Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 56
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | Einkaþjálfari 30 þúsund kr. „Ég fór í einkaþjálfun hjá Freyju Sigurðardóttur og það voru 30 þúsund krónur á mánuði. Það eru samt ekki margir sem eru í einkaþjálfun. Margir eru í fjarþjálfun og þá kostar það kannski 12 til 15 þúsund krónur.“ Fæðubótarefni 20 þúsund kr. „Ef fólk er alveg nýtt í þessu er fæðubótarkostnaður í byrjun svolítið mikill. Einn próteindunkur kostar svona 8-10 þúsund en það er reyndar misjafnt eftir tegundum. Svo er misjafnt hvað fólk er að taka aukalega eins og vítamín, glútamín, magnesíum, kreatín og fleira.“ Mánaðarleg matarkaup 25-35 þúsund kr. „Maður þarf að borða kjúkling, eggjahvítur, grænmeti, hafragraut og fleira. Ég bjó til eigið hrökkbrauð og setti kotasælu ofan á. Mánaðarinnkaupin voru 25-35 þús- und fyrir utan fæðubótarefni. Á móti kemur að maður er ekki að kaupa sér skyndibita og fær sér ekki Mars á kassanum í Bónus þegar maður fer að versla. Svo er ekkert djamm um helgar. Það er svo margt sem kemur á móti varðandi kostnað.“ Leigja bíkiní 15 þúsund kr. „Til að geta keppt í módel- fitness þurfti ég bíkiní. Annaðhvort láta menn sauma á sig eða menn leigja notuð bíkiní og í mínu tilfelli leigði ég á 15 þúsund krónur.“ Brúnkukrem 4 þúsund kr. „Ég keypti mér dollu á 4 þúsund krónur, brúnkukrem fyrir mótið. Annars er örugglega breytilegt hvað þetta kostar.“ Keppnisgjald 5 þúsund kr. „Þetta kostaði í mesta lagi 5 þúsund krónur.“ Förðun 4 þúsund kr. „Förðun fyrir mót kostar í kringum 4 þúsund en vinkona mín farðaði mig fyrir mótið, þannig að ég fékk góðan „díl“.“ ? Takk fyrir pistlana í Frétta-blaðinu sem ég les alltaf. Mín spurning til þín er þessi: Ef báðir aðilar eru sáttir með fyrirkomu- lagið – er þá eðlilegt og í lagi að kynlífsiðkun leggst af að mestu eftir langt samband? Er eðlilegt að stunda kynlíf aðeins nokkrum sinnum á ári? Ég spyr því þú minn- ist gjarnan á það að samband batni við kynlíf, en mér finnst mitt vera innilegt og gott án þess. SVAR Sæl og takk fyrir hólið. Ein- kenni sambanda er oftar en ekki nánd og ein leið til að auka nánd er með kynlífi. Lykilinn er hins vegar einstaklingarnar í sambandinu og að þeir séu sáttir við sitt samband. Oftar en ekki glíma sambönd við ósamræmi í kynlöngun og kynlífs- tíðni og það getur valdið vand- ræðum. Út frá þeim forsendum er mikilvægt að fólk finni sinn gullna meðalveg til að báðir séu sáttir. Skilgreiningin á „eðlilegu“ er ein- staklingsbundin og því er ekki til neitt meðaltal sem hentar öllum, ekki frekar en að til sé hin full- komna uppskrift að kynlífi. Ég sé ekkert að því að samband sé kyn- lífslaust, svo framarlega sem báðir séu sáttir. Rannsóknir hafa sýnt að kynlífstíðni minnki oft í langtíma- samböndum og geta ástæður verið margvíslegar og háðar utanaðkom- andi aðstæðum en einnig persónu- legum. Oftar en ekki fara sambönd í gegnum sveiflur þar sem lægð getur einkennt sambandið um tíma sem svo jafnar sig ef fólk vinnur sig upp úr henni. Um leið og mis- ræmi verður á löngun og vænting- um þá geta skapast vandræði sem þarf að leysa svo sambandið verði farsælt. Kynlíf er mikilvægur hluti margra sambanda, ómissandi hjá sumum en ofmetin hjá öðrum. Svo lengi sem þið eruð bæði sátt þá óska ég ykkur velfarnaðar, hvort sem þið kúrið bara eða kelið! KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Ekkert að kynlífslausum samböndum NÁND Kynlíf er einstaklingsbundið. Sumir vilja mikið, aðrir lítið og enn aðrir ekki neitt. NORDICPHOTOS/GETTY Hinn 22 ára Venný Hönnudóttir ákvað að prófa módelfitness í fyrsta sinn í fyrra og hefur hún keppt á einu móti. „Ég var að komast upp úr veik- indum og langaði að sjá hvað ég gæti. Mig langaði að hafa mark- mið,“ segir Venný, spurð hvers vegna hún ákvað að hella sér út í módelfitness. Í megindráttum eru áherslur dómara í þessari nýju keppnis- grein þær að mun minni áhersla er lögð á vöðvamassa og skurði og frekar er horft til fegurðar. Byrjað var að keppa í módel- fitness hérlendis árið 2006 og skemmst er að minnast þess að Margrét Edda Gnarr varð heims- meistari í módelfitness í Úkraínu í síðasta mánuði. Venný mælir með því að fólk prófi fitness ef það fer í það á réttum forsendum. „Þetta er rosalega stíft prógram. Maður er fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig. Þetta er mikið álag á líkamann og mér finnst mikil- vægt að vera með þjálfara sem passar upp á að fólk fari ekki í gígantískar öfgar.“ Kostnaðurinn við að gerast fit- ness-keppandi er misjafn og í til- felli Vennýjar var hann umtals- verður. „Byrjunarkostnaðurinn er dýr en til hliðsjónar dettur ýmislegt út á móti.“ Eitthvað er um að keppendur sæki um auglýsingastyrki í tengslum við fitnesskeppnir en Venný fór ekki þá leið: „Þetta var fyrsta mótið mitt og ég ákvað að gera þetta bara fyrir sjálfa mig.“ freyr@frettabladid.is Módelfi tness fyrir hundrað þúsund kall Það er ekki fyrir hvern sem er að breyta algjörlega um lífsstíl og gerast kepp- andi í fi tness. Venný Hönnudóttir sagði blaðamanni hvers vegna hún ákvað að prófa módelfi tness og hver kostnaðurinn er í kringum þessa nýtilkomnu íþrótt. VENNÝ OG FITNESS- KOSTNAÐURINN Í MÓDELFITNESS Venný Hönnudóttir leigði sér bíkiní áður en hún keppti í fyrsta sinn í módelfitnessi. MYND/ARNOLD BJÖRNSSON Árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, er hafið. Meðfram sölu á Bleiku slaufunni um land allt verður Bleikt uppboð á vefsíðunni bleikaslaufan.is. Hægt er að bjóða í alls kyns skemmtilega og einstaka hluti næstu daga fram til 11. október. Í dag getur þú eða fyrirtækið þitt boðið í uppákomu með Friðriki Dór og Dr. Gunna. Tilvalið til að gleðja afmælisbörn á öllum aldri! Sendu inn boð og hjálpaðu okkur um leið að breiða út boðskapinn. BJÓDDU Í GLAÐASTA HUND Í HEIMI #BLEIKASLAUFAN KAUPTU BLEIKU SLAUFUNA OG TAKTU ÞÁTT Í BLEIKA UPPBOÐINU BLEIKASLAUFAN.IS Fylgstu með Bleika uppboðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.