Fréttablaðið - 26.09.2013, Síða 23
FIMMTUDAGUR 26. september 2013 | SKOÐUN | 23
Í dag innheimtir ríkissjóður
ekki virðisaukaskatt af raf-
magnsbílum sem kosta minna
en sex milljónir króna. Auk þess
eru hvorki innheimtir tollar af
slíkum bílum né vetnisbílum.
Ástæðan er einföld. Enn sem
komið er kosta rafmagnsbílar
töluvert meira en sambærilegir
bensín- eða díselbílar og því var
talið æskilegt að fella niður tolla
og skatta af rafmagnsbílum,
a.m.k. tímabundið. Markmiðið
er að fleiri sjái sér hag í því að
kaupa rafmagnsbíla.
Um næstu áramót verður
aftur byrjað að innheimta virðis-
aukaskatt af rafmagns bílum
nema lögin verði framlengd.
Ríkisstjórn Íslands þarf því að
ákveða hvort betra sé fyrir ríkið
að innheimta fullan virðisauka-
skatt af rafmagnsbílum eða
ekki. Það þarf því að meta hvort
fjölgun rafmagnsbíla á Íslandi
sé æskileg þróun og raunhæf,
eða ekki.
Að missa tekjustofn?
Vasklausir rafmagnsbílar seljast
betur. Ef margir taka upp á
því að aka um á slíkum bílum
mun þeim mun minna seljast af
bensíni og díselolíu á Íslandi.
Það er einmitt þetta sem ein-
hverjir virðast óttast sem hugsa
um hag ríkisins. Ástæðan fyrir
óttanum er sú að ríkið fær
nokkra milljarða á ári í tekjur
af virðisaukaskatti af sölu elds-
neytis. Sá skattur stendur undir
kostnaði við vegaframkvæmdir
og fleira. Þetta hefur heyrst sem
ein röksemdafærslan fyrir því
að ekki væri gott fyrir ríkið að
halda áfram að stuðla að frekari
sölu rafmagnsbíla á Íslandi með
skattaafslætti.
Þetta er sjónarmið út af fyrir
sig. Sala á eldsneyti gefur rík-
inu jú tækifæri til að innheimta
gríðarlegan skatt af bensínsölu
sem nýttur er til að fjármagna
alls kyns hluti. Þegar nánar er
að gáð hljómar þó slíkt tal eins
og að betra sé að eiga eyrinn og
kasta krónunni.
Ef Ísland væri fyrirtæki
myndu rök um hversu vont væri
fyrir ríkið að missa af innheimtu
skatts af eldsneyti hljóma eins
og rifrildi milli deilda í fyrir-
tækinu. Ríkið er nefnilega eign
okkar allra og skattarnir fjár-
munir frá eigendum ríkisins.
Innheimta skatts af eldsneyti
er einungis tilfærsla fjármuna
frá einum hópi til annars. Þeir
sem kaupa bensínið borga skatt
sem er dreift til okkar allra,
bæði þeirra sem nota bílana í
formi vega og brúa en einnig til
annarra hópa ef peningurinn er
notaður í eitthvað annað, ótengt
bílum.
Það að stuðla ekki að fjölgun
rafmagnsbíla á þessum for-
sendum er því krafa um að þessi
millifærsla geti haldið áfram.
Eftir sem áður þyrfti fyrir tækið
Ísland að kaupa inn eldsneyti
fyrir tugi milljarða króna á ári,
í erlendum gjaldeyri. Hvatinn
til kaupa á rafmagnsbílum væri
tekinn burt þegar mikil þörf er
á endurnýjun bílaflota lands-
manna. Og þetta er kjarni máls-
ins. Í stað þess að flytja inn elds-
neyti sem mun einungis hækka í
verði á komandi árum gætum við
notað rafmagn sem við eigum til
í miklu magni. Starfsmenn Orku-
veitu Reykjavíkur telja að fyrir-
tækið geti útvegað orku fyrir allt
að 50.000 rafmagnsbíla án þess
að þurfa að gera nánast nokkrar
ráðstafanir á sínu veitukerfi.
Þarf mikið að reikna til að sjá
hvor leiðin sé betri? Önnur felur
í sér betri nýtingu á hreinni
orku sem við eigum sjálf til og
kostar lítið sem ekki neitt og
hin felur í sér innkaup á gríðar-
legu magni af mengandi orku
sem við þurfum að borga fyrir
með erlendum gjaldeyri sem við
eigum ekki til. Nei, það þarf ekki
reiknikunnáttu til að sjá hvor
leiðin er betri fyrir okkur.
