Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 54
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 42 ★★★★ ★ Við erum bestar! „Frábær „feel good“ mynd frá hinum hæfileikaríka Moodysson. Þótt sögu- þráðurinn sé hversdagslegur leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu.“ KVIKMYNDARÝNI Reykjavík International Film Festival 26. sept. - 6. okt. 2013 ★★ ★★★ Svona er Sanlitun „Douglas hefur gert þetta áður og mun betur.“ ★★★ ★★ Mistaken for Strangers „Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og tog- streitu á milli tveggja bræðra.“ Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllen haal í helstu hlutverkum. Myndin er í leik- stjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftir- málum þess. Myndin hefst á því að nágranna- fjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar full- orðna fólkið fer að lengja eftir stúlk- unum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaður- inn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunar- göngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og stað- setningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jack- man, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á Imdb og 80 pró- sent í einkunn á Rottentomatoes. - sm milljarða króna kostaði að framleiða myndina. milljarðar króna er það sem myndin hefur halað inn í Bandaríkjunum frá 29. september. 5,5 4,6 3.290 kvikmyndahús sýndu myndina á frumsýningar- helgi hennar. Hefnd föðurins Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal fara með helstu hlutverk í spennumyndinni Prisoners sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum annað kvöld. MATRÖÐ HVERS FORELDRIS Jake Gyllenhaal fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Loka í kvikmyndinni Prisoners. Terrence Howard og Viola Davis fara með hlutverk foreldra barns sem hefur verið rænt. BÍÓFRÉTTIR „Ég verð með námskeið fyrir alla grunn- skóla landsins, fyrir börn og unglinga en þetta er í fyrsta skipti sem fræðsla sam- kvæmt aðalnámskrá grunnskólanna fer fram í kvikmyndahúsi,“ segir Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri í Bíói Paradís. Tilgangur sýninganna er alhliða kvik- myndafræðsla og kvikmyndalestur. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæða- stimpla, eru klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, hafa skap- að sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum. „Ég fékk þessa hugmynd árið 2009, eftir hrunið,“ bætir Oddný við. Fræðslan er meðal annars styrkt af Reykjavíkur- borg. Á undan hverri sýningu er stuttur fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt því að útskýra þá fræðilegu hugsun sem er á bak við hverja mynd. Dæmi um myndir sem verða sýndar eru Fílamaðurinn eftir David Lynch, en hann er afmyndaður, settur í sirkus og það dæmdu hann allir fyrirfram. Horft er á þá mynd með til- liti til eineltis og lífsleikni. Einnig verður horft á heimildarmynd um femínísku pönkhljómsveitina Pussy Riot með tilliti til mannréttinda, ritskoðunar og félags- legrar samstöðu. Erfitt verður að koma öllum nemum grunnskólana að. „Fyrstur kemur fyrstur fær, það komast auðvitað ekki allir að en ég vonast til að geta boðið upp á ferðir frá landsbyggðinni.“ bætir Oddný við. Á næstunni mun einnig hefjast fræðsla fyrir framhaldsskóla og leikskóla. - glp KENNSLA SAMKVÆMT NÁMSKRÁ Í BÍÓ PARADÍS Í haust og í fyrsta skiptið, mun kennsla samkvæmt aðalnám- skrá grunnskólanna fara fram í kvikmyndahúsi. Túrbó teiknimynd Teiknimyndin Túrbó segir frá snigl- inum Túrbó sem dreymir um að komast örlítið hraðar yfir en hann gerir. Fyrir röð tilviljana öðlast hann óvænt kraft til að fara hraðar yfir en nokkurn snigil hefur áður farið. Myndin er úr smiðju Dreamworks og meðal þeirra er ljá persónum myndarinnar raddir sínar eru Ryan Reynolds, Paul Giamatti, Michael Pena, rapparinn Snoop Dogg, Maya Rudolph, Michelle Rodriguez og Samuel L. Jackson. About Time rómantísk gamanmynd Myndin segir frá Tim Lake sem dag einn fær að heyra það frá föður sínum að hann búi yfir þeim ein- stöku hæfileikum að geta ferðast aftur í tímann. Tim ákveður að nýta hæfileikana í þeim tilgangi að finna hina einu sönnu ást. About Time er í leikstjórn Richard Curtis, sem er hvað best þekktur fyrir myndirnar Four Wedd- ings and a Funeral, Notting Hill, Love Actually og Bridget Jones‘s Diary. Með aðalhlutverk myndar- innar fara Domhnall Gleeson, sem er sonur leikarans Brendan Gleeson, Rachel McAdams og Bill Nighy. Tímafl akkari og hrað skreiður snigill FRUMSÝNINGAR Tvær kvikmyndir frumsýndar annað kvöld KENNSLA Í KVIKMYNDA- HÚSI Oddný Sen mun fræða börn og unglinga í Bíói Paradís. ★★★ ★★ Coldwater „Þokkaleg byrjun hjá leikstjóranum Vincent Grashaw. Sagan er spennu- þrungin en ekki ný af nálinni.“ FÆST Í NÆSTA APÓTEKI HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.