Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
VOR HJÁ ADIDASAdidas kynnti nýja sportlínu fyrir vorið 2014 á tískuvikunni í London fyrir fáeinum dögum sem vakti mikla athygli. Það var Stella McCartney sem hannaði fötin sem þykja nútímaleg, lífleg og smart. Hægt er að skoða línuna á news.adidas.com.
É g hefði átt að vera komin með góðan skammt af sól eftir árin í Barcelona en samt var e fitflytja h i „Ég kláraði skólann fyrir ári og vann fþað að tve
FRÁ BARCELONAÍ KIRSUBERJATRÉÐÍSLENSK HÖNNUN Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður er gengin til liðs
við Kirsuberjatréð. Hún er nýflutt heim úr sólinni í Barcelona og segir rign-
inguna og rokið veita sér innblástur.
Peysur í ú
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
TÆKIFÆRISGJAFIR
www.tk.is
NÝTT
MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐFæst eingöngu hjá
IV
V
ha
nd
un
ni
ð
fr
á
Íta
líu Tertudiskur á fæti kr. 10.900.-
Diskur
kr. 7.950.-
Skálar
kr. 3.550.-
Lokkandi
laugavegur
15% Afsláttur
Kynningarblað Innrömmun, upplímingar, forvarsla, viðgerðir, Feng Shui og góð ráð.
SPEGLAR
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2013
&INNRÖMMUN
Innrammarinn
er búinn öllum
fullkomnustu
tækjum sem völ
er á, að sögn
Georgs Þórs
Ágústssonar,
framkvæmda-
stjóra Inn-
rammaranns.
MYND/GVA
2 SÉRBLÖÐ
Fólk | Speglar & innrömmun
Sími: 512 5000
3. október 2013
232. tölublað 13. árgangur
MENNING Æskuvinkonur styrkja
Krabbameinsfélagið með sölu á þver-
slaufunni Bóthildi. 58
SPORT Aroni Pálmarssyni finnst
batinn ganga hægt eftir aðgerðina
sem hann gekkst undir í vor. 52
Kaup
hlaup
3.–7. október
Opið til
21
í kvöld
KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
Kjóll
Kr. 4.990.-
SKOÐUN Fjóla Sigurðardóttir skrifar
um óviðunandi aðstæður læknanema
á Landspítala. 23
TÓNLIST Jóhann Jóhannsson hefur
fengið mjög góða dóma fyrir tón-
list sína í Hollywood-spennumynd-
inni Prisoners sem var tekjuhæsta
myndin í Banda-
ríkjunum um
þarsíðustu helgi.
„Tónlistin eftir
íslenska tón-
skáldið Jóhann
Jóhannsson slær
hárréttu, sorg-
legu tónana,“
segir í dómi
kvikmynda-
blaðsins fræga Variety.
Gagnrýnandi Associated Press
er einnig hrifinn: „Tónlistin eftir
Jóhann Jóhannsson lætur þig
skjálfa. Reyndu bara að ná henni
út úr höfðinu á þér þegar þú yfir-
gefur bíóið.“ Með aðalhlutverk í
myndinni fara Hugh Jackman og
Jake Gyllenhaal. Hún verður frum-
sýnd hér á landi í dag. - fb / sjá síðu 58
Jóhann Jóhannsson:
Góðir dómar
fyrir Prisoners
JÓHANN
JÓHANNSSON
HJÁLPARSTARF Rauði kross Íslands
hefur síðan í ágúst útvegað fjár-
magn til reksturs færanlegra
læknastöðva í Líbanon. Það er
líbanski Rauði krossinn sem sér
um framkvæmdina, en lækna-
stöðvarnar fara á milli þorpa til
að veita íbúum og flóttamönnum
brýnustu aðstoð.
„Þetta eru fyrst og fremst börn
sem er verið að hlúa að. Þau eru
að fá niðurgangspestir, kvef og
ýmsa kvilla og það er aðeins byrj-
að að kólna. Þá versnar þetta allt,“
segir Þórir Guðmundsson, svið-
stjóri hjálparstarfs Rauða kross-
ins. Hann er nú staddur í Líbanon
til að skoða og fylgjast með starf-
inu.
