Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 34
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 TAYLOR SWIFT Hispurslaus og beinn toppur Swift fer vel við sporöskjulaga andlitsfall hennar. NORDICPHOTOS/GETTY MICHELLE OBAMA Síður toppurinn gefur forseta- frúnni nútímalegt en fágað útlit. EMMA STONE Fisléttur toppur- inn á Emmu Stone er líflegur og skemmtilegur. JESSICA BIEL Leik- konan með þráðbeinan topp við sítt liðað hár. HANNAH SIMONE Þungur toppurinn er einkennismerki leikkonunnar úr New Girl. ZOOEY DESCHANEL Úfinn toppurinn á Deschanel fer vel við líflegan persónuleika hennar. TOPPAÐU ÞETTA! TÍSKA Fjölmargar leikkonur, söngkonur og aðrar stjörnur hafa skartað toppi í ár. Toppar fara vel við ýmsar greiðslur, bæði hrokkið hár, slétt og uppsett. Handtöskur kvenna eru dularfull djásn og halda utan um þeirra allra heilagasta. Það kemur því á óvart að margar þeirra eru undir- lagðar óheilnæmum óhreinindum og bakteríum. Í nýlegri könnun Mentos Pure Fresh Gum var tekið strok úr handtöskum kvenna og sýndu niðurstöður að þriðjungur kvenna hreinsar aldrei hand- töskuna og þaðan af síður snyrti- budduna, sem þó er útsettari fyrir bakteríum. Með því að viðhafa reglulegt hreinlæti mætti koma í veg fyrir fjölda sýkinga af völdum klasa- gerla sem valda kvefpestum og hita, saurgerla sem valda niðurgangi og baktería sem valda augnsýkingum. Besta ráðið er að venja sig á að þvo hendur áður en seilst er ofan í snyrti- budduna því óhreinir fingur skilja eftir sig bakteríur. Þá er mikilvægt að fleygja varalitum eftir kvef- pestir því bakteríurnar lifa áfram. Sama á við um augnsnyrtivörur komi upp augnsýking. Þvoið alla bursta með hársápu einu sinni í mánuði og strjúkið innan úr snyrtibuddunni með spritti. Hafið hugfast að snyrtivörur hafa stuttan líftíma. Almenna reglan er að maskari endist í tvo til þrjá mánuði, farði í hálft til eitt ár og varalitur, augnskuggar og kinnalitur í tvö ár. Séu snyrtivörur notaðar um- fram geymslu- tíma eykst hætta á bólum og sýkingum í húð þar sem innihalds- efni skemmast. Hafið augun opin fyrir merkingum um geymslutíma. 6M þýðir að varan endist í sex mánuði eftir að inn- sigli hefur verið rofið. ER VESKIÐ SKÍTUGT? Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur mikið á sinni könnu. Hann hannar fjölda tískulína fyrir merkin Fendi, Chanel og undir eigin nafni. Hann gaf sér þó tíma til að hanna 75 risastór listaverk sem byggð voru á munum sem Chanel hefur framleitt í gegnum tíðina. Listaverkin voru sýnd á tískuvikunni í París í tengslum við sýningu á vor- og sumarlínu Chanel. Munirnir voru af ýmsum toga. Allt frá abstrakt eftir- mynd af Chanel-jakka og risastórri mynd skreyttri með merkjum Chanel, tvöföldu c-i í perlum og til risastórs marmaraskúlptúrs í líki Chanel no. 5 ilmvatns- ins fræga. LIST LAGERFELDS Karl Lagerfeld hannaði 75 listmuni fyrir tísku- vikuna í París. VIÐ LISTAVERK Karl Lagerfeld við risa- stóran skúlptúr í líki Chanel no. 5 ilmvatnsins. NORDICPHOTOS/GETTY Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 dVerslunin Bella onna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is 30% afsláttur Sjá fleiri myndir á Dömudagar í Flash áður 14.990 nú 9.990 áður 11.990 nú 8.390 áður 16990 nú 11.990 Mussur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.