búa til hluti sem gera fólk hamingjusamt,“ sagði hann einfaldlega þegar Fólk innti hann álits. Sruli hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin átta ár og rekið vinnustofuna og verslunina Vopnabúrið. Tímaritið Wall- paper valdi Vopnabúrið eina af tíu athyglis verðustu verslunum heims árið 2010. SÁ KLIKKAÐASTI Í BRANSANUM? Sruli Recht fær slæma útreið á lífstílssíðunni Sharper Living þar sem taldar eru upp fimm „verstu“ vörur hans. FORGET ME NOT MYND/MAINO THORLACHIUS SRULI RECHT MYND/ARASH AFRAZADEH

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.