Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 31
VOR HJÁ ADIDAS Adidas kynnti nýja sportlínu fyrir vorið 2014 á tískuvikunni í London fyrir fáeinum dögum sem vakti mikla athygli. Það var Stella McCartney sem hannaði fötin sem þykja nútímaleg, lífleg og smart. Hægt er að skoða línuna á news.adidas.com. VEÐRIÐ VEITIR INNBLÁSTUR Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir flutti heim í sumar frá Barcelona þar sem hún var í námi í fatahönnun við IED. Hún vinnur nú að peysu- og kápulínu fyrir Kirsuberjatréð þar sem hún hefur komið sér fyrir. MYND/PJETUR Ég hefði átt að vera komin með góðan skammt af sól eftir árin í Barcelona en samt var erfitt að flytja heim í rokið og rigninguna. En ég nýti mér það í sköpunina, verð inni í hlýjunni og hanna. Ég er að vinna nýja peysu- og kápulínu,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. Hún er nýflutt heim frá Barcelona þar sem hún var í námi í fatahönnun við IED. Kolbrún er gengin til liðs við Kirsu- berjatréð á Vesturgötu og hefur komið sér upp vinnustofu. Auk peysa og kápa vinnur hún að skartgripalínu upp úr eldri skartgripum. „Ég hef verið dálítið upptekin af endurvinnslu en lokaverkefnið mitt í IED tengdist endurvinnslu húsgagna. Ég komst í svo mikið efni þarna úti en á Spáni er miklu meiri vitund um endur- vinnslu en hér heima,“ segir Kolbrún. „Ég kláraði skólann fyrir ári og vann eftir það að tvennum fylgihlutalínum, svona meðfram því að njóta borgar innar. Nú er ég að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um, ekki að fjöldafram- leiða heldur vinna hlutina sjálf, hægt og rólega. Þetta verður ein og ein flík í einu og líklega engin þeirra eins. Fólk verður bara að vera duglegt að koma við hjá mér og kíkja,“ segir Kolbrún. Áður rak Kolbrún verslunina Kow á Laugaveginum en segist hæstánægð með fyrirkomulagið í Kirsuberjatrénu. „Hugmyndin á bak við Kirsuberja- tréð gengur út á að hönnuðirnir innan þess vinna allt sjálfir. Ég smellpassa inn í það fyrirkomulag. Verslunarrekstur sem slíkur er ekki endilega spennandi og það er því frábært að geta deilt honum með fleirum og hafa þá meiri tíma til að vera skapandi.“ ■ heida@365.is FRÁ BARCELONA Í KIRSUBERJATRÉÐ ÍSLENSK HÖNNUN Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður er gengin til liðs við Kirsuberjatréð. Hún er nýflutt heim úr sólinni í Barcelona og segir rign- inguna og rokið veita sér innblástur. Peysur í úrvali! Stærðir 36-52 Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐ Fæst eingöngu hjá IV V ha nd un ni ð fr á Íta líu Tertudiskur á fæti kr. 10.900.- Diskur kr. 7.950.- Skálar kr. 3.550.- Lokkandi laugavegur 15% Afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.