Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 20
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Stýrivextir Evrópska seðla- bankans (ECB) haldast óbreytt- ir í 0,5 prósentum. Ákvörðun þar að lútandi var kynnt í gær. Í umfjöllun Breska ríkis- útvarpsins, BBC, segir að ný haggögn bendi til þess að efnahagsbati sé að ná fótfestu í evrulöndunum. Hagvöxtur hafi aukist í september, þriðja mánuðinn í röð. Í fyrri yfirlýsingum hefur Seðlabanki Evrópu sagt lága stýrivexti styðja við efnahags- bata og að lönd evrunnar þurfi nú að stokka upp hagstjórn sína og draga úr skuldabyrði sem sé allt of mikil. Mario Draghi seðlabanka- stjóri Seðlabanka Evrópu hefur sagt líklegt að vöxtum verði haldið óbreyttum í lengri tíma til að ýta undir efnahagsbata. - óká Óbreyttir vextir í Evrópu: Stýrivöxtum haldið í 0,5% SAKRET ZM múrblanda Alhliða múrblanda sem hentar til múrhúðunar og viðgerða á múrhúð, jafnt úti sem inni. Blandan inniheldur kvartssand með hámarks kornastærð 2 mm. Einungis þarf að blanda í hana réttu magni af vatni. MÚRVIÐGERÐAREFNI w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a w w w .e xp o. is / E XP O a Vnr. 0225334 SAKRET ZM múrblanda, 25 kg. 990kr. SAKRET ZM múrblandan hefur fengið frábærar viðtökur fagmanna. „Þetta er spor í rétta átt,“ sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri um nýframkomið fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar að lokinni kynningu á stýrivaxta- ákvörðun í gær. Már sagði jákvætt að frumjöfn- uður (afgangur á jöfnuði fyrir fjár- magnstekjur og -gjöld) hafi aukist á milli ára, þótt aukningin hafi ekki verið jafnmikil og að hafi verið stefnt. Um leið áréttaði hann mikilvægi þess að heildarafgangur náist sem fyrst á ríkissjóði. „Það er afgangur á rekstrar- grunni, en hann er mjög lítill og má lítið út af bera til að hann hverfi,“ sagði Már. Aukinheldur ætti eftir að skoða að hve miklu leyti hann byggði á athugun á því að breyta fyrirkomulagi varðandi fjárhagsleg samskipti Seðla- bankans og ríkissjóðs. „Mikilvægt er samt að leggja áherslu á að til- færslur milli Seðlabanka og ríkis- sjóðs eru ekki að hafa þau áhrif á efnahagslífið sem við erum að sækjast eftir,“ sagði Már. Hann teldi alla sammála um að ríkis- sjóð ætti ekki að fjármagna með peningaprentun, það væri þekkt uppskrift að óstöðugleika. - óká Í SEÐLABANKANUM Þórarinn G. Péturs- son aðalhagfræðingur og Már Guðmunds- son seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilfærslur milli Seðlabanka og ríkissjóðs hafa ekki þau áhrif sem sóst er eftir: Frumvarpið sagt skref í rétta átt Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peninga- stefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun grein- ingardeildar Arion banka að Seðlabankinn spáir fimm til sex prósenta árlegri hækkun nafn- launa, sem sé umfram það sem sam rýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxta- ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar stjórntækjum til að halda verð- bólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhag- kerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í mark- mið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launa- hækkanir umfram framleiðni- aukningu og þá verðbólgumark- mið þá myndi það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikn- inginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harð- ari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafn- líklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfir- lýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækk- un í 6,5 prósent. olikr@frettabladid.is Líklegt að vextir hækki með launum Stýrivextir Seðlabankans eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar. Nefndin boðar hærri vexti hækki laun í komandi kjarasamningum umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði. KYNNIR VAXTAÁKVÖRÐUN Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrivexti í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verð- bólguna niður í markmið Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.