Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 20

Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 20
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Stýrivextir Evrópska seðla- bankans (ECB) haldast óbreytt- ir í 0,5 prósentum. Ákvörðun þar að lútandi var kynnt í gær. Í umfjöllun Breska ríkis- útvarpsins, BBC, segir að ný haggögn bendi til þess að efnahagsbati sé að ná fótfestu í evrulöndunum. Hagvöxtur hafi aukist í september, þriðja mánuðinn í röð. Í fyrri yfirlýsingum hefur Seðlabanki Evrópu sagt lága stýrivexti styðja við efnahags- bata og að lönd evrunnar þurfi nú að stokka upp hagstjórn sína og draga úr skuldabyrði sem sé allt of mikil. Mario Draghi seðlabanka- stjóri Seðlabanka Evrópu hefur sagt líklegt að vöxtum verði haldið óbreyttum í lengri tíma til að ýta undir efnahagsbata. - óká Óbreyttir vextir í Evrópu: Stýrivöxtum haldið í 0,5% SAKRET ZM múrblanda Alhliða múrblanda sem hentar til múrhúðunar og viðgerða á múrhúð, jafnt úti sem inni. Blandan inniheldur kvartssand með hámarks kornastærð 2 mm. Einungis þarf að blanda í hana réttu magni af vatni. MÚRVIÐGERÐAREFNI w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a w w w .e xp o. is / E XP O a Vnr. 0225334 SAKRET ZM múrblanda, 25 kg. 990kr. SAKRET ZM múrblandan hefur fengið frábærar viðtökur fagmanna. „Þetta er spor í rétta átt,“ sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri um nýframkomið fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar að lokinni kynningu á stýrivaxta- ákvörðun í gær. Már sagði jákvætt að frumjöfn- uður (afgangur á jöfnuði fyrir fjár- magnstekjur og -gjöld) hafi aukist á milli ára, þótt aukningin hafi ekki verið jafnmikil og að hafi verið stefnt. Um leið áréttaði hann mikilvægi þess að heildarafgangur náist sem fyrst á ríkissjóði. „Það er afgangur á rekstrar- grunni, en hann er mjög lítill og má lítið út af bera til að hann hverfi,“ sagði Már. Aukinheldur ætti eftir að skoða að hve miklu leyti hann byggði á athugun á því að breyta fyrirkomulagi varðandi fjárhagsleg samskipti Seðla- bankans og ríkissjóðs. „Mikilvægt er samt að leggja áherslu á að til- færslur milli Seðlabanka og ríkis- sjóðs eru ekki að hafa þau áhrif á efnahagslífið sem við erum að sækjast eftir,“ sagði Már. Hann teldi alla sammála um að ríkis- sjóð ætti ekki að fjármagna með peningaprentun, það væri þekkt uppskrift að óstöðugleika. - óká Í SEÐLABANKANUM Þórarinn G. Péturs- son aðalhagfræðingur og Már Guðmunds- son seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilfærslur milli Seðlabanka og ríkissjóðs hafa ekki þau áhrif sem sóst er eftir: Frumvarpið sagt skref í rétta átt Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peninga- stefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun grein- ingardeildar Arion banka að Seðlabankinn spáir fimm til sex prósenta árlegri hækkun nafn- launa, sem sé umfram það sem sam rýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxta- ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar stjórntækjum til að halda verð- bólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhag- kerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í mark- mið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launa- hækkanir umfram framleiðni- aukningu og þá verðbólgumark- mið þá myndi það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikn- inginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harð- ari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafn- líklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfir- lýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækk- un í 6,5 prósent. olikr@frettabladid.is Líklegt að vextir hækki með launum Stýrivextir Seðlabankans eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar. Nefndin boðar hærri vexti hækki laun í komandi kjarasamningum umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði. KYNNIR VAXTAÁKVÖRÐUN Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrivexti í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verð- bólguna niður í markmið Már Guðmundsson seðlabankastjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.