Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 18

Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 18
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Neytendastofa hefur lagt sölubann á snuð með ljósi og varar við öðrum sam- bærilegum vörum sem kunna að vera til sölu. Neytendastofu barst ábending um að snuð hefði brotnað í munni barns þegar það féll fram fyrir sig. Barnið hlaut skurð í efri góm. Óskað var eftir gögnum sem sýndu fram á að snuðið væri í lagi en engin gögn bárust. Neytendastofa segir hættu geta stafað af snuðinu ef börn nota það eða taka það í misgripum þar sem snuðin eru ekki ætluð til sambæri- legrar notkunar og snuð ætluð ungbörnum. Neytenda- stofa hefur farið fram á að auglýsing á heimasíðunni glowogblikk.is verði fjarlægð. Sölubann á snuð með ljósi Sprotafyrirtækið QuickFill á Lálandi í Danmörku hefur þróað hjólbarða- ventil sem gefur frá sér hljóð þegar nóg loft er komið í hjólbarðann. Ekki þarf því að mæla loftþrýstinginn þegar pumpað er í dekk, að því er greint er frá á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem vitnar í Motormagasinet. Bent er á að samkvæmt marg- endurteknum könnunum á ástandi hjólbarða undir bílum séu um sex af hverjum bílum í umferð með rangan (of lágan) loftþrýsting. Rangur og misjafn loftþrýstingur sé ávísun á versnandi aksturseiginleika, verri hemlun og aukna eldsneytiseyðslu. QuickFill-ventillinn, sem kemur á markað í Danmörku í apríl, er skrúfaður á hjólbarðaventilinn í stað hettunnar sem þar er venjulega. Ventillinn flautar þegar réttum þrýstingi er náð. Hann gefur hins vegar ekkert upp um loftþrýstinginn þess í milli. Mælir pípir þegar nóg loft er komið Lestarfélög geta ekki lengur vísað til óviðráðanlegra orsaka þegar seinkanir verða. Samkvæmt nýjum úrskurði Evrópusambands- ins eiga farþegar rétt á bótum, að minnsta kosti 25 prósentum af miðaverði, verði eins til tveggja klukkustunda seinkun. Verði seinkunin meiri en tvær klukkustundir eiga farþegar rétt á að fá að minnsta kosti helming miðaverðsins endurgreiddan. Engu máli skiptir hvort seinkunin verður fyrir eða eftir brottför. Farþegar eiga einnig rétt á bótum sé lestarferð aflýst og þeir velja að bóka næstu mögulegu ferð. Lestarfélög borgi bætur vegna seinkana Helmingur allra karla telur að konur séu hrifnari af körlum á dýrum sport- bílum en körlum á öðrum bílum. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum Motors.co.uk sem tímaritið Vi bilägare vitnar í. Samkvæmt könnuninni telja konur að karlar á sportbílum séu hrokafullir, uppteknir af sjálfum sér og hættulegir. Konur telja hins vegar karla á umhverfisvænum bílum meðvitaða, gáfaða og örugga bílstjóra. Karlar eru þeirrar skoðunar að konur á fjórhjóladrifnum bílum séu hrokafullar, óforskamm- aðar og upp- teknar af sjálf- um sér. Konur heillast ekki af sportbílum Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og matargúrú, eldar innmat allt árið en oft- ast á haustin. En fjölskyldan er ekki hrifin af slíku fæði. „Börnin og barnabörnin borða þetta ekki þannig að ég elda þetta fyrst og fremst fyrir sjálfa mig. Svo hef ég gaman af því að gefa öðrum að smakka þegar ég prófa eitthvað nýtt.“ Sjálf ólst hún upp við slíkt fæði en þá var mat- reiðslan öðruvísi. „Mamma eldaði reyndar lifrina, sem var borin fram í brúnni sósu, ekki lengi en hjörtun voru langsoðin.“ Hjörtun sem Nanna gefur uppskrift að eru snögg- steikt í þunnum sneiðum og það er kryddaða lifrin líka. Hún hefur gaman af því að prófa uppskriftir að inn- mat frá öðrum löndum og á margar bækur um innmat. „Í mörgum löndum er inn- matur talinn besti hlutinn af skepnunni.“ Lifur og heitt hjarta á salati Nanna Rögnvaldardóttir á margar bækur um innmat. Segir innmat víða talinn besta hlutann af skepnunni. Prófar uppskriftir frá öðrum löndum og kryddar lifrina og hjörtun með hvítlauk, kóríander og broddkúmeni. LIFUR AÐ HÆTTI NÖNNU Borin fram á salati með sítrónu- bátum. MYNDIR/NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR SALAT MEÐ HEITU HJARTA Hjörtun eru skorin í þunnar sneiðar sem eru steiktar í eina mínútu á hvorri hlið. KRYDDUÐ LIFUR 1 lambalifur 2 laukar 3 msk. olía 1 msk. smjör 3 msk. hveiti 1 tsk. broddkúmen 1 tsk. steytt kórían- derfræ ¾ tsk. reykt paprika eða venjuleg Cayennepipar á hnífsoddi Pipar Salt Viðbótarkrydd: Pistasíu- dukkah, reykt paprika og súmak. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn krauma í 10 til 15 mínútur í 1 msk. af olíu og 1 msk. af smjöri. Gæta þarf þess að laukurinn brenni ekki. Á meðan laukurinn kraumar eru æðar og himnur skornar burt af lifrinni og hún skorin í 1 cm þykkar sneiðar eða þynnri. Hveiti og kryddi blandað saman og sneið- unum velt upp úr blöndunni. Afganginum af blöndunni hellt yfir sneiðarnar. Laukurinn er geymdur á diski á meðan lifrin er steikt í 2 msk. af olíu á þykkri pönnu. Lifrin er steikt við meðalhita í 2 mínútur á hvorri hlið. Borið fram á salati með sítrónubátum. Lauknum er dreift yfir. SALAT MEÐ HEITU HJARTA Lambahjörtu Fljóteldað grænmeti, t.d.: Spergilkál Paprika Sveppir Fennika Hvítlauksrif Chili-aldin Vorlaukur Olía Kóríanderfræ Pipar Salt Grænmetið steikt í 3 til 4 mínútur á venjulegri pönnu og hrært oft í á meðan. Fita skorin burt af hjörtunum og einnig æðar. Hjörtun skorin í ½ til 1 cm þykkar sneiðar. Kryddað með pipar, salti og kóríanderfræjum. Steikt í 1 mínútu á hvorri hlið. Borið fram með kús- kús, hrísgrjónum eða kartöflustöppu. Opnum afturmiðvikudaginn 23. október Við breytum og bætum Vínbúðina Stekkjarbakka Lokað verður dagana 7.- 22. október. Við þökkum þolinmæðina og bendum viðskiptavinum á Vínbúðirnar Dalvegi, Smáralind og Heiðrúnu á meðan breytingarnar standa yfir. Hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri Vínbúð. vinbudin.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.