Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.08.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þetta ætti að verða gott partí,“ seg-ir Daníel Starrason ljósmyndari. Hann opnar á morgun ljósmynda- sýningu í Populus Tremula á Akureyri ásamt félaga sínum Magnúsi Andersen. Myndirnar á sýningunni eru allar af ís- lensku tónlistarfólki sem Magnús og Daníel hafa tekið, ýmist sem kynningar- efni fyrir tónlistarfólkið eða að eigin frumkvæði. Um kvöldið verður slegið upp tónleikum. „Maggi hefur myndað tónlistarfólk og hljómsveitir í Reykjavík og ég fyrir norðan. Við áttum orðið gott safn og höfðum lengi ætlað okkur að blanda því saman og sýna. Við stukkum því til þegar tækifærið gafst hjá Popu- lus Tremula,“ segir Daníel. „Sýningin stendur einungis yfir þessa helgi en við stefnum á að setja hana einnig upp í Reykjavík á menningarnótt.“ Opnun sýningarinnar er klukkan 14 á laugardaginn og þar munu Daníel og Inga Eydal flytja nokkur lög. Klukkan 21 hefjast svo tónleikar þar sem hljóm- sveitirnar Pitenz, Hindurvættir, Buxna- skjónar og Naught spila ásamt Þor- steini Kára. „Þetta eru allt norðlenskar hljómsveitir. Hindurvættir spiluðu á Eistnaflugi fyrir austan og eru í harðari kantinum, Buxnaskjónar eru svolítið pönkaðir og þá er Þorsteinn Kári ungur og efnilegur tónlistarmaður sem gaman er að fylgjast með. Þetta er í fyrsta sinn sem við Magnús sýnum saman. Við erum báðir í Mediaskolen í Danmörku og höfum oft verið aðstoðarmenn hvor annars í verkefnum,“ segir Daníel og bætir við að stíll þeirra félaga sé ólíkur. „Myndirnar mínar eru grófari og ég sýni mikið af svarthvítum myndum. Magnús er með fíngerðari myndir í fal- legum litum þar sem nostrað er við smáatriðin.“ Daníel og Magnús stefna á að ljúka náminu í Danmörku eftir rúmt ár. Hvað þá tekur við er óráðið en Daníel segir þó líklegt að þeir eigi eftir að vinna aftur saman. Daníel heldur úti ljós myndasíðu á Facebook, Augnablik á Akureyri, en nánar má forvitnast um myndir þeirra félaga á www.danielstarrason.com og magnusandersen.com. ■ heida@365.is ROKKAÐ Í TREMULA LJÓSMYNDASÝNING Daníel Starrason og Magnús Andersen opna ljósmyndasýningu í Populus Tremula á Akureyri á laugardag. Myndirnar eru af íslensku tónlistarfólki og um kvöldið verður slegið upp rokktónleikum. BJÖRN JÖRUNDUR MYND/DANÍEL STARRASON RETRO STEFSON RETRO STEFSON MYND/MAGNÚS ANDERSEN HEFLARNIR MYND/DANÍEL STARRASON SÝNIR Í POPULUS TREMULA Daníel Starrason opnar á morgun sýningu ásamt Magnúsi Andersen. MYND/ÁGÚST ATLASON BOOGIE TROUBLE MYND/MAGNÚS ANDERSEN Lengi getur nýju fólki F ÍT O N / S ÍA Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.