Þórir vill gjarnan vekja athygli
á því að lokaátak Sýrlands-
söfnunar Rauða krossins stendur
nú yfir. Fólk getur hringt eða sent
skilaboð í söfnunarsíma Rauða
krossins 904-1500, 904-2500, og
904-5500. - gb
Íslendingar í Líbanon
Færa börnum
brýnustu hjálp
MEÐ VERK Í EYRA Líbanskur læknir sinnir störfum sínum í færanlegri læknastöð, fyrir sýrlenska flóttamenn, sem Rauði kross Íslands
styrkir. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur kynnt sér aðstæður flóttamanna í Líbanon undanfarna daga
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bolungarvík 4° NA 8
Akureyri 4° ANA 4
Egilsstaðir 5° N 3
Kirkjubæjarkl. 9° NV 3
Reykjavík 8° ANA 3
Bjart með köflum sunnan- og
suðvestanlands, rigning austan til og
lítilsháttar úrkoma norðanlands. Hiti á
bilinu 1 til 11 stig. 4
MENNING Stofnframlag ríkisins
að upphæð 400 milljónir króna til
að setja upp grunnsýningu Nátt-
úruminjasafns Íslands (NMSÍ) í
Perlunni er fellt niður í frumvarpi
til fjárlaga næsta árs.
Menntamálaráðherra segir
framhald málsins ráðast af því
hvort Alþingi staðfestir leigu-
samning ríkis og borgar á Perlunni.
Uppbygging grunn sýningar NMSÍ
í Perlunni var liður í fjárfestingar-
áætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig-
urðardóttur og var búið að eyrna-
merkja 500 milljónir [400 árið 2013;
100 árið 2014] til að setja sýninguna
upp. Í mars undirrituðu ríki og
borg samning um leigu á aðstöðu
í Perlunni undir sýninguna að
upphæð 80 milljónir á ári. Fyrstu
áætlanir gerðu ráð fyrir að sýn-
ingin yrði opnuð á hausti komanda.
Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, segir þýðingu
þessarar ákvörðunar stjórnvalda
til skoðunar hjá borginni. - shá
Stofnframlag til Náttúruminjasafnsins er fellt niður í nýju fjárlagafrumvarpi.
Náttúrugripasýning slegin af
ALÞINGI Lyklafrumvarp verður
lagt fram á haustþingi samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, en
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra sagði í stefnu-
ræðu sinni í gær að frumvarpið
yrði lagt fram á næstu vikum.
Frumvarpið er undir stjórn
félags- og húsnæðismálaráðherra
og innanríkisráðherra og miðar
að því að gera eigendum yfir-
skuldsettra íbúða kleift að losna
án gjaldþrots undan eftirstöðvum
sem veð stendur ekki undir.
Í ræðu forsætisráðherra kemur
fram að um tímabundna aðgerð
sé að ræða til þess að leysa vanda
tengdan afleiðingum efnahags-
hrunsins. Þá er einnig unnið að
útfærslu leiða til að aðstoða eigna-
lausa einstaklinga við að greiða
kostnað þegar þeir óska eftir
gjaldþrotaskiptum.
Þetta er í takt við aðgerðar-
áætlun um skuldavanda heimil-
anna sem Sigmundur Davíð kynnti
í stefnuræðu sinni á sumarþingi.
Í ræðu Sigmundar Davíðs kom
einnig fram að sérstök verkefnis-
stjórn mun í byrjun næsta árs
skila tillögum um framtíðarstefnu
í húsnæðismálum. Þar munu koma
fram tillögur um hagkvæmasta
fyrirkomulagið við fjármögnun
almennra húsnæðislána, leiðir til
að tryggja virkan leigumarkað
og tillögur um hvernig best verði
staðið að skilvirkum félagslegum
úrræðum fyrir þá sem þess þurfa
með. valur@frettabladid.is / sjá síðu 6
Lyklafrumvarp lagt
fram á haustþingi
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp um að eigendur yfirskuldsettra íbúða
geti losnað undan eftirstöðum þess. Þetta yrði þá í fjórða skiptið sem slíkt frum-
varp er lagt fram á Alþingi. Einnig komið til móts við eignalausa skuldara.
Ríki og borg
greiða 80
milljónir á
mánuði í leigu fyrir Perluna.
80
➜ Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er vinnan við
frumvarpið langt komin.
Selja lúxusrafbíla
Gísli Gíslason hefur þegar selt
tuttugu lúxusrafbíla af gerðinni Tesla
hér á landi. Bíllinn kostar tæpar tólf
milljónir. Skúli Mogensen er sagður
meðal kaupenda. 2
Uppgjör á Ítalíu Skrautlegur stjórn-
málaferill Silvio Berlusconi er að
öllum líkindum á enda kominn eftir
ósigur í gær. 4
Erfiðir samningar Verkalýðsfor-
ystan gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp
og segir að það muni ekki auðvelda
gerð nýs kjarasamnings. 10
Hærri styrkir Beinar greiðslur og
styrkir til bænda hækka um 376
milljónir ef tillögur fjármálaráðherra
ná fram að ganga. 12