Raunhæfir valkostir
Fyrir örfáum árum hefði þessi
umræða annars öll verið til
einskis ef ekki hefði orðið þróun
síðustu örfáu misserin sem gjör-
breytir stöðunni varðandi fram-
boð á rafmagnsbílum. Bæði eru
hefðbundnir bílaframleiðendur
farnir að bjóða upp á fullkom-
lega raunhæfa valkosti eins og
þeir vita sem hafa skoðað t.d.
Nissan Leaf. Mesta breytingin
á þessu sviði er þó vafalaust
framleiðsla nýrra rafmagns-
bíla á vegum fyrirtækis sem
heitir Tesla. Fyrirtækið býður
upp á raunverulegan valkost
við bensín bíla, m.a. í kjölfar
öflugrar stefnumörkunar og
hvatakerfis Kaliforníuríkis í
Bandaríkjunum.
Fyrir einungis 15 mánuðum
höfðu fáir trú á að Tesla tæk-
ist það sem það hefur nú gert,
sem er að bjóða upp á frábæran
bíl sem gengur fyrir rafmagni.
Í Bandaríkjunum hefur sá bíll
verið valinn besti bíll ársins af
nær öllum sem fjalla um bíla auk
þess sem hann hefur sprengt
öll viðmið hvað varðar öryggi í
umferðinni. Allar líkur eru á að
bíllinn muni hafa afgerandi áhrif
á hraða þróunar í framleiðslu
á rafmagnsbílum og draga
úr óvissu um hvaða orkugjafi
verður ofan á í þessum efnum.
Ísland einstakt
Viðskiptamódel Tesla gengur
hins vegar ekki út á að selja
dýra bíla í tiltölulega litlu
magni heldur framleiðslu á
samkeppnis hæfum bíl sem
kostar lítið og á að seljast í miklu
magni. Eftir árangur Model S
sem selst nú betur en nær allir
aðrir bílar í sama gæðaflokki í
t.d. Kaliforníu, efast fáir um að
Tesla takist ekki þetta ætlunar-
verk sitt. Afleiðing þessa er að
aðrir bílaframleiðendur gætu nú
loksins þurft að spýta í lófana
varðandi framboð rafmagnsbíla
ef þeir vilja ekki að fari fyrir
þeim eins og Nokia og Black-
berry eftir að Apple hóf fram-
leiðslu á farsímum með nýju
sniði fyrir örfáum árum.
Við Íslendingar erum í ein-
stakri stöðu og getum með vist-
vænni orku tekið stærri skref og
hraðari en flestir aðrir. Ríkis-
stjórnin á að senda þau skilaboð
til bíleigenda að við ættum að
stefna markvisst að vistvænum
bílaflota. Forðumst að ákveða að
skola fjármunum niður um eld-
húsvaskinn með því að treysta
á áframhaldandi skattheimtu
af eldsneyti sem við þurfum
ekki að flytja inn fyrir erlendan
gjaldeyri sem við eigum ekki til.
Fullur vaskur
af orku
Í DAG
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
Ef Ísland væri fyrir-
tæki myndu rök um
hversu vont væri fyrir
ríkið að missa af innheimtu
skatts af eldsneyti hljóma
eins og rifrildi milli deilda
í fyrirtækinu. Ríkið er
nefnilega eign okkar allra
og skattarnir fjármunir frá
eigendum ríkisins.
Mannréttindi hversdagsins
föstudaginn 27. september kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli
Dagskrá:
13.00 – 13.10 Setning: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands
13.10 – 13.20 Ávarp: Stefán Thors, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
13.20 – 13.40 Aðgengi er forsenda þátttöku
– Ný íslensk rannsókn: Steinunn Þóra Árnadóttir, MA í fötlunarfræði
13.40 – 14.00 Algild hönnun: Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði
14.00 – 14.20 Ný byggingarreglugerð: Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
14.20 – 14.30 Umræður
14.30 – 15.00 Kaffihlé
15.00 – 15.20 Aðgengi: Upplýsingar og úrbætur: Harpa Cilia Ingólfsdóttir,
ráðgjafi og ferlihönnuður
15.20 – 15.40 Aðgengi að alnetinu: Birkir Rúnar Gunnarsson, vefhönnuður hjá Advania
15.40 – 16.00 Hugleiðingar
• Aðgengi að náttúrunni: Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar
• Aðgengi að menningu: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur
• Aðgengi að vörum og þjónustu: Ágústa Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustu-
og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Málþingsstjóri: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Nýprents
Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald
Síðasti skráningardagur er 26. september
Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is
MÁLÞING
Aðgengi og algild hönnun
ÞÝSK
GÆÐAVARA