Fréttablaðið - 17.08.2013, Side 74
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 20138
Kjartan hefur verið virkur í félagslífinu í Verzlunarskólanum.
Kjartan Þórisson er að hefja sitt þriðja ár í Verzlunar-skóla Íslands í næstu viku.
„Ég er mjög spenntur að byrja í
skólanum. Verzló er eins og stig-
magnandi rússíbani. Það verð-
ur allt áhugaverðara og skemmti-
legra með hverju ári sem líður. Ég
byrjaði skólagönguna á að þekkja
ekki neinn en í dag get ég labb-
að um gangana og heilsað flest-
um með nafni. Í ár hef ég sett mér
það markmið að prófa eins margt
og ég get sem kemur að félagslíf-
inu, enda svo margt hægt að gera
í Verzló,“ segir Kjartan.
„Ég er spenntur fyrir að byrja í
skólanum í næstu viku. Það verð-
ur gaman að hitta bekkinn og
sjá gömul andlit eftir sumarið.
Ég hef alltaf nýtt sumarfríin í að
hitta gömlu vinina úr grunnskóla
til þess að missa ekki tengslin,“
segir Kjartan. Hann stundar nám
á hagfræðibraut. „Ég læri heima í
þeim fögum sem mér finnst skipta
máli. Ég hef til dæmis aldrei tekið
upp dönskubók heima hjá mér en
ég stend mig ágætlega vel í skóla
þrátt fyrir það,“ segir Kjartan.
Félagslífið í Verzlunarskólan-
um er með því öflugasta á landinu
og er góður vettvangur fyrir ung-
linga að láta ljós sitt skína. Í fyrra
starfaði Kjartan í Málfundafé-
laginu og í ár situr hann í ritstjórn
Verzlunarskólablaðsins sem verð-
ur gefið út í áttugasta skiptið þetta
skólaár. „Það verður nóg að gera
hjá mér í ár en ásamt því að sinna
náminu verður vinnan í blaðinu
mikil. Það er varla hægt að kalla
þetta annað en bók enda harð-
spjalda, nokkur hundruð blað-
síður og níðþung,“ segir Kjartan.
Í sumar hefur Kjartan verið að
vinna hjá sjálfum sér en hann er
ásamt vinum sínum að setja upp
vefsíðu. „Í byrjun sumars varð ég
ástfanginn af vefsíðuhönnun og
forritun og ég hef verið að vinna
í nokkrum verkefnum í tengslum
við það. Núna erum við vinirnir
að hanna vefsíðu sem mun von-
andi verða opnuð í nóvember,“
útskýrir hann. Það hefur þó sína
ókosti að vinna hjá sjálfum sér en
Kjartan hefur þurft að velja á milli
þess að kaupa sér ný föt fyrir skól-
ann og kaupa sér mat í vinnunni.
„Það eina sem ég raunverulega
þarf fyrir skólann er skólatask-
an og tölvan. Bækurnar tínast
inn á fyrstu tveimur vikunum.
Ég er bara spenntur fyrir að byrja
aftur,“ segir Kjartan.
Félagslífið
skiptir máli
Flestir menntaskólar landsins hefjast í næstu viku.
Fátækir námsmenn þurfa að vera
útsjónarsamir í innkaupum og
kunna að lifa spart. Á krepputímum
er enn meiri kúnst að lifa af, en hafa
ber í huga að oftast er ódýrara og
heilnæmara að útbúa máltíðina
heima. Hér er uppskrift að ljúffengri
enskri „námsmannasteik“ sem er
mjög auðvelt að útbúa og bragðast
einstaklega vel.
Pylsur bakaðar í deigi (Toad in the
hole)
2 egg
125 g hveiti
150 ml mjólk, blönduð með 150 ml af
köldu vatni
1 msk. grófkorna sinnep
Salt og nýmalaður pipar
6 pylsur í dálæti
100 g beikon eða bragðgóð skinka
3 tsk. olía
Hrærið saman eggjum, hveiti, mjólk,
sinnepi og kryddi þar til deigið er
mjúkt og kekkjalaust. Vefjið pylsur
inn í beikon eða skinku. Smyrjið
bökunarform með olíu, hellið deigi
í formið og raðið pylsum ofan á.
Bakið í 220°C heitum ofni í 25-30
mínútur, eða þar til bústið og gyllt.
Berið fram með brúnni lauksósu
eða grófu sinnepi.
ÓDÝR NÁMSMANNASTEIK
KENNSLA Á NETINU
Khan Academy er kennslusíða á netinu sem bandaríski frumkvöðull-
inn Salman Khan stofnaði árið 2006. Hann er með þrjár gráður frá MIT;
BS-gráðu í stærðfræði og BS- og MEng-gráðu í tölvunar- og rafmagns-
verkfræði. Auk þess er hann með MBA-gráðu frá Harvard.
Hann stofnaði kennslusíðuna upphaflega fyrir frændsystkini sín, til að
geta hjálpað þeim með heimanámið úr fjarlægð.
Khan Academy hentar bæði kennurum sem undirbúa nám á ýmsum
skólastigum og nemum sem vilja dýpka þekkingu sína heima. Hug-
myndin byggir á kennslumyndböndum og verkefnum.
Khan Academy er ókeypis og allir geta skráð sig.
Hotel and Tourism Management Studies
in Iceland & Switzerland
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst
Hótel og Veitingaskóli Íslands
Menntaskólanum í Kópavogi
Umsókn sendist til baldur.saemundsson@mk.is
Fyrsta ár: Joint Certificate programme
Hospitality and Culinary School of Iceland
Annað & Þriðja ár: Bachelor of International
Business in Hotel and Tourism Management
César Ritz Colleges Switzerland
Skólinn hefst á eftirfarandi dags.
Fyrsta ár: 22. águst 2013
Nánari upplýsingar eru
veittar hjá:
Árni Valur Sólonsson,
Sími: 896-2204 eða
Baldur Sæmundsson,
Sími: 594-4000
WWW.RITZ.EDU
YOUR KEY TO A SUCCESSFUL
HOSPITALITY CAREER CULINARY PASSION AND EXCELLENCE
WWW.CULINARYARTS.CH
Choose the Culinary Arts Academy Switzerland.
Make your dream of becoming a chef a reality and
qualify with a Bachelor degree in Culinary Arts.
The finest culinary traditions
State-of-the-art training facilities
Paid internships
In the heart of Europe
Icelandic chefs are exempt from Year 1 and qualifi-
cations are accredited towards the Icelandic Master
Chefs Certificate.
Further information please contact Árni Sólonsson
Tel: 896-2204
Skrifstofubraut I –
staðbundið nám og fjarnám
Tveggja anna hagnýt braut þar sem
höfuðáhersla er lögð á
viðskipta- og samskiptagreinar.
Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00.
Kennsla hefst 22. ágúst
Brautin er einnig kennd í fjarnámi
– sjá mk.is
Upplýsingar veitir fagstjóri hagnýtra
viðskipta- og fjármálagreina
í síma 594 4000/824 4114.
Netfang inga.karlsdottir@mk.is
Nám sem nýtist þér!
Skrifstofubraut II -
rekstrarfulltrúi
Tveggja anna framhaldsnám á
skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi.
Mikil áhersla er lögð á tölvunám,
viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í
ensku, bókfærslu og tölvunotkun.
Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00.
Kennsla hefst 22. ágúst
Brautin er einnig kennd í fjarnámi
– sjá mk.is