Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGKonur á besta aldri FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 20134 Bella donna er ítalska og þýðir falleg kona. Okkur þótt i v ið hæf i að láta verslun ina heita þetta enda eru allar konur fallegar,“ segir Stella Leifsdóttir, eigandi verslunarinn- ar Belladonna. Litadýrðin ræður ríkjum í versluninni um þess- ar mundir og úrvalið af falleg- um kjólum er mikið og konur af öllum stærðum og gerðum finna þar eitthvað við sitt hæfi. Stella bendir á að þó marg- ar konur fylgist með tískunni og vilji líta vel út lendi þær oft í vand- ræðum þar sem þær finni fátt sem passi þeim. „Vaxtarlag kvenna hefur verið greint í átta ólíkar gerðir og því skiljanlegt að sama sniðið hentar ekki öllum konum. Því er sérlega mikilvægt að konur með mjúkar línur finni sniðið sem passar vaxtarlagi þeirra,“ bendir Stella á. Í Belladonnu er boðið upp á breitt úrval af tískufatnaði í stærð- um 38 til 58. „Hér fást föt og fylgi- hlutir frá yfir tuttugu merkjum með mismunandi áherslur. Merk- in eru ólík og stíla inn á mismun- andi aldurshópa,“ segir Stella. Hún bendir á að þær sem vilji vanda valið geti notið þess í rúm- góðum mátunarklefum auk þess sem mjúkir leðursófar fari vel með fylgdarliðið. Þá geti börnin unað vel við sitt í barnahorninu. „Við leggjum áherslu á fjöl- breytni og persónulega þjón- ustu,“ segir Stella og áréttar að þó úrvalið sé mikið í versluninni sé aðeins pantað lítið af hverri gerð. „Það þurfa ekki allir að vera eins,“ segir hún glaðlega og bætir við að breytingar séu örar í búðinni enda teknar upp nýjar sendingar í hverri viku. Hún bendir þeim sem vilja fylgjast með framboðinu í Bella- donnu á netklúbbinn á www.belladonna.is. Konur eru fallegar Litadýrðin ræður ríkjum í Belladonnu í Skeifunni 8 um þessar mundir . Verslunin býður upp á breitt úrval af fatnaði í stærðum 38-58. Mikið úrval er af fallegum kjólum í Belladonnu. Litadýrðin ræður ríkjum og færir sól í sinni að sögn Stellu Leifsdóttur eiganda Belladonnu í Skeifunni 8. MYND/ARNÞÓR Lífið breytist ekki við það eitt að verða fimmtug og ég fann meira fyrir aldrinum þegar ég átti orðið börn í grunnskóla og síðar í háskóla. Annars er ég lítið upptekin af aldri og finnst samferðafólk mitt alltaf vera á sama aldri og ég, þótt áratugir skilji á milli,“ segir Elín, sem á haustdögum verður 61 árs. „Árin eftir fimmtugt hafa verið frábær og mér líður afskaplega vel. Mér fannst dásamlegur tíminn þegar ég var yngri með börnin smá en líka núna þegar ég á orðið barna- börn. Mér finnst því allur aldur frá- bær.” Elín segir góða heilsu og vellíðan mikilvæga til að geta notið sín. „Til að vera við góða heilsu þarf að hugsa vel um sig; sofa nóg, borða rétt, hreyfa sig og stunda áhugamál sem hvíla hugann. Til vel líðunar þarf svo að takast á við verkefni sem mann langar til og vera með fjöl- skylduna tiltölulega nálægt sér,“ segir Elín, sem hefur alla tíð aðhyllst hollt mataræði og ástundað mikla hreyfingu. „Til að ná árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur þarf maður að vera í standi til að takast á við verkefnin. Ég á mér mýmörg áhugamál sem hvíla hugann og hef mjög gaman af göngu ferðum heima og í útlöndum. Þá hef ég mikinn áhuga á trjárækt og fágæt- um plöntum og er ég með stóran garð í Þorlákshöfn þar sem ég hef ræktað upp þriggja metra eik,“ segir Elín, sem einnig sinnir garði for- eldra sinna sem enn búa á Læk ásamt tveimur bræðrum hennar. „Það eru forréttindi að hafa þá sem manni þykir vænst um svo ná- lægt sér,“ segir Elín. Fjölskyldan dýrmætust Elín segir aukinn þroska það besta við aldursskeiðið eftir fimmtugt. „Best er að öðlast allan þann þroska sem maður fær við að tak- ast á við lífið í sextíu ár. Mér fannst stórt þroskaskref að uppgötva að ég þurfti ekki sjálf að vera sérfræð- ingur í öllu heldur gat leitað til ann- arra þar sem ég sjálf varð stopp. Það hefði mér ekki dottið í hug fertug.“ Elín á tvo syni og tvö barnabörn, sex ára og eins og hálfs árs. „Tímann með barnabörnunum nota ég afskaplega vel; hann er mér afar dýrmætur og börnunum líka. Þau eiga mig því alveg óskipta þegar við erum saman,“ segir Elín um samrýnda fjölskyldu sína. „Fjölskyldan er aleigan mín og við erum mikið saman. Ég á líka son og tengdadóttur í Svíþjóð en hann var að fá vinnu hér heima og þau nú að skipuleggja líf sitt eins og fjöldi samlanda þeirra sem vinna í sitt hvoru landinu.