Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGKonur á besta aldri FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 20136
Samkvæmt breskri könnun eiga
konur sem eru 47 ára eða eldri
ekki að vera í bikiníi. Á það er þó
bent í breskum blöðum að þeir
sem hafa séð Helen Mirren og
Jerry Hall á strönd gætu tæpast
verið sammála þessu. Könnunin
var gerð meðal 2.000 kvenna í
Bretlandi en þær voru spurðar
um klæðnað kvenna á besta
aldri. Samkvæmt könnuninni
eiga konur ekki að ganga í
mínípilsum eða kjólum séu
þær orðnar 35 ára eða eldri og
háhælaðir skór eru bara fyrir 51
árs og yngri.
Fyrirtækið Diet Chef sem
framkvæmdi könnunina hefur
verið gagnrýnt af konum á besta
aldri sem finnast svörin fjarri
öllum raunveruleika. Konur yfir
fimmtugt séu yfirleitt glæsi-
legar og unglegar og geta klæðst
hverju sem er svo framarlega
sem vöxtur þeirra beri f líkina.
Könnunin sýndi hins vegar að
44% kvenna á þessum aldri hefur
áhyggjur af því að þær séu of
gamlar fyrir ákveðinn fatnað.
Fyrir utan þetta ættu konur
sem eru orðnar 53 ára eða eldri
hvorki að vera með sítt hár né
tagl. Þá kom fram að um 5%
kvennanna höfðu lent í því í
verslun að afgreiðslustúlka
sagði f lík ekki henta þeirra aldri.
Íslenskar konur eru yfirleitt vel
klæddar eftir aldri. Rétt er þó
að hafa í huga að kona sem er
komin yfir fimmtugt ætti ekki
að klæða sig eins og tvítug dóttir
hennar. Hins vegar er frjálsræðið
mun meira í klæðaburði í dag
en var áður fyrr. Einfaldur en
elegant stíll klæðir eldri konur
best. Madonna er gott dæmi
um konu sem fer eigin leiðir
í klæðaburði. Hins vegar má
segja að Dorrit Moussaieff
forsetafrú sé kona sem klæðir sig
á einfaldan en smekklegan hátt
miðað við aldur.
Að klæða sig eftir aldri
Eftir því er tekið hversu smekklega klædd
forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, er ávallt.
Bryndís Emilsdóttir tók verslunarpróf árið 1977, þá 18 ára gömul. Fimm árum síðar gerðist hún bóndi.
„Ég flutti ásamt manninum mínum, Sigur-
sveini Eggertssyni, á býli tengdaforeldra minna.
Síðan fluttum við á annan bæ sem heitir Ás og
er í Mýrdalshreppi. Þar bjuggum við í tólf ár,
fram til ársins 1998,“ segir Bryndís. „Þá tóku við
hin ýmsu störf, ég fór aftur í verslunarstörf og
var dagmamma um tíma.“
Aftur í nám
Í nokkur ár undi hún sér ágætlega á vinnu-
markaðinum en svo fór menntaþorstinn að
segja til sín. „Ég sá auglýst nám til stúdents-
prófs á listabraut í FB og sló til. Þá var ég 43 ára.
Ég kláraði stúdentinn með vinnu, aðallega í
kvöldskóla.“
Þetta var fyrsta skrefið í átt að draum sem
hafði blundað í Bryndísi frá blautu barnsbeini.
„Ég hef alltaf verið bæði skrifandi og teiknandi
svo þegar ég sá nám til stúdentspróf á listabraut
var ég ekki lengi að hugsa mig um.“
Önnur auglýsing
Eftir stúdentsprófið liðu þrjú ár þar sem hún
var tvístígandi, en aftur kom auglýsing henni
til bjargar. „Ég vissi að það væri erfitt að komast
inn í Listaháskólann, ekki síst af því maður var
kominn á aldur. Svo sá ég auglýst BA-nám í ritlist
við Háskóla Íslands. Þá kviknaði eitthvað,“ segir
Bryndís og bætir við að hún hafi alla tíð verið
hálfgerð alæta á skrifaðan texta. „Svo ég dreif
mig í þetta nám og það var mikið gæfuspor.“
Námið er í bland fræðilegt og verklegt nám.
„Mig þyrsti í fræðslu, ég var eiginlega eins og
svampur þarna. Mig langaði alltaf að læra en
mér gafst ekki tækifæri til þess fyrr. Það var
erfitt að ætla í nám frá búskap og fjórum börn-
um,“ segir Bryndís og segir tilfinninguna hafa
verið góða að setjast loks á skólabekk á ný. „Ég
reyndi fyrst að muna allt sem ég lærði, vera
eins og tölva og vista þetta. Ég upplifði vissa
þrá eftir þekkingu.“
Fólk á öllum aldri
Í náminu með Bryndísi var fólk á öllum aldri,
bæði ungt fólk sem var nýskriðið úr mennta-
skóla og svo eldra fólk sem var á leið aftur í nám.
„Það var vissulega munur á aldurshópunum,
en hann felst aðallega í því að þessir eldri hafa
upplifað hluti, hafa meiri þroska og reynslu sem
nýtist í náminu. Þeir hafa meiri innsýn í mann-
legar tilfinningar og það skilar sér í skrifunum.“
Nú er Bryndís útskrifuð með meistaragráðu
í ritlist og segist hafa mörg járn í eldinum. „Ég
ætla að halda áfram að skrifa, en ég er með
fjórar sögur í smíðum um þessar mundir. Þær
eru mislangt komnar, eins og gengur, en ég
vonast til að koma þessu frá mér. Mig langar
til þess að gefa þær út og stefni að því.“
Lífið er lærdómur
Bryndís segist að vissu leyti hafa kynnst sjálfri
sér upp á nýtt eftir að hafa sest aftur á skóla-
bekk. „Já, maður lærir á meðan maður lifir.
Aldur skiptir engu máli þar. Það er kannski
ekkert svo mikill munur á manneskjunni, þó
aldurinn sé ólíkur, nema að önnur hefur reynt
meira.“ - hþó
Skilningur eykst með aldrinum
Bryndís Emilsdóttir útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu í ritlist. Áður hafði hún stundað landbúnað og verslunarstörf og
passað börn. Hana þyrsti í þekkingu, að eigin sögn, þegar hún ákvað að setjast á skólabekk fyrir rúmum áratug, þá 43 ára gömul.
Bryndís segist að vissu leyti hafa kynnst sjálfri sér upp á nýtt eftir að hafa sest aftur á skólabekk.
MYND/ARNÞÓR
UNDARLEGAR
NIÐURSTÖÐUR
Samkvæmt könnuninni
eiga konur ekki að klæðast
eftirfarandi flíkum eftir vissan
aldur:
■ Bikiní, 47 ára
■ Mínípils, 35 ára
■ Stuttir toppar, 33 ára
■ Hælaháir skór, 51 árs
■ Skartgripir í naflann, 35 ára
■ Há stígvél, 47 ára
■ Íþróttagallar, 44 ára
■ Leðurbuxur, 34 ára
■ Leggings, 45 ára
■ Þröng vesti, 44 ára
■ Gegnsæ blússa, 40 ára
NÁTTÚRULEGT
FYRIR LIÐINA
NUTRILENK
NÝTT NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN
Láttu ekki liðverki aftra árangri þínum í golfinu.
Minnkaðu liðverkina og vonandi forgjöfina í kjölfarið með hjálp Nutrilenk.
Nutrilenk er náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður
valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Nutrilenk hefur hjálpað
þúsundum Íslendinga að öðlast betri liðheilsu.
NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum,
Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum,
Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum
Eru liðverkir að hækka forgjöfina?