Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 52
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Plata 1 Robin Thicke / T.I. / Pharrell Blurred Lines 2 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 3 Emmelie de Forest Only Teardrops 4 Capital Cities Safe and Sound 5 Botnleðja Panikkast 6 Margaret Berger I Feed You My Love 7 Muse Panic Station 8 Imagine Dragons Demons 9 Maroon5 Love Somebody 10 Macklemore & Ryan Lewis Can’t Hold Us Sæti Flytjandi Plata 1 Sigur Rós Kveikur 2 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 5 Ljótu hálfvitarnir Ljótu hálfvitarnir (2013) 6 Ýmsir Pottþétt 59 7 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 8 KK & Maggi Eiríks Úti á sjó 9 Daft Punk Random Access Memories 10 Retro Stefson Retro Stefson 20.6.2013 ➜ 26.6.2013 Tvær ungar norrænar söng- konur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Tónlistans en Emme- lie de Forest, sigurvegari Euro- vision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítug- ur danskur söngvari og laga- höfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga- tónlistar- mann- inum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óska- byrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlut- verkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smá- skífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feri l sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækis- ins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýlið- inn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsæld- um á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Row- land, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútíma- legt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistar menn. Eurovision-stjörnur keppa um vinsældir Söngkonurnar Emmelie de Forest og Margaret Berger náðu efsta og fj órða sætinu í Eurovision. Núna keppa þær um hylli íslenskra útvarpshlustenda. Kanye West er í fremstu röð rapptónlistarmanna eins og sannast á nýjustu plötu hans Yeezus. Undirtónninn á henni er myrkur og greinilegt að hann er prufa sig áfram með nýja takta, tóna og hugmyndir. West er framsækinn rappari, ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, og það skilar sér í áhugaverðri tónlist og textum sem halda manni sífellt á sætis- brúninni. Ég komst fyrst í kynni við Kanye West þegar ég eignaðist aðra plötu hans, Late Registration, sem kom út 2005. Þar voru sálaráhrifin áberandi eins og á fleiri plötum hans. Melódíurnar voru góðar og textar í lögum á borð við Gold Digger skemmtilegir. Þrátt fyrir að hafa heillast af Late Registration hætti ég ein- hverra hluta vegna að fylgjast með West, eða þangað til hann sendi frá sér hina mögnuðu My Beautiful Dark Twisted Fantasy fimm árum síðar. Á þessu „týnda“ tímabili gaf hann út tvær plötur, fyrst Graduation. Af því sem ég heyrði af henni í útvarpinu hreifst ég af langmest af Homecoming með Chris Martin úr Coldplay í gestahlutverki og hugsaði með mér að West væri bara á fínu róli. Næst gaf hann út hina auto-tjúnuðu 808s & Heartbreak, sem fór einnig fram hjá mér, en ef maður hlustar á hana núna eru lög á borð við Amazing þrælskemmtileg. Með My Beautiful Dark Twisted Fantasy má segja að West hafi snúið aftur af fullum krafti og hann lét ekki þar við sitja, heldur gaf út, innan við ári síðar, aðra framúrskarandi plötu með vini sínum Jay-Z, Watch the Throne. Núna er Yeezus svo komin út og sem fyrr naut rapparinn aðstoðar góðra manna, þar á meðal Justins Vernon úr Bon Iver og upptökustjórans Ricks Rubin, og allir hjálpuðust að við að búa til heilsteypt og skemmtilegt verk. West er einfaldlega í hörkuformi um þessar mundir og það verður að teljast harla ólíklegt að ég gefi honum aðra fimm ára hvíld í framtíðinni. Framsækinn í fantaformi Samaris - Samaris Jeff Beck - Blow by Blow Bellstop - Karma Í spilaranum EMMELIE DE FOREST Danska söng- konan vann Eurovision-keppnina með laginu Only Teardrops. NORDICPHOTOS/GETTY Stigafj öldi Only Teardrops í Eurovision. 281 MARGARET BERGER Á sjötta vinsælasta lag Íslands um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY Stigafj öldi I Feed You My Love í Eurovision. 191 HRÍFANDI OG HLÝ Hröð og spennandi saga um Indland nútímans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.