Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 26
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 VEIÐIDEILD INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA – OPIÐ ALLA DAGA! SÍMI: 585 7220 / bildshofdi@ntersport.is / OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18. Lau. 10 - 18. Sun. 13 - 17.i HAGLABYS SA, VESTI OG BELTI CBCC170 SKOTABELTI 25 skota nylonbelti. MOSSBERG MAVERICK 88 12GA 28DR til 29 st. Haglabyssa.M MAX R JÚPNAVESTI Rjúpnavesti með 2 renndum vösum, hólfi á baki og að framan. Litur: Rautt og svart. ALLT FYRIR SKOTV EIÐINA 20% AFSLÁT TUR AF ÖLL UM HAGLA SKOTU M 52.990(Fullt verð: 70.470)GLÆSILEGUR PAKKI Í STARTIÐ VERÐ AÐEINS: Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á fram- haldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opin- bera. Hjá fátækum þjóðum heims- ins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börn- um aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kyn- þroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til fram- færslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menn- ingarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunn- skólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börn- unum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri náms- aðstæður fyrir börnin. Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallar- menntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viður- kennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þró- unarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvæg- asti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskóla- stigi í gegnum Háskóla Samein- uðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhita- skólans, Sjávar útvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttis- skólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskóla menntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félaga- samtök hafa unnið á sviði mennt- unar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkis- ráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynn- ingarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur. „Mennt er máttur“ Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyris- greiðslur frá almanna- tryggingum vegna tíma- bundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingis- manns um búsetuland og greiðslur almannatrygg- inga til örorkulífeyris- þega fengu á síðasta ári 686 ein- staklingar skertar örorkubætur vegna búsetu erlendis. Það eru um 4,5% örorkulífeyrisþega, sem fá greiðslur frá almannatryggingum. Frá árinu 2009 hafði fjölgað í þess- um hópi úr 402 einstaklingum í 686 og er þá átt við öryrkja búsetta hér á landi. Tryggingastofnun ríkis ins (TR) bendir þessu fólki á að kanna rétt á lífeyrisgreiðslum frá fyrra búseturíki. Það vekur upp spurn- ingarnar: Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega í þessari stöðu fær greiðslur erlendis frá? Hvernig er skipting heildartekna hjá örorku lífeyrisþegum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis? Engar greiðslur Í ofangreindu svari velferðarráð- herra við fyrirspurn á Alþingi kemur fram að árið 2012 fengu 579 einstaklingar, af þeim 686 öryrkjum með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis, engan líf- eyri frá fyrra búsetulandi, eða 84,4%. Samningar sem taka til almannatrygginga eru í gildi við ákveðin ríki, s.s. aðildarríki EES. Þrátt fyrir milliríkjasamn- inga fengu, á árinu 2012, tæp 78% þeirra sem bjuggu áður í ríki sem samningur er í gildi við, engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að öryrkjar fá ekki greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi, m.a. þær að fólk bíður ákvörðunar eða hefur fengið synjun um örorkumat erlendis frá. Hluti öryrkja í þessum hópi hefur auk þess enga möguleika á að sækja um örorku- greiðslur frá fyrra búsetu- landi og á það sérstak- lega við þá sem hafa verið búsettir í löndum utan EES-svæðisins. Undir framfærsluviðmiði Af svari velferðarráðherra við fyrirspurn um búsetu- land og greiðslur almanna- trygginga til örorku- lífeyrisþega má greina að árið 2012 var rúmlega þriðjungur hópsins, eða 241 einstaklingur, með heildar- tekjur undir 170.000 kr. Á sama tíma var lágmarksframfærslu- viðmið TR fyrir einstakling sem býr með öðrum fullorðnum 174.946 kr. (fyrir skatt). 33 öryrkjar voru til að mynda með heildartekjur undir 80.000 kr. (fyrir skatt). Í töfl- unni hér fyrir neðan má sjá nánari sundurliðun. Fjöldi örorkulífeyrisþega með heildartekjur eftir tekjuflokkum Tekjuflokkar .......................... 2012 0 - 79.999 kr. ............................. 33 80.000 -99.999 kr. ..................... 14 100.000– 129.999 kr. ................ 29 130.000– 149.999 kr. ................ 57 150.000– 169.999 kr. .............. 108 170.000– 189.999 kr. .............. 132 190.000– 209.999 kr. .............. 100 210.000 kr. eða hærri ............. 213 Tölur fyrir nóvember 2012. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessir einstaklingar geta þurft að lifa á þessum skertu tekjum árum og áratugum saman. Inni í tölunni fyrir heildartekjur eru allar skattskyldar tekjur, þar á meðal bætur frá opinberum aðilum, s.s. fjárhagsaðstoð sveitar- félaga. Ef heildartekjurnar eru lægri en sú fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið veitir á hverjum stað (grunnfjárhæð), geta einhleypir í þessari stöðu fengið viðbót í formi fjárhagsaðstoðar upp að grunnfjár- hæðinni. Öryrkjar í þessum hópi sem eiga maka með einhverjar tekjur eru hins vegar háðir maka sínum með framfærslu. Grunnfjár- hæðir fjárhagsaðstoðar sveitar- félaga eru mjög lágar og eru mis- munandi eftir sveitarfélögum, fjárhagsaðstoðinni er ætlað að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki kerfi sem stendur undir fram- færslu til lengri tíma. Algjörlega óásættanleg staða Af fjölda þeirra sem fá engar greiðslur frá almannatryggingum fyrra búsetulands má ráða að for- sendur þær sem stjórnvöld gefa sér fyrir hlutfallsútreikningi líf- eyris eru í flestum tilvikum ekki fyrir hendi. Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn um lágmarksframfærslu kemur fram að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til fram- færslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu. Í frétt á heimasíðu TR dags. 13.9.2012 segir: „Sérstök uppbót til framfærslu tryggir líf- eyrisþegum ákveðna lágmarks- framfærslu á mánuði … Reglu- gerðin var sett … vegna þess að það var mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega …“ Því miður er það ekki svo að öllum lífeyrisþegum sé tryggð lágmarks- framfærsla sökum þess að sérstök uppbót til framfærslu er einnig skert vegna búsetu erlendis. Núverandi fyrirkomulag, og sú erfiða staða sem því fylgir, er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta strax og afturvirkt. Heildartekjur langt undir lágmarki almannatrygginga ÞRÓUNARSAM- VINNA Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ➜ Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallar- menntun, svo allir kunni að lesa, skrifa og reikna. ➜ Aðeins mjög lítill hluti örorkulífeyrisþega með skertar greiðslur vegna búsetu erlendis fær greiðslur frá fyrra búsetulandi vegna örorku. ÖRYRKJAR Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ÖBÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.