“ Verðmæti í aldri og þroska Elín var komin á sextugsaldur þegar hún var kjörin formaður BSRB árið 2009 og segir aldur og lífsreynslu hafa verið gott veganesti í slíkt starf. „Ég er ekki viss um að ég hefði haft þroska mjög ung til að takast á við verkefnin sem liggja fyrir í þessu starfi. Fjölbreytnin er mikil, engir tveir dagar eins og dagleg verkefni bæði ögrandi og kröfuhörð.“ Innan aðildarfélaga BSRB eru konur í miklum meirihluta; um sjö- tíu prósent félagsmanna. Elín segir helstu mál á borðum BSRB nú að rétta af launamun kynjanna og nú sé unnið að launakönnun til að vita hvort félaginu hafi orðið ágengt í vinnu þar að lútandi síðastliðið ár. „Mér er fyrir munað að skilja hvers vegna konur eiga erfið ara með að fá vinnu eftir fimmtugt hér á landi. Fimmtugt fólk er í blóma lífsins og hefur mun meiri þroska til að takast á við verkefnin en þeir sem eru ungir og án sambærilegar reynslu,“ segir Elín og bætir við að henni finnist jafn óskiljanlegt að ungt og hæfileikaríkt fólk fái ekki heldur vinnu. „Ég hef sterklega á tilfinning- unni að viðhorf til eldra fólks sé að breytast. Æ fleiri átta sig á hversu gífurleg verðmæti liggja í aldri og þroska og því sóun á verð mætum að nýta ekki starfskrafta vinnandi fólks yfir fimmtugu. Þvert á móti ætti að vera eftirsóknarvert að fá fólk á besta aldri til starfa,“ segir Elín og furðar sig á að aldur skuli skipta vinnuveitendur máli. „Vitaskuld viljum við bæði kyn og allan aldur á vinnustöðum og þar sem ákvarðanir eru teknar. Þannig verður hann sem fjölbreytt- astur og tekur mið af sem flestum sjónarmiðum. Sá sem er sextugur hefur aðrar væntingar og þarfir en sá sem er tvítugur. Því skiptir mestu máli að við vinnum þetta saman.“ Elín hvetur konur yfir fimmtugu til dáða enda eigi þær upp undir tuttugu ár eftir á vinnumarkaði. „Konur eiga að trúa og treysta á innsæi sitt, takast á við hindranir á veginum og aldrei gefast upp.“ Fólk á besta aldri eftirsóknarvert Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB, langstærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi, þar sem 70 prósent félagsmanna eru konur. Elín er Sunnlendingur, fædd og uppalin á bænum Læk í Ölfusi, og býr í Þorlákshöfn þar sem hún ræktar fjölskylduna og tré. Elín er sveitastúlka sem bjó í Breiðholtinu í nokkur ár en fluttist aftur í átt að heima högum þegar svalirnar urðu of litlar fyrir tvo hressa snáða. Síðan hefur hún búið í Þorlákshöfn og ákvað að hrófla ekki við heimilinu þegar hún gaf kost á sér sem formaður BSRB. MYND/VALLI Kynlíf, lífshamingja og ástarsambönd kvenna yfir fimmtugu blómstra nú á tímum. Þetta sýnir nýleg könnun Playtex sem gerð var á meðal 1.500 breskra kvenna á aldrinum 20 til 65 ára. Niður- stöður sýndu að konur yfir fimmtugu eru nú hamingjusamari, ævintýra gjarnari og leikfúsari en nokkru sinni fyrr. Nær helming- ur þeirra (49%) sagðist fagna sextugsaldrinum og að kynlíf þeirra og ástarsambönd væru betri en áður. Konur í föstu ástarsambandi sögðu það langt í frá staðnað þar sem parið nyti samvista og sam- lífis enn betur eftir fimmtugt. Könnunin leiddi einnig í ljós að ein af hverjum fimm konum á sextugsaldri stundar kynlíf einu sinni í viku eða oftar, sem er jafn oft og kynsystur þeirra á þrítugsaldri. Þá viðurkenndi þriðjungur kvenna að þær hefðu aldrei notið kynlífs jafn ríkulega og eftir fimmtugt og helmingur þeirra sagðist enn klæðast kynæsandi undirfötum og hafa sig til fyrir elskhuga sinn. Meirihluti eldri kvenna í könnunni (93%) sagðist hafa horfið frá siðum og hefðum mæðra sinna og eiga meira sammerkt með dætrum sínum sem þær töldu á meðal vinkvenna sinna. Þá leiddist þeim misskilningur yngra fólks sem héldi að um leið og fimmtugs- afmælinu væri náð hætti konum að finnast þær sexí og njóta kyn- lífs. Þvert á móti væru þær spenntari fyrir lífinu en nokkru sinni og í raun vera aldurslaus kynslóð kvenna. Lífið byrjar um fimmtugt Ástin blómstrar sem aldrei fyrr eftir fimmtugt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.