Fréttablaðið - 09.08.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 09.08.2013, Síða 18
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þetta ætti að verða gott partí,“ seg-ir Daníel Starrason ljósmyndari. Hann opnar á morgun ljósmynda- sýningu í Populus Tremula á Akureyri ásamt félaga sínum Magnúsi Andersen. Myndirnar á sýningunni eru allar af ís- lensku tónlistarfólki sem Magnús og Daníel hafa tekið, ýmist sem kynningar- efni fyrir tónlistarfólkið eða að eigin frumkvæði. Um kvöldið verður slegið upp tónleikum. „Maggi hefur myndað tónlistarfólk og hljómsveitir í Reykjavík og ég fyrir norðan. Við áttum orðið gott safn og höfðum lengi ætlað okkur að blanda því saman og sýna. Við stukkum því til þegar tækifærið gafst hjá Popu- lus Tremula,“ segir Daníel. „Sýningin stendur einungis yfir þessa helgi en við stefnum á að setja hana einnig upp í Reykjavík á menningarnótt.“ Opnun sýningarinnar er klukkan 14 á laugardaginn og þar munu Daníel og Inga Eydal flytja nokkur lög. Klukkan 21 hefjast svo tónleikar þar sem hljóm- sveitirnar Pitenz, Hindurvættir, Buxna- skjónar og Naught spila ásamt Þor- steini Kára. „Þetta eru allt norðlenskar hljómsveitir. Hindurvættir spiluðu á Eistnaflugi fyrir austan og eru í harðari kantinum, Buxnaskjónar eru svolítið pönkaðir og þá er Þorsteinn Kári ungur og efnilegur tónlistarmaður sem gaman er að fylgjast með. Þetta er í fyrsta sinn sem við Magnús sýnum saman. Við erum báðir í Mediaskolen í Danmörku og höfum oft verið aðstoðarmenn hvor annars í verkefnum,“ segir Daníel og bætir við að stíll þeirra félaga sé ólíkur. „Myndirnar mínar eru grófari og ég sýni mikið af svarthvítum myndum. Magnús er með fíngerðari myndir í fal- legum litum þar sem nostrað er við smáatriðin.“ Daníel og Magnús stefna á að ljúka náminu í Danmörku eftir rúmt ár. Hvað þá tekur við er óráðið en Daníel segir þó líklegt að þeir eigi eftir að vinna aftur saman. Daníel heldur úti ljós myndasíðu á Facebook, Augnablik á Akureyri, en nánar má forvitnast um myndir þeirra félaga á www.danielstarrason.com og magnusandersen.com. ■ heida@365.is ROKKAÐ Í TREMULA LJÓSMYNDASÝNING Daníel Starrason og Magnús Andersen opna ljósmyndasýningu í Populus Tremula á Akureyri á laugardag. Myndirnar eru af íslensku tónlistarfólki og um kvöldið verður slegið upp rokktónleikum. BJÖRN JÖRUNDUR MYND/DANÍEL STARRASON RETRO STEFSON RETRO STEFSON MYND/MAGNÚS ANDERSEN HEFLARNIR MYND/DANÍEL STARRASON SÝNIR Í POPULUS TREMULA Daníel Starrason opnar á morgun sýningu ásamt Magnúsi Andersen. MYND/ÁGÚST ATLASON BOOGIE TROUBLE MYND/MAGNÚS ANDERSEN Lengi getur nýju fólki F ÍT O N / S ÍA Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.