Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 27.06.2013, Qupperneq 50
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 BÆKUR ★★★★★ Bautasteinn Borgesar Jón Hallur Stefánsson Bréf frá borg dulbúinna storma Sigurbjörg Þrastardóttir Hælið Hermann Stefánsson KIND Á tímum rafbóka og hraðsoðinna bestsellara bindast skáld og rit- höfundar samtökum og gefa út veglega tímaritröð sem hlotið hefur nafnið 1005. Áætlað er að árgangarnir verði þrír og leit sá fyrsti dagsins ljós þann 10.05 í ár. Í árganginum eru þrjú verk, hvert um sig innbundið en kápulaust en þau deila veglegri kápu sem minnir helst á kassa og hönnuð er af Ragnari Helga Ólafssyni. Hann á líka heiðurinn af lausu saurblöð- unum tveimur sem eru sjálfstæð listaverk og ekkert því til fyrir- stöðu að ramma inn. Glæsileg umgjörð sem strax vekur áhuga á innihaldinu. Bautasteinn Borgesar Fyrsta verkið er grein Jóns Halls Stefánssonar, Bautasteinn Borges- ar, þar sem hann rekur ferð sína og fleiri andans manna í kirkju- garðinn í Genf þar sem jarðnesk- ar leifar Jorge Luis Borges hvíla undir mögnuðum legsteini. Ferðin sú er þó aðeins rammi greiningar á ýmsum æviþáttum Borgesar og verkum sem tengjast myndskreyt- ingum legsteinsins. Jón Hallur tengir aðdáunarlega vel saman líf og list skáldsins út frá þessum myndverkum og frásögnin öll er lifandi og spennandi svo úr verð- ur nánast spennusaga sem lesand- inn getur ekki hætt að lesa. Bæði efnis tök og stíll eru heillandi og ljóst að viðfangsefnið hefur náð heljartökum á höfundinum, sem reyndar segir sjálfur að Borges hafi flækt hann í net sitt í sjálfu Genfarvatni. Bréf frá borg dulbúinna storma Verk númer tvö er ljóða bálkur Sigur bjargar Þrastardóttur, Bréf frá borg dulbúinna storma. Bálkur- inn samanstendur af 62 ljóðum sem saman mynda heildstætt ljóðabréf frá ljóðmælanda í Argentínu til viðtakanda í Svíþjóð. Hvort viðtak- andinn er einn eða fleiri er þó ekki ljóst því ljóðmælandinn ávarpar hann með ýmsum nöfnum, enda segist hún gleymin á nöfn. Ljóðmál Sigurbjargar er sér- stætt og persónulegt eins og jafn- an fyrr en sterkust áhrif hefur þó hrynjandin í ljóðunum sem magn- ar stemninguna til muna og sogar lesandann inn í tangódans sem á yfirborðinu virðist nokkuð sléttur og felldur. Undir krauma þó ástríð- ur, ótti, einmanaleiki og þrá sem hrífa lesandann með sér inn í heim sem í senn er framandi og kunnug- legur. Sannarlega seiðandi lesning. Hælið Þriðja verkið er skáldsagan Hælið eftir Hermann Stefánsson. Ekki heldur í því er allt sem sýnist því það sem á yfirborðinu virðist vera nokkuð hefðbundin glæpa- saga reynist allt í senn paródía á glæpasöguna eins og við þekkjum hana, lykilskáldsaga og heimspeki- leg pæling um mörk andlegs heil- brigðis og geðveiki. Rammi sögunnar er sá að morð er framið í kjallara Klepps spítala og tveir lögreglumenn, Reynir og Aðalsteinn, eru kallaðir til að rannsaka málið. Þeir eru í upphafi dregnir sömu dráttum og algeng- ast er um lögreglumenn í slíkum sögum en reynast auð vitað mun flóknari og sam settari persónur, sem safna saman í eina mann- lýsingu ýmsum klisjum slíkra sögupersóna úr ólíkum áttum. Kleppur er líka óvanalegur vett- vangur morðs og þegar í ljós kemur að rithöfundurinn Her- mann Stefánsson er þar vist maður sem situr við skriftir á skáldsög- unni Hælinu þar sem Eggert feld- skeri er meðal grunaðra morð- ingja fara að renna fleiri en ein og fleiri en tvær grímur á lesandann. Hermann leikur sér geysi- vel með þetta staðnaða form og lausn gátunnar er í senn frum- leg og klisjukennd, eins og raun- ar allt annað í sögunni. Hrikalega skemmtileg og frískandi saga. Að framansögðu ætti að vera ljóst að 1005 er einhver mest gefandi og ferskasta lesning sem völ er á um þessar mundir og það er mikið tilhlökkunarefni að eiga von á öðrum eins gleðiskammti að ári. Verst bara hvað það er langt þangað til. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Þrjú ólík verk sem saman mynda ferskustu og hressilegustu lesningu sem í boði er á íslenskum bókamarkaði um þessar mundir. Þrír eðalpennar í sínu elementi JÓN HALLUR STEFÁNSSON SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR HERMANN STEFÁNSSON Popol Vúh, eða Bók fólksins, er komin út í íslenskri þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Bókin fjallar um eina af forn- um sköpunar- sögum veraldar og er upphafs- saga Maya-þjóð- arinnar. JPV- útgáfa gefur bókina út og Vigdís Finn- bogadóttir ritar formálsorð. Í formálanum segir Vigdís meðal annars: „Bókin var skráð í lok sautjándu aldar eða byrjun þeirrar átjándu, en týnd- ist svo um tveggja alda skeið og fannst ekki fyrr en á fyrstu árum tuttug ustu aldarinnar. Hugarflug höfunda ritsins fer með himin- skautum, hver kynjasagan tekur við af annarri og af allt öðrum toga en sú sköpunarsaga sem við þekkjum best. Það tók til að mynda guði Kítse-kynstofnsins langan tíma að skapa manninn. Skaparanum og Mótaranum voru mislagðar hendur og fjarri því að vera eins leiknir í að koma veröldinni á kjöl og Guð kristinna manna. Í þessari merkilegu bók eru frásagnirnar oft afar ljóðræn- ar og stundum bregður fyrir háði og barnslegri kæti. Ritið veitir innsýn í óþekkta heima frum- byggja Gvatemala og Maya sem okkur er vissulega hollt að kynn- ast.“ Upphaf Maya- þjóðarinnar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Fræðsla 20.00 Ljósmyndasafn Reykjavíkur upp á ljósmyndagöngu um Gömlu höfnina í Reykjavík. Í göngunni, sem Gísli Helgason verkefnisstjóri hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur, leiðir, verður þróunarsaga hafnarsvæðisins á um 100 ára tímabili rakin með hjálp gamalla ljósmynda. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Birgir Gilbertsson járnkarl OPTICAL STUDIO/OAKLEY-umboðið á Íslandi Í tilefni Tour de Hvolsvöllur bjóðum við AFSLÁTT AF GLERAUGUM til mánaðamóta GUÐBERGUR BERGSSON MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.