Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 66
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
Inbee Park frá Suður-Kóreu getur
skrifað nafn sitt í sögu bækurnar
um helgina með sigri á Opna
bandaríska meistaramótinu, þriðja
risamóti ársins í kvennagolfinu.
Ekki nóg með að hún geti með því
orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að
landa fyrstu þremur risatitlum árs-
ins, heldur kemur hún sjóðheit inn
í þetta mót og hefur unnið síðustu
tvö mót á mótaröðinni.
Park, sem er 24 ára og komst á
topp heimslistans í vor, hefur ann-
ars verið á ótrúlegu skriði síðasta
árið, þar sem hún hefur sigrað sjö
sinnum á síðustu 23 mótum og alls
endað 15 sinnum á topp-tíu listan-
um.
Hún hefur áður unnið á Opna
bandaríska, en árið 2008 varð hún
yngst allra til að happa þeim titli,
einungis 19 ára gömul.
Beri hún sigur úr býtum á
Sebonack-vellinum í New York-
ríki verður hún fyrst kvenna til að
vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan
Lorena Ochoa lék þann leik árið
2008. Hefur gengi hennar undan-
farið einmitt verið líkt við þá
yfirburði sem Ochoa og Annika
Sörenstam á undan henni höfðu í
kvennagolfinu á sínum tíma.
Park reynir þó sjálf að halda fót-
unum á jörðinni.
„Ég hef aldrei leikið eins vel á
ferlinum og ég er að gera núna,“
segir Park. „Ég ætla bara að reyna
að halda þessu áfram.“
Keppnin mun þó reynast Park
erfið, þar sem hin bandaríska Stacy
Lewis er sennilega efst á blaði,
en Lewis missti einmitt toppsæti
heimslistans til Park.
Lewis segir gengi Park að undan-
förnu hafa verið ótrúlegt.
„Alltaf þegar mér finnst hún
vera spila í meðallagi vel kemur
hún strax til baka næsta dag og er
alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar
og alltaf með möguleika á sigri og
lætur ekkert á sig fá.“
Bandarískir kylfingar eru ann-
ars orðnir langeygir eftir risatitli,
þar sem enginn þeirra hefur unnið
slíkan titil í níu risamótum í röð,
allt frá því að Lewis gerði það sjálf
á Kraft Nabisco-meistaramótinu
árið 2011.
Önnur kona sem gæti komið
sterk inn er Skotinn Catriona
Matthews, sem tapaði fyrir Park í
umspili á síðasta risamóti, LPGA-
meistaramótinu.
Fjórða risamótið í kvennagolfinu,
Opna breska, fer svo fram í ágúst,
en í ár ber svo við að fimmta mótið,
Evian-meistaramótið í Frakklandi,
hefur verið samþykkt sem fimmta
risamótið. thorgils@frettabladid.is
Sögubækurnar bíða
eft ir Inbee Park
Inbee Park freistar þess um helgina að vinna þriðja risamótið í röð. Topp-
konan á heimslistanum hefur líka unnið síðustu tvö mótin á LPGA-mótaröðinni.
Bandaríkja menn freista þess að vinna risamót í fyrsta sinn í síðustu tíu tilraunum.
Á FLJÚGANDI SIGLINGU Inbee Park hefur unnið fyrstu tvö risamót ársins og fær tækifæri til að bæta því þriðja við um helgina,
en Opna bandaríska meistaramótið hefst á Sebonack-vellinum í dag. NORDICPHOTOS/AFP
GOLF Fjórða mótið í Íslands-
bankamótaröðinni fyrir börn og
unglinga fer fram á Hlíðarvelli í
Mosfellsbæ um helgina hjá golf-
klúbbnum Kili. Þetta er fyrsta
stóra mótið sem haldið er á vellin-
um síðan hann var gerður að átján
holu velli.
Tólf sterkir kylfingar verða þó
fjarverandi um helgina þar sem að
þeir taka nú þátt í sterku alþjóð-
legu móti í Finnlandi sam tímis.
Engu að síður er fullt á mótið
enda gríðarlega mikill golfáhugi
á meðal barna og unglinga hér á
landi.
Keppendum er aðeins leyft
að vera með kylfubera með sér í
yngstu aldursflokkunum. Hins
vegar er það í staðarreglunum hjá
Kjalarmönnum að leyfilegt verður
að vera með aðstoðarmenn á 6., 7.,
og 8. holu. Ástæðan er sú að krían
er með varp þar í kring og getur
verið mjög ágeng á kylfinga sem
slá utan brautarinnar.
Barist við kríuna
Fjórða mótið í Íslandsbankamótaröðinni um helgina.
HLÍÐARVÖLLUR Mótið um helgina er fyrsta stórmótið sem GKj heldur síðan að
Hlíðarvöllur var stækkaður.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU